Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUdagUrInn 18. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Brot úr ræðu frú Vigdísar Finn-
bogadóttur, forseta Íslands:
Enn sem fyrr er okkur Íslendingum
þörf á að víkka sjóndeildarhring
okkar. Sú glæsilega flugstöð sem
við hér stöndum í er ekki aðeins
hið gullna hlið sem opnar leiðina
inn í land okkar. Hún er einnig
brautarendinn á landinu, hliðið
sem opnar okkur leiðina út til að
víkka sjóndeildarhring okkar enn
meir. Hver sá Íslendingur sem
hingað kemur er annað tveggja á
leið til að sækja sér þekkingu, við-
skipti og menningu til annarra
þjóða eða kominn í land eftir útivist
sem víkkað hefur sjóndeildarhring
hans. Hann er því á sömu braut og
forfeður okkar fyrr á öldum, land-
könnuður hins nýja tíma. Og er-
lendir menn sem hingað koma eru
sömu erinda, að líta annan heim en
þann sem þeir eru vanastir og víkka
Brot úr ræðu Matthíasar Á.
Mathiesen, utanríkisráðherra við
vígslu Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar 14. apríl 1987:
Haustið 1974 var undirbúningur
kominn á það stig, að eiginleg
hönnun flugstöðvar og tilheyrandi
mannvirkja gat hafist. Skömmu
síðar hófust viðræður við Banda-
ríkjastjórn um þátttöku Bandaríkja-
manna í þessum framkvæmdum.
Samkomulag varð um kostnaðar-
skiptingu og hvernig flugstöðin
tengdist varnar- viðbúnaði Atlants-
hafsbandalagsins á hugsanlegum
ófriðartímum.
Haustið 1978 var skipuð ný bygg-
inganefnd til að annast undir-
búning hönnunar. Markmiðið
var, að svipmót flugstöðvarinnar,
utan sem innan, yrði mótað af ís-
lenskum arkitektum í lok febrúar
1980 var byggingarnefndinni falið
að endurskoða forsendur hönn-
unar í tilefni af málefnasamningi
nýrrar ríkisstjórnar. Í framhaldi af
þeirri endurskoðun var lokið við
gerð kostnaðaráætlunar og út-
boðsgagna og þau lögð fram í árs-
lok 1980. Enn var áætlunum um
kostnað og röðun verkefna breytt
og ný útboðsgögn lögð fram í
febrúar 1981.
Fyrsta skóflustungan var tekin hinn
7. október 1983 af forvera mínum
í embætti utanríkisráðherra, Geir
Hallgrímssyni, og í dag, 14. apríl
1987, aðeins tæpum fjórum árum
síðar, erum við hér samankomin til
að vígja bygginguna og afhenda
hana til starfrækslu. Þetta eru far-
sælar lyktir mikils þjóðþrifamáls,
sem hefur átt sér langan aðdrag-
anda, eins og ég hef rakið hér að
framan.
Ég hygg, að fljótt muni koma í ljós,
hvílíkt gæfu- og framfaraspor var
stigið þegar ákveðið var að hefj-
ast handa við byggingu þessarar
glæsilegu flugstöðvar. Við smíði
hennar hefur verið við það miðað
að hún geti sinnt hlutverki sínu um
fyrirsjáanlega framtíð. Hér eru þó
öll skilyrði til stækkunar ef þörf
krefur.
Að framan var að því vikið, að flug-
stöðin nýja muni gefa sanna mynd
af þjóðinni, sem býr í þessu landi.
Hún ber vott um stórhug og hún
staðfestir að Íslendingar vilja vera í
fremstu röð á öllum sviðum. Það er
sú ímynd sem flugstöðin mun gefa
þjóðinni í augum umheimsins.
HLIÐ ÍSLANDS AÐ UMHEIMINUM
Enn er sótt
fram til
bættra sam-
gangna
Brot úr ræðu Matthíasar Bjarnasonar
samgönguráðherra við vígsluna:
Fyrir 40 árum, í júlí 1947, var hafin
bygging þeirrar flugstöðvar sem
nú verður senn kvödd. Í fréttum
frá þeim tíma segir svo: „Þetta er
stálgrindarhús mikið á steyptum
grunni og nýjung í byggingarmálum
hér.“ Svipað má eflaust segja um
hina glæstu byggingu sem við erum
stödd í. Þetta er mikið hús og hér
hafa fjölmargir hæfileikamenn lagt
gjörva hönd að verki. Við gleðjumst
öll yfir vel unnu verki og þökkum
öllum þeim sem hér hafa að unnið.
Þá óska ég að heill og hamingja
megi hvíla yfir stöðinni og starfs-
fólki hennar, að farþegar, flugvélar
og áhafnir þeirra eigi greiða og
hættulausa för um loftsins vegu að
heiman og heim, svo fallegasta flug-
vallarkveðja í heimi megi hljóma
með sann:
Góðir farþegar, velkomnir heim!
Hver vegur
að heiman er
vegur heim
þannig sinn sjónhring.
Það er vel við hæfi að við tengjum
þessa nýju sameign þjóðarinnar
nafni þess manns sem sigldi um
höf að leita Vínlands hins góða.
Ég gef henni nafnið Flugstöð Leifs
Eiríkssonar og því til staðfestingar
afhjúpa ég hér höggmynd af þessum
víðförla ferðamanni.
Megi gifta fylgja öllum þeim sem
eiga erindi á þennan stað og hverri
ferð sem hér verður hafin. Megi
allir ferðamenn vera minnugir þess
að:
Hver vegur að heiman er vegur
heim.
UPPRIFJUN ÚR 25 ÁRA SÖGU FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR
Þrjú þúsund
gestir á vígslu
flugstöðvarinnar
Margt góðra gesta var við vígslu flugstöðvarinnar.
Hér má m.a. sjá Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóra
og frú, Pétur Sigurgeirsson, biskup, Steingrím Her-
mannsson, forsætisráðherra og frú og Matthías
Bjarnason, samgönguráðherra.
Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra 1983
tók skóflustunguna að Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar sem var vígð fjórum árum síðar. Hér
má sjá fyrir aftan hann f.v. Sverri Hauk
Gunnlaugsson, form. bygginganefndar, Ingólf
Báðarson, bæjarfulltrúa í Njarðvík, Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og lengst
til hægri er Matthías Á. Mathiesen, viðskipta-
ráðherra. Hann var svo utanríkisráðherra við
vígslu flugstöðvarinnar.
Steingrímur Hermannsson, Vigdís
Finnbogadóttir og Matthías Á.
Mathiesen á vígsludaginn.
Mesti fjöldi sem verið hefur í flug-
stöðinni á sama tíma var við vígsluna,
um þrjú þúsund manns. Margir tengdu
það við komandi alþingskosningar um
vorið. Hér sést vel á mynd Páls Ketils-
sonar, hvað það var þétt í flugstöðinni.
Ýmsum stórum tækjum
þurfti að koma fyrir í nýrri
flugstöð. Hér er verið að
ferja hluta af risavöxnu
loftræstikerfi í gegnum
þakið á byggingartímanum.
vinalegur bær
Kef. airport
www.alex.is
Guesthouse
FÖGNUM 25 ára afmæli FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR OG ÞÖKKUM STARFSMÖNNUM HENNAR ÁNÆGJULEGT SAMSTARF