Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 18.04.2012, Blaðsíða 17
17VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 18. aPrÍL 2012 jómfrúarbikarar Það er ekki lengra síðan en árið 2005 sem Njarðvíkingar drógu l ið sitt úr keppni í kvennaboltanum en þá voru einungis 3-5 leikmenn að mæta á æfingu hjá liðinu og áhuginn og metnaður virtist lítill hjá bæði leikmönnum og félaginu sjálfu. Meðal leikmanna sem hurfu þá á braut voru þær Margrét Kara Sturludóttir og Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir sem gengu til liðs við Keflvíkinga en þær eru báðar uppaldar hjá Njarðvík og voru gríðarlega efnilegar á þeim tíma, og urðu á endanum landsliðsmenn í íþróttinni. Ingibjörg hefur nú snúið til baka og reyndist Njarðvíkingum afar dýrmæt á lokasprettinum. Árin 2007 og 2008 lék liðið í 1. deild en svo fóru hjólin aftur að snúast. Aftur komst liðið svo í deild þeirra efstu árið 2009 og má með sanni segja að leiðin hafi legið upp á við síðan þá. Það voru ekki margir sem reiknuðu með því að Njarðvíkingar myndu vinna titil, hvað þá tvo, þegar Íslandsmótið í körfubolta hófst síðastliðið haust. Stúlkunum hans Sverris Þórs Sverrissonar var spáð 6. sæti hjá fyrirliðum og þjálfurum Iceland Express- deildarinnar og samkvæmt þessari spá átti liðið ekki einu sinni heima í úrslitakeppninni. „Ég held að þetta verði mun jafnara en oft áður og maður er bara spenntur að fara að byrja. Spá er bara spá og bæði ég og leikmenn mínir teljum okkur geta mun betur og stefnum á að gera það,“ sagði Sverrir þjálfari í samtali við Víkurfréttir fyrir Íslandsmótið í haust. „Við ætlum bara að halda markmiðum okkar innan liðsins en þau eru töluvert hærri en þetta,“ bætti Sverrir við en þó leyfir maður sér að efast um að Sverri hafi dreymt um tvo bikara á þessum tímapunkti. Liðið var mikið breytt frá því árinu áður og margir ungir og óreyndir leikmenn að koma inn í liðið með veigameira hlutverk. Það var ekki margt í leik liðsins sem virtist afsanna þessar spár því liðið byrjaði tímabilið með miðlungs spilamennsku og neikvæðu vinningshlutfalli framan af. Þó mátti sjá merki þess að mikið byggi í þessu liði og það sannaðist kannski best þegar Njarðvíkingar niðurlægðu granna sína frá Keflavík, ríkjandi Íslands- og bikarmeistara, með því að sigra þær með 40 stiga mun í Ljónagryfjunni rétt fyrir jól. Þá hafa vafalaust einhverjir áttað sig á því að liðið væri til alls líklegt í annars jafnri og spennandi deild. Það má þó ekki gleyma því að Njarðvíkingar léku til úrslita í fyrra gegn Keflvíkingum en töpuðu þeirri viðureign 3-0 þrátt fyrir hetjulega baráttu. Miklar breytingar áttu þó eftir að eiga sér stað á leikmannahópnum. Upprisan úr ösku áhugaleysis Njarðvíkingar lönduðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í körfubolta kvenna um síðastliðna helgi er þær sigruðu Hauka á útivelli með 76 stigum gegn 62. Leikir liðanna í rimmunni höfðu verið sveiflukenndir og spennandi og höfðu bæði lið náð að sigra á útivelli áður en Njarðvíkingar lokuðu dæminu. Áhorfendur Njarðvíkinga mættu vel á leikinn á laugardag og vart mátti greina á milli hvort liðið væri á heimavelli. Fögnuður liðsins og áhorfenda var mikill enda voru Njarðvíkingar að ljúka ótrúlegu tímabili þar sem tveir titlar fóru á loft. Lele Hardy var illviðráðanleg í vetur. Hún var réttilega kjörin leikmaður úrslitakeppninnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (18.04.2012)
https://timarit.is/issue/380485

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (18.04.2012)

Aðgerðir: