Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 6
6 miðvikudagurinn 18. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 26. apríl 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Framsýni Leifs ferðamanns Kirkjan og börnin Það eru skemmtileg og merkileg tímamót að Flugstöð Leifs Eiríkssonar fagni aldarfjórðungs afmæli um þessar mundir og Víkurfréttir gerðu því skil í síðustu viku og enn betur í þessu tölublaði. Flugstöðin er langstærsti atvinnuveitandi á Suðurnesjum í dag og hefur tekið við keflinu af aðilum sem áður sinntu því hlut- verki á svæðinu. Þar var Varnarliðið náttúrulega í efsta sæti í rúma hálfa öld en þar á undan sjávarútvegurinn. Suðurnesjamenn (og landsmenn allir auðvitað) geta þakkað Amer- íkönum það að hér er alþjóðaflugvöllur sem nú gefur af sér um og yfir tvö þúsund störf þegar allt er talið. Það væri erfitt að ímynda sér Suðurnesin í dag ef þessi stóri atvinnurekandi væri ekki til staðar. Flugreksturinn býr til gríðarlegan fjölda starfa sem fjölgar jafnt og þétt og við njótum þess í dag. Þegar Varnarliðið fór af landi brott fengu margir starfsmenn þess vinnu í flugstöðinni hjá hinum mörgu aðilum sem þar eru með rekstur. Í miðju góðæri fór það ekki hátt þó svo nærri þúsund manns misstu atvinnuna í einum vetvangi. Það hefðu eflaust orðið meiri læti ef 15% íbúa einhvers byggðarlags hefðu misst viðurværi sitt. Þróunin í ferðaþjónustunni hefur verið þannig að stöðug aukning flugfarþega hefur kallað á stækkun flugstöðvarinnar og svæðisins í kringum hana, sérstaklega síðastliðin tíu ár eða svo. Keflavíkur- flugvöllur verður 70 ára á næsta ári en hann var vígður í lok mars 1943. Í ræðu sem Björn Ingi Knútsson, þáverandi flugvallarstjóri, flutti á 60 ára afmæli Keflavíkurflugvallar árið 2003 greindi hann frá því að ekki fyrr en frá árinu 1957 hafi vinna hafist við það að halda nákvæma skrá um fjölda flugfarþega, flutning á pósti og vörum. Þá höfðu rúmlega 26 milljónir farþega farið um Keflavíkurflugvöll. Frá 2003 hafa 16 milljónir bæst við og því eru ríflega 43 milljónir manna sem hafa farið í gegnum flugvöllinn frá 1957. Frá því ári eru þetta því um 800 þúsund manns á ári að meðaltali. Þegar við tölum um farþegafjölda, og það sem honum fylgir, má ekki gleyma gríðarlegum vöruflutningum sem fara í gegnum flug- völlinn. Ekki má í þessu sambandi gleyma því að fyrir einhverjum árum síðan uppgötvuðu menn í sjávarútvegi það, að flytja ferskan fisk með flugvélunum til Evrópu og Ameríku. Þar eru gríðarleg verðmæti og mörg störf sem fylgja. Síðast en ekki síst hefur tenging okkar við umheiminn hjálpað Íslendingum að víkka sjóndeildarhring sinn. Í ræðu frú Vigdísar Finnbogadóttur, þáverandi forseta Íslands á vígsludaginn í flug- stöðinni 1983 sagði hún m.a.: „Hver sá Íslendingur sem hingað kemur er annað tveggja á leið til að sækja sér þekkingu, viðskipti og menningu til annarra þjóða eða kominn í land eftir útivist sem víkkað hefur sjóndeildarhring hans. Hann er því á sömu braut og forfeður okkar fyrr á öldum, landkönnuður hins nýja tíma. Og er- lendir menn sem hingað koma eru sömu erinda, að líta annan heim en þann sem þeir eru vanastir og víkka þannig sinn sjónhring.“ Okkar fyrsti alvöru ferðamaður var Leifur Eiríksson og meira við- eigandi nafn var varla hægt að finna á flugstöðina okkar. Það er við hæfi að við minnumst hans framsýni þegar hann sigldi um höfin í leit að Vínlandi. Í dag treystum við á ferðamann heimsins sem skapar okkar samfélagi á Suðurnesjum betri lífsskilyrði. Við skulum hugsa vel um hann, hvort sem hann er að koma til landsins eða fara héðan. Þannig tryggjum við framtíðina betur. Börnin eru mikilvægustu ein-staklingarnir í kirkjunni. Þetta kann að hljóma sjálfgefið en svo hefur ekki alltaf verið. Stundum hefur barnastarf mætt afgangi. Menn hafa litið svo á að kirkjan sé aðeins vettvangur hinna fullorðnu og að börnin eigi að laga sig að siðum þeirra. Á síð- ustu áratugum hefur barnastarf kirkjunnar færst í aukana og má líkja því við vakningu. Í Keflavíkurkirkju eru börnin í aðalhlutverki. Við leggjum mikið kapp á að mæta þörfum þeirra. Í því sjáum við bæði mikil tækifæri til þess að tengjast fólki og þar með vaxa. Hitt skiptir meira máli - að barnastarfið er ein af frumskyldum okkar, þótt henni hafi ekki alltaf verið sinnt sem skyldi í gegnum tíðina. Börnin koma oft við sögu í boðskap Jesú Krists. Kristur hampar börnunum hvað eftir annað og ögrar þar þeim hugmyndum sem voru við lýði í umhverfi hans þar sem réttindi barna og barnavernd voru framandleg hugtök. Kristur sá eitthvað stórkostlegt í börnunum. Hann talaði oft um þau, ekki að- eins sem jafngild hinum fullorðnu, heldur jafnvel eitthvað æðra og merkilegra þeim sem slitið höfðu barnskónum. Þetta er leiðarljósið okkar og barna- starfið í kirkjunni á að bera svipmót þess boðskapar sem kirkjan flytur. Við getum talað þar um „barna- sáttmála“ kirkjunnar sem lýtur að þeirri þjónustu sem kirkjan vill veita börnum vítt og breitt um landið. Þar ber m.a. að horfa til þess hlutverks okkar að bjóða upp á æskulýðsstarf án endurgjalds. Þetta skiptir mjög miklu máli, ekki síst á tímum þar sem fjárhagurinn er oft knappur og lítið svigrúm á mörgum heimilum fyrir skipulegt tómstundastarf fyrir yngstu kyn- slóðina. Þarna hefur kirkjan nokkra sérstöðu. Þá á uppeldisstefna kristinnar trúar að vera í forgrunni – þar sem ekki er unnið í anda samkeppni og úrvalshyggju eins og víða er, heldur á starfsemin að endurspegla þann skilyrðislausa kærleika sem kirkjan boðar. Þar eru allir jafnir og ekki spurt um frammistöðu þegar kemur að þeirri athygli, þeim tækifærum og þeirri umhyggju sem hver og einn fær. Foreldrar eiga að geta gengið að því sem vísu að börnin njóti sín að verðleikum í starfi kirkjunnar. Þau finna það líka hversu mikilvæg þau eru, um leið og þau mæta í kirkjuna í sunnu- dagaskólanum. Þau safnast saman í kórnum og syngja lag fyrir framan stóran hóp fólks. Þau ganga í skrúð- göngu saman út úr kirkjunni og sameinast svo hinum messugestum í súpunni að messu lokinni. Að þessu sögðu er rétt að horfa til þess framboðs sem kirkjan stendur fyrir. Það nær allt frá fæðingu og fram til loka barnæskunnar – eða þegar einstaklingurinn hefur náð átján ára aldri: Foreldramorgnar eru í safnaðar- heimili Keflavíkurkirkju. Þar koma foreldrar saman (það er gaman fyrir einn og einn pabba að láta sjá sig og breyta þá mömmumorgnum í foreldramorgna!) og miðla hvert öðru af þekkingu og reynslusögum! Börnin leika sér eftir því sem þau hafa þroska til og stundum koma fyrirlesarar með fróðlegt efni fyrir þau sem ala upp börnin. Sunnudagaskólinn er jafnan fjöl- sóttur þar sem foreldrar, frænd- fólk eða afar og ömmur mæta með krílin og njóta samfélagsins. Börnin koma fram í upphafi mess- unnar og fólk skyldi gefa því gaum hversu þýðingarmikið það er að öðlast slíka reynslu. Boðið er upp á veitingar að samveru lokinni, bæði fyrir sunndagaskólann og foreldra- morgna. Æskulýðshóparnir eru aldurs- skiptir og fara fram í samstarfi við KFUM og KFUK. Þar stíga margir sín fyrstu skref sem leiðtogar, læra að taka ábyrgð og að starfa í hóp. Seint verður gert of mikið úr þeim félagsþroska sem börnin fá til við- bótar við hina dýrmætu næringu sem orð Guðs er fyrir þá sem eru á fyrstu metrunum í lífsgöngunni. Fermingarfræðslan er viðburðar- rík enda er fermingin stórmál. Í fræðslunni blandast saman skemmtun og fræðsla, ferðalög, söngur og þátttaka í því samfélagi sem kirkjan er. Sjálf fermingin er ein stærsta hátíðin í kirkjunni og enginn kemst óhrærður frá því að taka þátt í slíkum atburði með þessum efnilegu unglingum. Farskóli þjóðkirkjunnar er leið- toganám sem ætlað er þeim sem hafa verið virk í starfi kirkjunnar og eru tilbúin að verða leiðtogar í ungmennastarfi. Námið er fjöl- breytt og að því loknu útskrifast ungmennin með réttindi til þess að leiða hópastarf innan kirkjunnar. Lífsleikni í FS – Keflavíkurkirkja stendur fyrir lífsleiknikennslu í FS þar sem rætt er um líf og dauða, sorg og gleði og mikilvægar ákvarð- anir á lífsins leið. Gospelkór í FS – Söfnuðirnir á Suðurnesjum standa í sameiningu fyrir gospelkórstarfi fyrir nem- endur í FS. Energí og trú – er verkefni sem Keflavíkurkirkja stendur fyrir og miðar að því að efla og vekja ungt fólk með námskeiðum, ferðalögum og ýmsum viðburðum. Verkefnið hefur farið vel af stað og mætir það brýnni þörf. Þátttakendur læra mikilvæga lífslexíu og takast á við margvísleg verkefni sem tengjast því að vera sjálfstæð og ábyrg manneskja. Fjölmargir koma að barna- og æskulýðsstarfinu á vegum Kefla- víkurkirkju, bæði prestar, starfsfólk og sjálfboðaliðar. Innan kirkjunnar starfar s.k. æskulýðsnefnd sem er rýnihópur og hugmyndaveita fyrir æskulýðsstarfið. Fjölmargt hefur komið út úr starfi hópsins og er fólki velkomið að taka þátt í því hópastarfi ef það vill leggja sitt af mörkum til æskulýðsstarfsins í kirkjunni. Barnið er í aðalhlutverki í fagn- aðarerindi Biblíunnar og það á að endurspeglast í safnaðarstarfinu. Barnið er, þegar allt kemur til alls sá spegill sem segir okkur sann- leikann um okkur sjálf: verk okkar og gildismat. Ekkert veitir því betri innsýn í gæði kirkjustarfs en nálgunin við börnin okkar. Við í Keflavíkurkirkju stefnum að því að halda áfram á þessari braut og leggjum okkur fram um að bæta okkur í hverju skrefi. Skúli S. Ólafsson Sóknarprestur í Keflavíkurkirkju vs. 420 4301 gsm. 846 6714 www.keflavikurkirkja.is

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
46
Fjöldi tölublaða/hefta:
2168
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
12.02.2025
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (18.04.2012)
https://timarit.is/issue/380485

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (18.04.2012)

Aðgerðir: