Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 11
11VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUdagUrInn 18. aPrÍL 2012
Hluti úr ræðu Sverris Hauks Gunnlaugssonar,
formanns byggingarnefndar flugstöðvarinnar
á vígsludaginn 14. apríl 1987:
Í dag eru þáttaskil í íslenskum flugmálum. Stigið
hefur verið skref, sem í framtíðinni mun hafa
jákvæð áhrif fyrir þúsundir Íslendinga sem
vinna að flugmálum hér á landi, fyrir nágranna-
byggðarlögin hér á Suðurnesjum hvað varðar
alla uppbyggingu og þjónustu, fyrir starfsmenn
núverandi flugstöðvar, sem lengi hafa beðið
eftir viðunandi starfsaðstöðu, fyrir þróun ferða-
þjónustu á Íslandi, og síðast en ekki síst fyrir
þjóðina alla, sem lengi hefur beðið eftir nýrri
flugstöð.
Skrefin að þessu takmarki voru í upphafi hæg,
en markviss. Árið 1968 voru þau fyrstu stigin
og á tímabilinu 1968 til 1978 voru gerðar fjöl-
margar sérfræðilegar athuganir í því skyni að
ákveða staðsetningu flugstöðvar, stærð hennar
og innra skipulag.
Árið 1979 var byrjað að hanna skipulag og útlit
byggingarinnar í samvinnu við Bandaríkja-
menn, og var því verki lokið tveimur árum síðar.
Bandaríkjamönnum verður seint fullþakkaður
sá vilji sem þeir hafa sýnt í verki við að koma til
móts við Íslendinga í þessum efnum.
Á haustdögum 1983 hófust framkvæmdir af
fullum krafti. Frá fyrstu skóflustungu, sem tekin
var 7. október 1983, var það markmið sett, að
flugstöðin yrði opnuð í apríl 1987. Og það hefur
tekist.
Það hefur tekist vegna samvinnu íslenskra og
bandarískra stjórnvalda að skilja farþegaflug frá
starfsemi varnarliðsins.
Það hefur tekist vegna góðrar samvinnu ís-
lenskra og bandarískra hönnuða við að sjá fyrir
og leysa öll vandamál, sem birst hafa í þessari
tæknivæddustu byggingu landsins.
Það hefur tekist vegna þess, að íslensk verk-
mennt er á háu stigi, að handbragð íslenskra
iðnaðarmanna er glæsilegt. Þetta frábæra hand-
bragð blasir hér við hvert sem litið er og ber höf-
undum sínum og smiðum fagurt vitni.
Hér er um einstakt mannvirki að ræða, við-
fangsefni sem við í byggingarnefnd höfum haft
ómælda ánægju af að fást við og lífsreynsla, sem
ekki verður endurtekin. Ég vil fyrir hönd bygg-
ingarnefndar flugstöðvar færa öllum þeim, sem
lagt hafa hönd á plóginn, innilegustu þakkir
fyrir vel unnin störf. Jafnframt þakka ég með-
nefndarmönnum mínum og starfsmönnum
byggingarnefndar sérstaklega fyrir ánægjulegt
og árangursríkt samstarf.
Þetta er hús þjóðarinnar, ekki einstaks byggðar-
lags né einstakra þjóðfélagshópa, heldur þjóðar-
innar allrar. Megi gæfa og gengi fylgja starf-
semi þess, starfsfólki því, sem hér starfar, og
farþegum, sem fara hér um.
UPPRIFJUN ÚR 25 ÁRA SÖGU FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR
Þetta er hús allrar þjóðarinnar
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR 25 ÁRA
-stærsti vinnustaður á Suðurnesjum
Víkurfréttir stikla á
stóru í aldarfjórðungs-
sögu flugstöðvarinnar
Margir Suðurnesjamenn og aðallega
konur hafa unnið í flugeldhúsinu eins
og það er kallað.
Rútur hafa löngum
fylgt Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Séð inn í flugstöðina á upphafsdögum
hennar. Flugvélin sem sett var upp fyrir
vígslu stöðvarinnar heitir Ögn og er
frá 1933 og var fyrst flogið í Reykjavík
1940. Að neðan má sjá mynd af líkani
flugstöðvarinnar. Byggingin þótti þvílík
tækniundur á sínum tíma og meistara-
verk iðnaðarmanna á Íslandi.
Í mörg ár var veitingasala í
Laufskála sem kallaður var, í
glæsilegum glerskála í norður-
enda hússins.
Hver man ekki eftir þessum góða bar
sem gegndi sínu hlutverki í mörg ár.
vinalegur bær
Kef. airport
www.alex.is
Guesthouse
FÖGNUM 25 ára afmæli FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR OG ÞÖKKUM STARFSMÖNNUM HENNAR ÁNÆGJULEGT SAMSTARF