Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUdagUrInn 18. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR25 ÁRA AFMÆLI FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR FAGNAÐ
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
var 25 ára 14. apríl sl. og var
því fagnað sérstaklega sl.
föstdag með afmælishófi í
gamla yfirmannaklúbbnum á
Keflavíkurflugvelli, nú nefnt
Ásbrú.
Ögmundur Jónasson, ráð-
herra samgöngumála og
Þórólfur Árnason, stjórnar-
formaður Isavia, rekstraraðila
flugstöðvarinnar fluttu stutta
tölu og fögnuðu áfanganum.
Fleiri góðir gestir voru í
hófinu, m.a. nokkrir aðilar
sem komu að byggingu
stöðvarinnar sem opnuð var
formlega 14. apríl 1987 að
viðstöddum um þrjú þúsund
gestum.
Í ræðu Þórólfs kom einnig
fram að flugstöðin hefur
fengið nokkrar viðurkenn-
ingar á undanförnum árum
fyrir góða frammistöðu og
þjónustu og hefur flug-
völlurinn í tvígang verið val-
inn sá besti í sínum flokki í
heiminum á undanförnum
þremur árum.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar í afmælishófinu.
Að því loknu var haldinn
dansleikur fyrir starfsmenn
stöðvarinnar til að fagna
aldarfjórðungsafmæli og
frábærum árangri.
Aldarfjórðungsafmæli Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar fagnað
Þórólfur Árnason, flutti ræðu í tilefni
aldarfjórðungsafmælisins.
F.v. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, form. byggingarnefndar
flugstöðvarinnar, Helgi Ágústsson, Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
og Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra.
F.v. Þórólfur Árnsson, form. núverandi stjórnar Isavia, Gísli Guðmundsson
og Ellert Eiríksson fyrrverandi stjórnarmenn og Helgi Ágústsson, fyrr-
verandi formaður Varnarmálanefndar Utanríkisráðuneytisins.
Guðrún Hákonardóttir, Kristján Pálsson og
Sóley Halla Þórhallsdóttir, kona hans.
Sigríður Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum og
Jónína Sanders, fyrrv. bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Margt góðra gesta fagnaði með flugstöðvarfólki á
afmælisdaginn í yfirmannaklúbbnum á Ásbrú.
Hér er Ásta Dís Óladóttir (önnur frá vinstri), framkvæmdstjóri
Fríhafnarinnar brosmild með góðum gestum.
Samstarfsmenn úr flugstöðinni, Arnar, Valur og Kristinn voru klæddir í stíl
við partýið sem tók við með starfsmönnum flugstöðvarinnar.
Björgólfur
Jóhannsson er
stjórnarformaður
Icelandair keðj-
unnar og Siggi
Hlö er diskóstjóri
Íslands.
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
ÞAKKAR SUÐURNESJAMÖNNUM SAMSTARFIÐ Í ALDARFJÓRÐUNG