Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 20
20 miðvikudagurinn 18. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
ÝMISLEGT
Búslóðaflutningar og allur al-
mennur flutningur. Er með 20
rúmmetra sendibíl/kassabíl með
lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
Tek að mér allskonar viðgerð-
ir á bílum, sláttuvélum. Er með
greiningartölvu til að bilanagreina
margar tegundir bíla. Vanur mað-
ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð!
Uppl. S: 864 3567.
ÓSKAST
Óska eftir að leigja
3ja herb. íbúð í Innri Njarðvík
1. maí 1-2 hæð kemur aðeins til
greina. Uppl í síma: 848 2988
Helena
Ellilífeyrisþegi óskar eftir
langtímaleigu 2ja herbergja íbúð
á jarðhæð eða í lyftuhúsi. Uppl. í
síma 845 3908
Vantar íbúð!
Mig vantar 3ja herbergja íbúð eða
lítið einbýlishús í Njarðvík eða
Keflavík í sumar til langtímaleigu.
Ég er fertug myndlistarkona og
hef öruggar greiðslur í gegnum
greiðsluþjónustu.
Anna - 820 7522 - 5723159.
TIL SÖLU
Til sölu verslunarhúsnæði.
Verslunarhúsnæði á besta stað á
Hafnargötu 32.
86m2, áhvílandi 5 millj. og verð
14.5 millj. Ýmis skipti möguleg.
Uppl. í 897-2323 og 868-0490
Peugeot 406 "97
Keyrður 198 þús. Nýleg tímareim
og kúpling. Nýskoðaður "13 og
nýsmurður. Verð 220 þús. Uppl. í
síma 778 1358.
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
Ýmsar stærðir og gerðir af her-
bergjum, með eða án húsgagna,
með sameiginlegu eldhúsi og bað-
herbergi eða sér eldhús og bað,
með eða án húsgagna. Aðgangur
að gufubaði og borðtennisborði.
Internet og orka innifalin og allur
sameiginlegur kostnaður. Góð
staðsetning og hagstætt leiguverð.
Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909.
Snyrtileg íbúð til leigu.
2ja herb. íbúð í Heiðarhvammi 3,
3. hæð til leigu. Laus 1. maí. Uppl. í
síma 776 7273.
Þjónustumiðstöðin
Nesvöllum
Vikan 19. apríl - 25. apríl nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og
leirnámskeið • Handavinna •
Leikfimi • Dansleikfimi • Jóga
á boltum • Hádegismatur •
Síðdegiskaffi • Tölvuklúbbur FEBS
Léttur föstudagur
föstudagur 20. apríl nk.
Handverkssýning
tómstundastarfs eldri
borgara opnar kl. 13:00
Dönsum saman dans-
hópur frá Nesvöllum.
Kaffihúsið opið. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar
í síma 420 3400
NÚ GETUR ÞÚ SENT
VÍKURFRÉTTUM
SMÁAUGLÝSINGAR
Á VEFNUM
WWW.VF.IS
896 0364
Bói Rafvirki raf-ras.is
AFMÆLI
Til hamingju með 10 ára afmælið
elsku Sara Lind sem var 16 apríl sl.
Kveðja, þín fjölskylda
AFMÆLI
Hefur þú séð Þrumu?
Þruma er 5 mánaða grá læða. Hún
hvarf frá Hátegi síðastliðinn mið-
vikudag. Hennar er sárt saknað.
Rósa 845 9160.
Jónína Holm bæjarfulltrúi í Garði sendi grein á Póstkassa Víkurfrétta
og vefsíðu VF þar sem hún segir að
ekki sé allt sem sýnist í reiknisskilum
Sveitarfélagsins Garðs þegar ársreikn-
ingur ársins 2011 var samþykktur við
síðari umræðu í bæjarstjórn Garðs 4.
apríl sl. Á árinu 2011 var veltufé frá
rekstri 40 mkr. til eignabreytinga en
þegar reiknaðir liðir sem ekki hafa
áhrif á reksturinn eins og afskriftir,
þá sýnir rekstrarniðurstaða 23 mkr.
í mínus.
Það er að sönnu styrkur sveitar-félagsins að hafa bolmagn til að
greiða niður skuldir sínar þegar nei-
kvæð ávöxtun er á peningalegri eign
þess í Framtíðarsjóði sem myndaðist
við sölu á hlut Garðs í HS. Varðandi
niðurgreiðslur á skuldum sveitar-
félagsins að upphæð 427,8 mkr. sem
teknar voru úr Framtíðarsjóði og
millifærslur í B hluta fyrirtækja að
upphæð 177,4 mkr. gefur hún í skin
að með þeirri bókhaldslegu fram-
setningu sé verið að gefa villandi
mynd af rekstri sveitarfélagsins.
Um ársreikninga sveitarfélaga gilda reglur sem endurskoð-
unarfyrirtæki sveitarfélagsins KPMG
er skylt að fara eftir og bæjarfulltrúar
eða bæjarstjóri hafa engin áhrif á. Sá
er þetta ritar hefur aldrei lagt starfs-
mönnum KPMG línur í þeirra vinnu
fyrir Sveitarfélagið Garð. Ég hef aftur
á móti notið leiðsagnar þess og hjálp-
semi við að svara fjölmörgum spurn-
ingum sem upp koma í starfi mínu.
Starfsmenn KPMG mættu á bæjar-
ráðsfund auk tveggja bæjarstjórnar-
funda til að skýra reikninga sveitar-
félagsins fyrir árið 2011 og svöruðu
fjölmörgum spurningum bæjarfull-
trúa samkvæmt bestu samvissu og
kunnáttu. Það hefur greinilega ekki
dugað öllum bæjarfulltrúum til að
skilja reikninginn.
Framsetning ársreiknings 2011 uppsetning og endurskoðun
hans er samkvæmt lögum og þar
koma bæjarfulltrúar eða bæjarstjóri
hvergi nærri. Í ljósi þeirrar stað-
reyndar er fullyrðing Jónínu Holm í
greininni að bókhaldsaðferðin sem
notuð er sé „ekkert annað en póli-
tískur loddaraskapur af verstu gerð“
kaldar kveðjur til endurskoðenda
og samstarfsfólks okkar hjá KPMG.
Ummæli sem dæma sig sjálf og er
lágkúrulegur málfutningur bæjar-
fulltrúans sem talar mikið um fagleg
vinnubrögð og ekki vill sætta sig við
að vel hefur tekist til við stjórn bæjar-
ins. Á þeim bænum ríkir neikvæður
andi í flestum góðum málum sem
bæjarstjórnin vill kom fram. Algjör
umskipti hafa orðið í upplýsingaflæði
úr bókhaldinu til bæjarfulltrúa og
forstöðumanna stofnana á þessu
kjörtímabili og Garður var einnig
eitt af fyrstu sveitarfélögum til að af-
greiða ársreikning sl. tvö ár. Er ekki
ástæða til að fagna því.?
Jónína heldur því fram að gjöld um-fram tekjur hafi verið veruleg árið
2011 og að handbært fé frá rekstri
sveitarsjóðs neikvætt um tæpar 100
mkr. árið 2011. Það rétta er að hand-
bært fé frá rekstri árið 2011 var 97
mkr. og veltufé frá rekstri 40 mkr.
sem segir allt um reksturinn. Varð-
andi þá staðreynd að 30% af tekjum
sveitarsjóðs komi frá Jöfnunarsjóði er
það alls ekki nýtt og hefur verið svo
í áratugi, bæði hjá Garði og öðrum
sveitarfélögum landsins. Það er sam-
eiginlegt átak bæjarstjórnar að fjölga
betur launuðum störfum í Garði.
Þegar Jónína Holm ber það saman að handbært fé í árslok 2011 er
675 mkr. en hafi verið 2.400 mkr.
árið 2008 gerir hún að því skóna að
handbært fé muni ekki aukast í ljósi
þeirrar staðreyndar að eiginlegur
rekstur sveitarfélagsins stendur ekki
undir sér. Hið rétta i málinu er að
vextir og verðbætur af Framtíðarsjóði
hafa verið notaðar til reksturs sveitar-
félagsins, en ekki höfuðstóll sjóðsins.
Hún gleymir líka að geta þess að með
niðurgreiðslu á skuldum, byggingu
skóla, kaup á landi og fleiri góðir
hlutum sem sveitarfélagið hefur ráð-
ist í sökum styrks síns hefur eign í
Framtíðarsjóði minnkað í samræmi
við lækkandi skuldir og eignaaukn-
ingu.
Í bókun Jónínu og minnihlutans við síðari umræðu um ársreikn-
ing 2011 segir m.a. „Útilokað er að
viðhalda eignum sveitarfélagsins og
ráðast í eðlilega endurnýjun sé af-
skriftum eytt jafn óðum, sem hand-
bæru fé.“ Afskriftir eru reiknuð stærð
í bókhaldi bæjarins og því ekki um að
ræða handbært fé. Þessi fullyrðing
Jónínu og minnihlutans byggir á
sömu vísindum og þeirri sem Bakka-
bræður notuðu þegar þeir ætluðu að
bera birtu í hús sitt í skjólum. Svona
málflutningur dæmir sig sjálfur.
Hvað varðar launagreiðslur og hækkanir þeirra á árinu, er gert
ráð fyrir umsömdum launahækk-
unum í ársreikningi 2012 eins og
bæjarfulltrúanum ætti að vera kunn-
ugt um. Varðandi raunhæfar tillögur
um niðurskurð hjá sveitarfélaginu
þá var lögð fram raunhæf fjárhags-
áætlun fyrir árið 2012 . Með þeirri
áætlun er leitast við að standa undir
þeirri lögbundnu þjónustu og þjón-
ustustigi sem við leggjum metnað
okkar í. Gjaldastefna bæjarfélagsins
er hófstillt og leitast er við að álögur
á bæjarbúa séu sem sanngjarnastar.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2012
kom engin tillaga frá Jónínu Holm
um auknar tekjur, niðurskurð eða
skerta þjónustu sem hún er að kalla
á eftir í grein sinni þegar hún segir
„að leggja þurfi fram raunhæfar til-
lögur um hvernig skera megi niður
í rekstri þannig að tekjur dugi fyrir
útgjöldum“ Í fjárhagsáætlun ársins
2012 er gert ráð fyrir að veltufé frá
rekstri verði 39 mkr. og handbært fé
frá rekstri 21 mkr.
Höfum það sem sannara reynist.
Ásmundur Friðriksson
Bæjarstjóri í Garði.
Jónína Holm og það sem sannara
reynist um ársreikning 2011
Örnámskeið fyrir
frumkvöðla í Eldey
Vöruþróun – hugmyndir og rýni
Boðið verður upp á námskeið í vöruþróun, hugmyndavinnu og rýni í Eldey þróunarsetri
miðvikudaginn 25. apríl n.k. kl. 13:00 – 16:00.
Kennari er Bjarnheiður Jóhannsdóttir verkefna-
stjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og mun hún
fjalla um hugmyndir, hvernig afla má hugmynda
og kenndar verða leiðir til þess að vinna skipulega
úr þeim. Að auki verður aðferðafræði vöruþróunar
kynnt
Örnámskeið í Eldey eru á vegum Heklunnar, at-
vinnuþróunarfélags Suðurnesja og Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands.
Næstu námskeið:
· Rekstur og reiknilíkan 8. maí 13:00 – 16:00
· Sölu- og markaðsmál 15. maí – 13:00 – 16:00
· Netmarkaðssetning 22. maí kl. 13:00 – 16:00
· Rekstrarform fyrirtækja 30. maí kl. 13:00 – 16:00
Verð er kr. 5.000. Bent er á niðurgreiðslu hjá
stéttarfélögum og Vinnumálastofnun.
Skráning á eldey@heklan.is.
ÓSKAST TIL LEIGU
Einbýlishús óskast til leigu í Keflavík.
Traustur aðili óskar eftir stóru einbýlishúsi til leigu í
Keflavík til nokkurra ára.
Tilboð sendist á vf@vf.is merkt „Einbýlishús“.
Sungið um æskuna er yfirskrift styrktar-
tónleika sem haldnir
verða í Bíósal Duus-
húsa sunnudaginn 22.
apríl kl. 15. Fram koma
Bylgja Dís Gunnars-
d ótt ir s ópr ans öng -
kona og Helga Bryndís
Magnúsdóttir píanó-
l e i k a r i á s a m t K ó r
Holtaskóla en ágóði
tónleikanna rennur til
starfs kórsins.
Kór Holtaskóla var stofn-
aður árið 2007 af Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, sem jafn-
framt er stjórnandi hans. Á þessum 5 árum hefur kórinn
vaxið jafnt og þétt og óhætt að segja að hann sé í miklum
blóma. Í kórnum eru um 30 börn á aldrinum 10 - 15 ára.
Efnisskrá tónleikanna dregur upp mismunandi myndir
af æskunni í íslenskum þjóðlögum, sönglögum eftir Emil
Thoroddsen, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi
Sveinsson, Gunnar Reynir Sveinsson og Edvard Grieg.
Einnig verða fluttir ljóðaflokkarnir A Charm of lullabies
eftir Benjamin Britten og I hate music eftir Leonard
Bernstein en þar útskýrir hin 10 ára gamla Barbara á
mjög skemmtilegan hátt hvers vegna hún hatar tónlist.
Tónleikarnir eru styrktir af Sambandi sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Allir sem vilja styrkja gott málefni og njóta
góðrar tónlistar eru hjartanlega velkomnir. Hægt er að
panta miða hjá skólarita í Holtaskóla í síma 420 3500 en
einnig verða seldir miðar við innganginn á 2000 kr. og
1500 kr. fyrir nemendur og ellilífeyrisþega.
Ég hata tónlist!