Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 23
23VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 18. aPrÍL 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. happanærbuxurnar Ég er ekki hjátrúafullur maður. Hvorki í íþróttum né öðru. Ég get gengið undir stiga eða horft á svartan kött fara yfir götu án þess að fá hjartsláttartruflanir af hræðslu yfir þeim hræðilegu hlutum sem gætu gerst. Ég er hins vegar vanafastur maður. Ég spila og æfi til dæmis alltaf í sömu nærbuxunum. Forkunnarfagrar Superman nærbuxur sem voru ekki bara keyptar útlitsins vegna, heldur það sem mestu máli skiptir þá eru þær ótrúlega þægilegar. Þær eru hins vegar farnar að láta töluvert á sjá. Þeir sem eru svo lánsamir að hafa borið mig augum í þeim hafa verið duglegir að benda mér á það. Það er samt ekki auðvelt fyrir mig að losa mig við þær, þrátt fyrir að þær séu orðnar götóttari en vörnin hjá Tottenham. Ekki það að ég haldi að ég muni spila verr án þeirra, hlutir sem reynast manni vel verða manni einfaldlega kærir (ég geri mér grein fyrir því að ég er að skrifa um nærbuxur). Margir íþróttamenn eru vanafastir eða hjátrúafullir hvernig svo sem menn líta á það. Ég er klárlega ekki sá sem er verstur í þeim efnum. Þegar ég spilaði með Jónasi Guðna Sævarssyni fór hann ekki inn á völlinn án þess að vera í eldgömlum Brian Laudrup bómullarbol. Það er kannski ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hann var um það bil 5 mínútur að koma sér í bolinn fyrir leik. Hann var orðinn svo tættur og rifinn undir lokin að ekki var nokkur leið að sjá hvaða gat var ermi, hálsmál eða eitthvað annað. Ég hefði ekki einu sinni notað bolinn fyrir gólftusku. Jónas hafði nefninlega einu sinni klikkað á því að vera í bolnum í leik og þá tognaði hann illa. Hann lagði 2 og 2 saman og fékk það út að bolurinn verndaði hann gegn illum meiðslaöndum og spilaði þess vegna ætíð í honum upp frá því. Ég held að það hafi verið amma hans sem bjargaði svo bolnum með því að sauma hann utan á annan bol. Trúi ekki öðru en að hann sé notaður enn í dag. Svona hluti sér maður út um allt í boltanum. Menn fara fyrst í vinstri skóinn, ganga síðastir út á völl, signa sig í tíma og ótíma. Það myndi væntanlega flokkast undir trú en ekki hjátrú reyndar. Maður sér lítið af því á Íslandi en meira í Suður-Evrópu og Amer- íku, enda held ég að ef Jesú fylgist með fótbolta þá sé íslenska deildin ekki ofarlega á lista hjá honum. Sumir trúa því einfaldlega að ef þeir gera ákveðna hluti sem ekkert hafa í raun með fótbolta að gera þá spili þeir betur. Ég trúi því að ef mér líður vel þá spila ég vel. Mér líður vel í þessum nærbuxum. Mér líður vel með að sitja á ákveðnum stað í klefanum fyrir leik. Borða ákveðinn mat og svo framvegis. Mér líður vel með hluti og aðstæður sem ég þekki. Hlutir sem koma ekki beint fótboltaleiknum við en koma mér samt í ákveðna stemningu og hugarástand. Það getur verið mjög stressandi að spila fótbolta fyrir framan fullt af fólki, sem allt hefur skoðun á því sem maður gerir. Þá finnst mér ansi mikil- vægt að eiga einhverja litla „happahluti“ sem láta manni líða vel sama hversu asnalegir þeir eru. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum. Við léttum þér VorVerkin Vnr. 85729000 UNDRI penslasápa, 1 l. 1.149kr. Lengdu Líf húsgagnanna Liberon vörur til að lífga upp á húsgögn og innréttingar sparaðu aftur og aftur Notaðu pensilinn endalaust olíur, Yfirborðsefni, litarefni, Viðgerðarefni og Vax. Málarameistari BYKO ráðleggur við val á málningu og viðarvörn miðvikudaginn 18. apríl kl. 11:00-17:00 í BYKO Suðurnesjum. MáLningarráðgjöf 18. apríL í BYKo! 5.990kr. Vnr. 89436375-394 PINOTEX pallaolía, glær, græn, brún eða pine, 5 l. Allt fyrir viðhald tréhúsgagna, pallinn og grillið Ve rð ve rn d BY KO tr yg gi r þ ér læ gs ta v er ði ð. E f þ ú ka up ir vö ru h já o kk ur o g sé rð s öm u eð a sa m bæ ril eg a vö ru a ug lý st a ód ýr ar i a nn ar s st að ar , i nn an 2 0 da ga , e nd ur gr ei ðu m v ið þ ér m is m un in n og 1 0% a f h on um a ð au ki ! N jó ttu v el . Sj á ná na ri up pl ýs in ga r o g sk ilm ál a á w w w .b yk o. is AÐALFUNDUR Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Suðurnes verður haldinn mánudaginn 30. apríl kl. 19:00 Venjuleg aðalfundarstörf  Stjórn Björgunarsveitarinar Suðurnes Holtsgötu 6, Njarðvík sími 823 8337 YOGA-HÚSIÐ OPNIR TÍMAR Í SUMAR Í tilefni 5 ára afmælis okkar breytum við til og bjóðum upp á opna tíma fram í júnílok. Upplýsingar og skráning í síma 823 8337

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (18.04.2012)
https://timarit.is/issue/380485

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (18.04.2012)

Aðgerðir: