Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2012, Síða 15

Víkurfréttir - 18.04.2012, Síða 15
15VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUdagUrInn 18. aPrÍL 2012 25 ÁRA AFMÆLI FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR FAGNAÐ Gullstemning Í OFFANUM Gullsleginn andi Austin Powers sveif yfir vötnum í 25 ára afmælispartýi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem starfsmönnum stöðvar- innar var boðið í á föstudagskvöldið í tilefni aldarfjórðungsafmælis í Officera klúbbnum á Ásbrú. Um 3-400 manns mættu með góða skapið og fjölmargir voru klæddir eftir uppgefnu þema sem var Austin Powers goldmember myndin en þar, eins og nafnið gefur til kynna, er það gullið sem er lykilorðið. Starfsmenn stærsta vinnustaðar á Suðurnesjum skemmtu sér hið besta við dans og drykk og góðir gestir eins og Herbert Guðmundsson, Buffið og Siggi Hlö sáu um að tónlistin væri við hæfi við þemað. Með- fylgjandi myndir tók Páll Ketilsson í Offanum. Eins og myndirnar sýna var stemning mikil í gamla yfirmannaklúbbi varnarliðsins á Vellinum. Sumir gengu svo langt að sérsauma gullbindi fyrir kvöldið. Nokkur hundruð starfsmenn í flugstöðinni gerðu sér svo sannarlega glaðan dag í tilefni aldarfjórðungsafmælis og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri (í Austin Powers gallanum) þakkaði þeim fyrir frábæra frammistöðu en Keflavíkurflugvöllur hefur tvívegis á undanförnum þremur árum verið kosinn besti flugvöllur í Evrópu í sínum stærðarflokki. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR ÞAKKAR SUÐURNESJAMÖNNUM SAMSTARFIÐ Í ALDARFJÓRÐUNG

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.