Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 8
8 miðvikudagurinn 18. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Líflegar kryddjurtir í eldhúsglugganum gefa góðan ilm í húsið og lífga upp á mataræðið hjá okkur. Sumardagurinn fyrsti er framundan og ekki seinna en vænna að fara að byrja ræktunina og sá fræjum. Kryddjurtir eru auðveldar í ræktun og mikil ánægja fylgir því að rækta sitt eigið krydd og grænmeti. Þær þurfa góða birtu, næringarríka mold, góðan áburð í byrjun og reglu- lega vökvun. Gott er að verða sér úti um frekari ráðleggingar um ræktun kryddjurta ef þið eruð að prófa í fyrsta sinn. Algengar kryddjurtir sem gott er að eiga í eldhúsglugganum eða úti á palli í pottum eru t.d. steinselja, basil, oreganó, kóríander, rósmarín og piparmynta. Kryddjurtir eru ekki aðeins góðar á bragðið heldur eru þær allar virkar lækninga- jurtir og auka þar með hollustugildi matarins og heilbrigði okkar. Rannsóknir á kryddjurtum hafa leitt í ljós að margar tegundir kryddjurta innihalda svokölluð jurtanæringarefni sem eru fyrirbyggjandi gegn ýmsum sjúkdómum. Krydd- jurtir má nota á marga vegu í matargerð en einnig má búa til te úr ferskum kryddjurtum en þá er sett 1 msk af kryddjurt í 1 b af soðnu vatni og látið trekkja í 10-15 mín. Pipar- mynta, salvía og sítrónumelissa henta vel í te. Piparmynta hefur góð áhrif á meltinguna og er er góð gegn ristilk- rampa. Salvía getur slegið á hitakóf hjá konum og þá þarf að drekka hana reglulega yfir daginn eða um 2-3 b á dag. Sítrónumelissa er vægt róandi og hentar því vel við streitu og spennu í líkamanum. Kryddum tilveruna okkar með bragðgóðum kryddjurtum og njótum heilsubæt- andi áhrifa þeirra. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is Á krydduðum nótum! www.facebook.com/grasalaeknir.is Söngleikurinn Stattu upp fyrir sjálfum þér! var settur upp á heimili mínu fyrir stuttu en hann er byggður á laginu Stattu upp sem hljómsveitin Blár ópal flutti eftirminnilega í söngvakeppni RUV en lag og texti eru eftir þá Ingólf Þórarinsson og Axel Árnason. Sögusviðið er heimilið mitt en söngleikurinn fjallar um hversu mikilvægt er að standa með sjálfum sér þrátt fyrir mótbyr, athugasemdir og jafnvel mótmæli annarra. Staðfesta í gegnum erfiða tíma er það sem hefur haldið mörgum manninum á floti og þá oft þrátt fyrir efasemdir úr öllum áttum. Fyrsti þáttur: Ég og unglingurinn vorum að spjalla saman. Hann langaði í bæinn að hitta vina sína á laugardags- kvöldi en var ekki viss um hvort hann nennti því. Ástæðan var að hann var ákveðinn í að drekka ekki þessa helgi og sagði að þá væri nánast ómögulegt að fara niður í bæ því þá kæmu athugasemdirnar: common maður, fáðu þér í glas, af hverju ertu ekki að drekka, ertu eitthvað veikur. nokkur glös drepa þig varla, vertu ekki svona leiðinlegur o.s.frv. Ég hlustaði á son minn og sveifla mér svo léttilega yfir í míkrófóninn og byrjaði að syngja: Loks hef ég tíma, tíma til að segja allt eins og er í stað þess að þegja þú þegir ef þú þorir ekki að segja mikið meira þú ættir í raun bæði að hlusta og heyra. Þú veist það vinur þú þarft að fara að trúa á þig mundu samt að hlusta á mig ef segi þér að nú sé tími til að snúa við og finna síðan innri frið! Leit síðan ákveðin í augu hans og söng hátt og skýrt: Stattu upp fyrir sjálfum þér!! við ræddum svo hvað það skipti miklu máli að vera ekki eins og lauf- blað í vindi sem sveiflast til og frá eftir áliti annarra. Það er sama hvernig lífi við ákveðum að lifa, það eru alltaf einhverjir sem hafa skoðanir á því og allra mikilvægast að standa með sjálfum sér í þessum lífsins ólgusjó. unglingsárin séu mikilvægur prófsteinn þegar kemur að staðfestu og á þeim árum getum við búist við að fá fullt af verkefnum sem reyni á þetta. gott og mikilvægt samtal þarna! annar þáttur: Síminn hringir og vinkona mín hinum megin á línunni að athuga hvort ég kæmi með henni í kokteilpartý um kvöldið. Ég hélt það nú, bauðst til að sækja hana því ég ætlaði að vera á bíl og enda á því að segja: fæ mér bara sódavatn og sítrónu til að losna við böggið.....ha ha, þykist vera með gin og tónik. Sonur minn hlustar á þetta, horfir á mig þegar ég legg símann á og segir: stattu með sjálfum þér hvað!!! Svo reif hann míkrófóninn og hóf upp raust sína: gerðu allt sem þig langar til ekki næstum því ekki hér um bil ekki gefast upp og ekki hætta við því þá muntu vinna meira og minna. Stattu upp fyrir sjálfum þér … Þriðji þáttur: Ég áttaði mig auðvita á mótsögninni – Hugo Þórisson uppeldis- frömuð með meiru birtist í svona hologram mynd í horninu á eldhúsinu og segir með James Earl Jones rödd : anna Lóa, það er ekki það sem þú segir sem skiptir öllu máli, frekar það sem þú gerir. Hugo hverfur jafnfljótt og hann birtist – púff! Hér er ég kona á fimmtugsaldri að segja syni mínum eitt en geri sjálf allt annað. Hvað er málið – hverjum kemur við hvort ég fái mér sódavatn í kokteilpartýi eða ekki! af hverju þykir það sjálfsagt að í partýum þar sem vín er veitt eigi allir að drekka nema viðkomandi sér óvirkur alkóhólisti, ófrísk, á lyfjum, með ofnæmi, æfa fyrir ólympíuleikana, eða með aðra haldbæra skýringu aðra en: mig langar ekki að drekka. En skilboðin eru: HaLLÓ, það langar aLLa í vín aLLTaF og þú ert alveg að leggja þitt af mörkum til að gera þetta að fýlupúkapartý ársins sko!!! Ég skildi unglinginn minn betur og áttaði mig á því að það er ekki alltaf auðvelt að standa með sjálfum sér. Það er bara einhvern veginn þannig að það eru ákveðin skotleyfi á fólk sem fer sínar eigin leiðir. Sama hvort það er að sleppa víni eða einhverju öðru þá mEga aðrir hafa sterkar skoðanir á því – svona rétt eins og maður sé ekki alveg normal. Þetta getur í raun átt við hvaða hluti sem er í lífi okkar og sömu athugasemdir heyrast gjarnan þegar fólk breytir um mataræði, fer að hreyfa sig meira eða ákveður að breyta lífi sínu á annan hátt. Þrátt fyrir að vissulega reyni á okkur á unglingsárunum varðandi staðfestu þá held ég að við séum ansi lengi að átta okkur á að við erum sjálf sérfræðingarnir í eigin lífi og lendum frekar í vanda þegar við hættum að hlusta á okkar innri rödd og förum að sveiflast eftir röddum annarra. Lokaþátturinn: við mæðginin stöndum þétt saman og syngjum saman loka erindið: vertu réttur maður á réttum stað því það dugar ekkert sem er minna en það vertu sterkur ef það er eitthvað að lifðu lífinu lifandi á sérhverjum stað. Stattu upp fyrir sjálfum þér Tjöldin dregin fyrir – sýningin verður endurtekin eftir þörfum! Gleðilegt sumar og þangað til næst - gangi þér vel! Anna Lóa Ólafsdóttir Söngleikurinn „Stattu upp fyrir sjálfum þér!!“ Nú er að renna út sá frestur sem gefinn var til að sækja um verkefnastyrk til Menningarráðs Suðurnesja. Mennta- og menningarmálaráðherra, iðnaðarráðherra og Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum gerðu með sér samning um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum um menningar- mál og menningartengda ferðaþjónustu. Markmið samningsins eru að: • Efla samstarf á sviði menningarmála á svæðinu. • Stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í menn- ingu og menningartengdri ferðaþjónustu. • Fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar og lista. • Menningarstarfsemi styðji við ferðaþjónustu. Frestur til að sækja um rennur út þann 20. apríl. Um- sóknareyðublöð og allar upplýsingar er að finna á http://menning.sss.is Menningarráð Suðurnesja hefur frá árinu 2007 út- hlutað styrkjum til menningarverkefna á Suðurnesjum. Mörg frábær verkefni hafa orðið til á þessum árum og sum þeirra komin til að vera. Öll hafa þessi verkefni styrkt menningarlífið á Suðurnesjum og verið hvatning til frekari uppbyggingar á menningarsviðinu. Á síðasta ári tók Menningarráð þá ákvörðun að styrk- upphæðir yrðu í framtíðinni hærri til verkefna og þar með verða verkefnin færri sem munu hljóta styrki. Því miður bar orðið á því að styrkþegar treystu sér ekki af stað með þau verkefni sem styrkur fékkst til, vegna þess hvað styrkupphæðin var lítill hluti af kostnaði verkefnisins. Með þessum breytingum er m.a. horft til stærri menningarviðburða og viðburða sem geta orðið atvinnuskapandi til lengri tíma litið. Með þessari breytingu vonast Menningarráðið til að gott menn- ingarlíf á Suðurnesjum eflist enn frekar. Á Suðurnesjum er mikið af skapandi og skemmtilegu fólki sem vill efla ímynd svæðisins. Fátt er betur fallið til bættrar ímyndar en öflugt og kraftmikið menningarlíf byggt á traustum grunni. Með fagmennsku í fyrirrúmi í öllu sem við gerum í menningu og menningartengdri ferðaþjónustu, sköpum við á svæðinu atvinnutækifæri tengdum þessum greinum. Um leið byggjum við upp góða ímynd fyrir Suðurnes í heild sinni og aukum áhuga landsmanna á að sækja okkur heim. Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri Heklan – Atvinnuþróunarfélag Áhugafólk um myndlist ætti ekki að láta sýningu Jóns Ax- els Björnssonar, Tilvist, framhjá sér fara en á sunnudaginn kl. 14:00 tekur listamaðurinn sjálfur á móti gestum í sýningarsal Lista- safnsins í Duushúsum. Til sýnis eru ný olíumálverk og vatns- litamyndir eftir Jón Axel þetta er fyrsta stóra sýning hans í áratug. Jón Axel var meðal nokkurra listamanna sem komu fram undir merkjum „nýja málverksins“ snemma á níunda áratugnum, en skar sig snemma úr þeim hópi fyrir sjálfstæð vinnubrögð, ekki síst frá- sagnarlegan stíl sem snerist framar öðru um margháttaðan mannlegan vanda í lítt skiljanlegum heimi. Í framhaldinu hefur myndlist Jóns Axels tekið ýmsum listrænum breytingum, orðið einfaldari og grafískari í formi, síðan nokkuð höll undir þrívíddarlist, jafnvel innsetningarformið. Nýjustu mál- verk hans eru opin og lífræn að formi og margræð að merkingu, en frásögnin í þeim snýst sem fyrr um leitina að einhvers konar haldreipi í hringiðu lífsbaráttunnar. Sýningin stendur til 6. maí. Henni fylgir vönduð sýningarskrá með fjölda ljósmynda og texta um lista- manninn. Aðgangur að Listasafn- inu er ókeypis og þangað eru allir velkomnir. Menningarverkefni – umsóknir Listamannsleiðsögn á sunnudag

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (18.04.2012)
https://timarit.is/issue/380485

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (18.04.2012)

Aðgerðir: