Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUdagUrInn 18. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR September 2006: Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tók í mars formlega í notkun nýja 3. hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Heildar- stærð 3. hæðar er rúmlega 4.100 fermetrar en þar af eru um 3.500 fermetrar af nýju skrifstofuhús- næði og starfsmannaaðstöðu sem nú bætast við. Breyting og innrétting á 3. hæð flug- stöðvarinnar var liður í umfangs- miklum framkvæmdum um fram- tíðarþróun mannvirkja Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem hófust árið 2003 og var gert ráð fyrir að myndu ljúka árið 2007. Upphaflegar hug- myndir um nýtingu 3. hæðar flug- stöðvarinnar komu fram árið 2001 og hófust framkvæmdir árið 2004. Þetta var mikilvægur liður í endur- skipulagningu norðurbyggingar því aukið rými vantaði fyrir skrif- stofu- og starfsmannaðstöðu og fyrir ýmsa hliðarstarfsemi en búið var að ákveða að stærstur hluti hús- rýmis 2. hæðar yrði fyrir verslun og þjónustu við farþega. Á vestursvæði 3. hæðarinnar voru eftir framkvæmdirnar skrifstofur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf og Fríhafnarinnar ehf, viðhafnarstofa, ráðstefnusalur, fundarsalir og út- leigurými fyrir ýmsa rekstraraðila. Austan megin er aðstaða fyrir Flug- málastjórn á Keflavíkurflugvelli, Sýslumannsembættið á Keflavíkur- flugvelli, IGS, mötuneyti, starfs- mannaaðstöðu og tæknirými. Sam- hliða þessu voru loftræsisamstæður flugstöðvarinnar endurnýjaðar. Brú er á milli svæðanna sem tengir austur- og vesturhlutann saman. Í ávarpi sem Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. hélt við opnunina kom meðal annars fram að norður- bygging flugstöðvarinnar var alls um 22.000 fermetrar þegar fram- kvæmdir hófust árið 2003 en við stækkunina komin í um 16.500 fermetra og verður um 38.500 fer- metrar að framkvæmdum loknum vorið 2007. marS 2003: Sextíu ára afmælis Keflavíkurflugvallar var minnst með hátíðlegri athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í mars 2003. Keflavíkur- flugvöllur var vígður þann 24. mars árið 1943 og fyrsti flugvallarstjóri var Haukur Claesen. Í ræðu sem Björn Ingi Knútsson, þáverandi flugvallar- stjóri hélt, kom fram að frá árinu 1957 þegar farið var að halda nákvæma skrá yfir farþegafjölda, vöru og pósts, hafa 26.007.602 farþegar farið um Keflavíkurflugvöll. Frá sama tíma hafa 515 þúsund tonn af vörum farið í gegnum völlinn og rúm 50 þúsund tonn af pósti. Lendingarnar á þessu tímabili eru rúmlega 209 þúsund talsins. Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar, og Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, klipptu síðar á árinu 2003 á borða þegar nýtt fraktflughlað var formlega tekið í notkun. UPPRIFJUN ÚR 25 ÁRA SÖGU FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR marS 2004: „Það skal játað hér að ég hrökk við þegar ég kynnti mér fjárhag Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir að hafa tekið við þessu ráðherra- embætti 1995. Fyrir lá að taka þyrfti til hendi við að styrkja fjárhagsstöðu félagsins,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, þegar hann ávarpaði aðalfund flugstöðvarinnar í Svartsengi. Hann kvað mikilvægasta skrefið hafa verið stigið með því að breyta flugstöðinni í hlutafélag árið 2000 og bætti við: ,,Markmiðið með hlutafélagavæðingunni var að flugstöðin gæti staðið undir fjárfestingum og rekstri og það hefur tekist. Stjórn félagsins og starfsfólk á mikið hrós skilið fyrir að hafa haldið vel og glæsilega á málum á þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er frá stofnun hlutafélagsins. Breytingin birtist glögglega í afkomu félagsins á árunum 2002 og 2003: hagnaður hefur aukist, eiginfjárhlutfall hækkað, skuldir verið greiddar niður eða endurfjármagnaðar á hagstæðari kjörum. Flugstöðin stendur undir fjárfestingum og rekstri og markmiðum hlutafélagavæðingar hefur þannig verið náð. Ég hef það fyrir sið sem gamall endurskoðandi að líta fyrst á tölur um veltufé frá rekstri í ársskýrslum fyrirtækja enda segja þær jafnan meira um stöðuna en hagnaður. Veltufé frá rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 2003 var 1.179 milljónir króna en 639 milljónir króna árið þar á undan, sem segir mér það sem segja þarf.“ Á myndinni að ofan má sjá þá Höskuld Ásgeirsson, framkvæmdastjóra flugstöðvarinnar, Halldór Ásgrímsson og Stefán Ólafsson, stjórnarfor- mann klippa á borða við eina af mörgum stækkunum stöðvarinnar. apríl 2007: Gríðarlegar endur- bætur og breytingar hafa verið gerðar á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar síðustu misserin og segja má að stöðin hafi verið opnuð öðru sinni með formlegri viðhöfn á 20 ára vígsluafmæli hennar á sjálfan afmælisdaginn 14. apríl en hún var opnuð formlega þann mánaðardag 2007. Gríðarleg framþróun hefur orðið á rekstri og umfangi stöðvarinnar á þessum tveimur áratugum. Árið 1983 þegar fyrsta skóflustungan var tekin að henni fóru 460 þúsund far- þegar árlega um gömlu flugstöðina. Síðan þá hefur fjöldinn aukist í tvær milljónir og er gert ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í 3,2 milljónir árið 2015. Við þessa breytingu hefur stærð brottfararsvæðisins nær því þre- faldast. Þjónusta á sviði verslunar, veitinga, afþreyingar og almennrar afgreiðslu hefur við það aukist til muna en fjöldi verslana hafa opnað útibú sín á svæðinu. Gólfflötur flugstöðvarinnar er samanlagt orðinn 56 þúsund fer- metrar og er álíka og átta knatt- spyrnuvellir. Stækkunin nemur um 30 þúsund fermetrum. Heildarkostnaður við framkvæmd- irnar nemur um 7 milljörðum króna. Fjöldi gesta var viðstaddur há- tíðina, m.a. nokkrir ráðherrar ís- lensku ríkisstjórnarinnar. Við þetta tækifæri var afhjúpað listaverk Steinunnar Þórarinsdóttur, Höfuð- áttir, sem prýðir nýja brottfarar- svæðið. Ný þriðja hæð með brú tekin í notkun ›› Keflavíkurflugvöllur 70 ára 2013 ›› Markmiðum náð í rekstrinum Breytingum og 20 ára afmæli fagnað Miklar breytingar hafa verið í gegnum tíðina í Fríhöfninni sem nefnd hefur verið gullegg flugstöðvarinnar. Tösku og farangursaðstöðu hefur verið gjörbylt eins og mörgu öðru í flugstöðinni á undanförnum árum. Flugvélar koma og fara. Sumarið 2012 munu átján flugfélög fljúga til og frá Keflavík. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia greindi frá umfangsmiklum rekstri og fyrirhuguðum frekari stækkunum í ársbyrjun 2012. Algeng sjón á undanförnum árum: Iðnaðarmenn að störfum við breytingar á flugstöðinni. FÖGNUM 25 ára afmæli FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR OG ÞÖKKUM STARFSMÖNNUM HENNAR ÁNÆGJULEGT SAMSTARF

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (18.04.2012)
https://timarit.is/issue/380485

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (18.04.2012)

Aðgerðir: