Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 2
 NEytENdaBlaðið 1. tbl. 59.árg. mars 2013 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Umsjón með gæðakönnun: Ian Watson Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Kinecodes- hönnunardeild Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Yaymicro.com Upplag: 9.700 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 5.200 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytenda­ samtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: 60nesa Leiðari 2 Fréttir frá NS 3 Neytendasamtökin í 60 ár 6 Þvottavélar ­ gæðakönnun 10 Frá formanni 13 Pistill: Ingibjörg Gunnarsdóttir 14 Rafmagnsverð 15 Myglusveppir í húsum 16 Matvælafréttir 18 Varalitir 19 Sóun matvæla 20 Asó­litarefni 21 Heilsufullyrðingar 22 Í þá gömlu góðu daga 24 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Neysluhyggjan ekki ný af nálinni Gömul Neytendablöð eru frábært lestrarefni enda uppfull af heimildum um merkilega baráttu Neytendasamtakanna og sögu íslenskra neytenda síðustu sex áratugina. Þegar Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur flutti heim frá Svíþjóð að loknu námi blöskraði honum hve samtakamáttur neytenda var lítill. Í útvarpserindi sem Sveinn flutti haustið 1952 fór hann yfir stöðu neytenda hér á landi en hún var talsvert frábrugðin stöðu annarra hagsmunahópa í þjóðfélaginu. Reynd- ar hafði fram að þessu varla verið litið á neytendur sem sérstakan hags- muna hóp. Sveinn komst svo að orði: „Ekkert er eðlilegra en að framleiðendur yrðu langtum fyrri til en neytendur að stofna með sér samtök. Það er auðveldara að stofna félag pylsugerðar- manna en félag manna sem eta pylsur. Það er fljótlegra að hóa þeim saman en hinum síðarnefndu. Mönnum finnst að sjálfsögðu eðlilegra, að þeir sem hafi pylsugerð að atvinnu myndi með sér samtök, þar sem gera megi aftur á móti ráð fyrir að hinir hafi það ekki að atvinnu að eta pylsur. En það eru ekki sams konar störf út af fyrir sig, sem skipa mönnum saman, heldur fyrst og fremst sameiginlegir hagsmunir.“ Sveini varð að ósk sinni þegar Neytendasamtökin voru formlega stofnuð 23. mars 1953 og var hann kjörinn fyrsti formaður samtakanna. Útvarpserindið sem hér er vitnað í var gefið út á prenti 1954 og má segja að það hafi verið fyrsti vísirinn að útgáfu Neytendablaðsins. Í næstu blöðum rifjum við upp sögu Neytendasamtakanna. Á sumum sviðum hefur vissulega náðst mikill árangur. Hér áður fyrr þótti til dæmis ekki ástæða til að merkja matvæli með innihaldslýsingu eða síðasta sölu- degi, nema auðvitað ef varan var seld úr landi. Þá náðu Neytendasamtökin á endanum að koma einokunarfyrirtækinu Grænmetisverslun ríkisins á kné með dyggri aðstoð neytenda. Merkingar á erfðabreyttum mat, bann við BPA í pelum og bætur fyrir verðsamráð olíufélaganna eru einnig örfá dæmi um árangursríka baráttu. Á öðrum sviðum er þó eins og það hafi varla orðið nokkur framþróun. Margar greinar í gömlum Neytendablöðum fjalla til dæmis um neyslugleði landans. Við höfum þegar birt hér í blaðinu pistil Sveins um sóun og offjárfestingu íslenskra heimila, sem skrifaður var 1961, en þar talar Sveinn tæpitungu- laust eins og honum var einum lagið. Sveinn leiðir að því líkur að við höfum átt Evrópumet í kaupum á stórum saumavélum því ekki þýddi annað en bjóða íslenskum húsmæðrum hin fullkomnustu tæki sem aldrei væru þó nýtt til fulls. Sveinn gagnrýndi þessa sóun og taldi bæði sölumenn og neytendur sjálfa eiga sök að máli. Á blaðsíðu 6 má lesa áhugaverðan pistil eftir Svein frá árinu 1967. Aftur gerir hann neysluhyggjuna að umfjöllunarefni og bendir á að ánægjan við að kaupa hlaupi oft með okkur í gönur. Sveinn hvatti neytendur til að halda utan um útgjöld einnar viku til að fá betri tilfinningu fyrir verðlagi. Hann viðurkenndi að vissulega væri neytendum vorkunn að fylgjast með verði vegna sífelldra verðbreytinga en þeir yrðu þó að taka sig á. Orðrétt segir hann: „En þó verður það að segjast, að önnur eins vanþekking á verði hinna daglegu lífsnauðsynja og hér er, á sér vart hliðstæðu með neinum menningarþjóðum.“ Sveinn benti ennfremur á að ef neytendur losuðu sig ekki við vanmáttar kenndina væri starf Neytenda samtakanna unnið fyrir gýg. Íslenskir neytendur eru sem betur fer ekki lengur uppfullir af vanmáttar- kennd. Áhugi á neytendamálum hefur farið vaxandi og fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Það er kannski helst þetta með neysluhyggjuna sem vefst fyrir okkur, eða eins og Sveinn sagði sjálfur: „Flest okkar eru þannig gerð að við njótum þess að kaupa – bara kaupa.“ Brynhildur Pétursdóttir NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // lEiðariNN2

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.