Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 24
Stara í gemSa Ég elska vorið. Allt að kvikna til lífsins, grasið að grænka, trén að bruma og flugurnar að skríða úr skel. Líka svo miklu auðveldara að vakna á morgnana þegar vorið er á næsta leiti. Svo er að finna til garðáhöldin, klippurnar og síðast en ekki síst að fara út með snúrurnar. Fá þvottinn ilmandi í útilykt. Blessunarlega þarf ég ekki mikið að lappa upp á kofann þetta árið, nýbúinn að mála allt að utan, slípa og bera á pallinn. Veitir samt ekki af einni umferð á pallinn á hverju sumri enda sólin í Njarðvíkurhverfi sérstaklega sterk. Þeir hvísluðu því allavega að mér í Byko. Þá eru nokkrar vikur í næstu loftrýmisgæslu og því ætti þotugnýrinn ekki að trufla upplifunina næstu daga. Aftur á móti þarf ég, friðarsinninn, að berjast við annan og öllu herskárri flota. Sá klæðist dökkum búningum með grænum og fjólubláum gljáa. Rauðbrúnir fætur og langur og gulleitur goggur. Hóf varanlega búsetu hér á Íslandi um sama leyti og síðari heimsstyrjöldin skall á og hefur ekki snúið aftur, eins og setuliðið gerði þó samviskusamlega. Þessi hreiðrar oftast um sig á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiður- kössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum. Verpir hálfu dúsíni af eggjum, stundum tvisvar á sumri. Ég hefði geta sagt mér það sjálfur, þó ég hafi verið afar stoltur af því að hafa klárað gemsakassann vorið fyrir útskriftarveislu dótturinnar, að þá þýði ekki lengur að skilja eftir glufur við rennurnar. Þeir renna hýru auga til smugunnar. Nábýlið vekur takmarkaða lukku á heimilinu. Jafnvel þó ég þekki orðið kvikindin í útliti, þá ganga þessir andskotar illa um og sletta „skyrinu“ á fína pallinn. Það náttúrulega gengur ekki. Fylgikvillarnir eru að auki boðsgestir sem þeir draga með sér og enginn vill í heimsókn. Skilja eftir sig óþjóðalýð, á frummálinu nefndan Ceratophyllus gallinae, sem ekki er flóar- friður fyrir. Hálfgerður flóamarkaður. Ég hef bara ekki tilskilin leyfi til þess að standa fyrir slíku og langar ekkert til þess. En það er engu líkara en við séum sammála útsýninu. Víðsýni í vesturátt. Vandlæti á báða bóga plagar hins vegar kunningsskapinn og því náum við ekki sáttum þetta sumarið frekar en önnur. Leigusamningi rift og neglt fyrir allar glufur. Stend hér einn og stari, með hamar í hendi og fjalir við legg. vf.is Miðvikudagurinn 18. apríl 2012 • 16. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 1- 17 13 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Aðeins 4,4 lítrar á hundraðið Kia cee'd EX, 1,6 l, dísil, beinskiptur 16" álfelgur, loftkæling, hraðastillir (Cruise Control), leðurklætt stýri og gírstangarhnúður, bluetooth o.fl. Einnig fáanlegur sjálfskiptur. Verð 3.620.777 kr. Sértilboð 3.390.777 kr. Allt að 75% fjármögnun Tryggðu þér Kia cee'd á frábæru verði – aðeins örfáir bílar í boði! Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. K. Steinarsson Reykjanesbæ Askja er stoltur þátttakandi í umhverfisverkefninu Grænn apríl – nánar á www.graennapril.is. a u g lý Si n g n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (18.04.2012)
https://timarit.is/issue/380485

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (18.04.2012)

Aðgerðir: