Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 16
16 miðvikudagurinn 18. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
jómfrúarbikarar 2
Sverrir Þór Sverrisson tekur við liðinu árið 2010 af Unndóri
Sigurðssyni. Á sínu fyrsta tímabili
með liðið fór Sverrir alla leið
í lokaúrslitin gegn Keflavík eins
og áður segir en fyrirfram hafði
enginn reiknað með því. Fyrir
tímabilið núna komu þær Harpa
Hallgrímsdóttir og Petrúnella
Skúladóttir frá Grindavík yfir
til félagsins en Harpa hafði áður
leikið með Njarðvíkingum. Einnig
gekk Salbjörg Sævarsdóttir til liðs
við Njarðvíkinga frá Laugdælum
en þar er á ferðinni leikmaður sem
gæti undir góðri handleiðslu orðið
afbragðs miðherji í deildinni.
En ungar og efnilegar stelpur
hafa einnig vaxið og dafnað í liði
Njarðvíkinga síðan Sverrir tók við.
Í fyrra þegar liðið fór í úrslit gegn
Keflavík voru það þrír erlendir
leikmenn sem drógu vagninn og
þær yfirgáfu allar félagið að leiktíð
lokinni. Sverrir keypti sér því miða
í útlendingalottóinu svokallaða
og á miða hans reyndist vera
vinningur, nánar til tekið tveir
vinningar.
Lele Hardy hefur að öðrum
ó l ö s tu ð u m ve r i ð l e i k ma ð u r
tímabilsins og var hún með réttu
valin leikmaður úrslitakeppninnar.
Aðeins þarf að staldra við og horfa
yfir þær tölur sem Hardy er að skila.
Hardy hefur skilað rúmum 24 stigum
að meðaltali í leik í vetur og það sama
gerði hún í úrslitakeppninni. Tæpar
4 stoðsendingar gefur hún í leik en
það sem er kannski athyglisverðast
er að Lele hefur rifið niður næstum
18 fráköst að meðaltali í leik, það er
hreint magnað og er hún þar fremst
meðal leikmanna deildarinnar.
Hardy er ekki einungis góð í sókninni
en hún stelur að jafnaði 3,54 boltum
í leik, sem er það 4. besta í deildinni
og ver hún auk þess tæplega eitt
skot. Af 35 leikjum í vetur hefur Lele
Hardy verið með tvöfalda tvennu*
í 34 leikjum! Það er hreint ótrúlegt
en hún ber þar höfuð og herðar
yfir alla leikmenn deildarinnar.
Til samanburðar er efsti íslenski
leikmaðurinn í þeim tölfræðiflokki,
Margrét Kara Sturludóttir, með
9 slíkar tvennur. (*Það er þegar
leikmaður nær tveggja stafa tölu í
tveimur tölfræðiþáttum, t.d. stigum
og fráköstum)
Það ætti því ekki að koma neinum
á óvart að Lele Hardy er með flest
framlagsstig í deildinni, eða 32
stig. Bakvörðurinn eldfljóti, Shanae
Baker-Brice er með 23 framlagsstig
og því eru þessar stöllur að skila
ansi miklu til þessa Njarðvíkurliðs
og ekkert annað tvíeiki í deildinni
er með slíkar tölur. Þessir tveir
leikmenn fiska líka flestar villur allra
leikmanna í deildinni og er Lele
Hardy þar lang efst.
Shanae Baker-Brice hefur verið
með rúm 23 stig í leik í vetur og
5 stoðsendingar. Hún lék þó enn
betur í úrslitakeppninni og virðist
best undir álagi. Þannig að þessir
tveir erlendu leikmenn Njarðvíkinga
hafa að miklu leyti verið í algerum
sérflokki í deildinni.
Þ ó ve rð u r a ð h ró s a ö ð r u m
leikmönnum liðsins sem allar
hafa sitt mikilvæga hlutverk,
og þá sérstaklega varnarlega.
Njarðvíkingar voru að skora mest
allra liða í deildinni í vetur eða 81
stig í leik og liðið er ekki beint þetta
sterka varnarlið. Vissulega eru mjög
sterkir varnarmenn innan vébanda
liðsins sem hafa það hlutverk að
loka á bestu leikmenn andstæðinga.
Þannig að liðsheildin er frábær og
hefur stöðugt verið vaxandi í vetur
og hæstu hæðum var sannarlega náð
á hárréttum tímapunkti.
Tveir vinningar á einn miða
Leiðin að titlunum
Í úrslitakeppninni mættu Njarðvíkingar Snæfel lingum í undanúrslitum en þessi lið áttust við í bikarúrslitunum fyrr á
tímabilinu. Njarðvíkingar höfðu betur í þeirri rimmu 3-1, en leikirnir
voru afar jafnir. Gegn Haukum í úrslitunum var það sama uppi á
teningnum. Leikirnir voru jafnan í járnum en réðust undir lokin,
þrisvar höfðu Njarðvíkingar betur og Haukar einu sinni.
Njarðvíkingar unnu Keflavík í átta liða úrslitum í bikarkeppninni með
dramatískum hætti. Keflvíkingar kærðu úrslit leiksins og biðin eftir
úrskurðinum var spennuþrungin. Í undanúrslitum mætti liðið Haukum
en sá leikur vannst eftir framlengingu í æsispennandi leik. Úrslitaleikurinn
gegn Snæfelli í Laugardalshöll var jafn og spennandi en eins og svo oft áður
í vetur voru Njarðvíkingar betri á lokasprettinum. Shanae Baker-Brice
fór á kostum í Höllinni, með 35 stig og 16 fráköst og Lele Hardy var með
26 stig og 24 fráköst. Stórskyttan Petrúnella Skúladóttir var ansi drjúg í
úrslitaleiknum en hún var með 18 stig.
Sagt eftir leik
Sverrir Þór:
„Þetta er alveg magnað og ég vil bara þakka frábærum
stuðningsmönnum Njarðvíkur. Við áttum húsið, þetta var
næstum eins og að vera á heimavelli, troðfullt og frábær
stemning.
Við vorum sterkari í kollinum og héldum alltaf áfram þó
þær væru að komast yfir sem var gallinn í síðasta leik þar
sem við hikuðum. Núna sýndum við karakterinn sem er í
þessu liði, leikmenn komu staðráðnar í að klára einvígið.
Það er búinn að vera góður stígandi í liðinu, mikið hefur breyst frá því í
fyrra og það tók okkur smá tíma að pússa okkur saman en þegar leið á þá
vorum við orðið virkilega magnað lið.
Sverrir um Hardy og Baker-Brice: „Þetta eru toppstelpur sem eiga allt það
besta skilið og ég vildi óska þess að það væri hægt að semja við þær strax
áfram.“
Lele Hardy:
„Munurinn á liðunum var að við héldum okkur við planið
um að spila saman, góð lið vinna leiki þegar þau spila saman
og það var það sem við gerðum. Ég átti fínt tímabil en þetta
snýst allt um liðsheild, án liðsins hefði ég að sjálfsögðu ekki
getað staðið mig svona vel,“ sagði hin frábæra Lele Hardy
en hún veit ekki hvað tekur við hjá henni á næsta tímabili.
„Alltaf þegar maður kemur á nýjan stað þá býst maður
alltaf við því besta. Þegar við unnum bikarmeistaratitilinn þá fórum við
að hugsa að það væri góður möguleiki á því að ná Íslandsmeistaratitlinum
líka og það gerðum við svo sannarlega.“
Ólöf Helga Pálsdóttir fyrirliði:
Þetta er frábær tilfinning, besta tilfinning í heimi. Maður
verður að trúa á sjálfan sig og hafa trú á liðinu sínu. Þegar
við unnum bikarúrslitaleikinn þá vissi ég að við gætum
þetta líka. Ég held að við séum kannski í betra formi en t.d.
Haukar en við höfum æft á fullu síðan í júní í fyrra. Við
tókum þetta hér í 4. leikhluta og ég held að það sé bara út af
því að við höfum gott úthald.
„Það er alls ekki satt að við séum ekki með nógu mikla breidd, við erum
að keyra á fullt af mönnum. Við erum með reynslubolta eins og t.d.
Ingibjörgu sem kom inn fyrir skömmu sem er búin að vera ómetanleg á
lokasprettinum. Petrúnella, Harpa og Kanarnir okkar sem hafa staðið sig
frábærlega. Svo eru ungu stelpurnar okkar frábærar og eiga framtíðina
fyrir sér.
Ólöf sem er uppalin hjá Grindavík segist bera afar hlýjar tilfinningar til
Njarðvíkinga. „Ég er orðin svakalegur Njarðvíkingur. Ég elska Njarðvík,
fólkið í kringum liðið, stjórnina, allir í samfélaginu, það er svo fagmannlega
unnið í kringum þetta. Ég hef ekkert slæmt að segja um Njarðvík. Ég hef
bara aldrei kynnst öðru eins!
- í útlendingahappdrættinu. Happafengur í Hardy og Baker-Brice
Lele Hardy var illviðráðanleg í vetur.
Hún var réttilega kjörin leikmaður
úrslitakeppninnar.