Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Síða 4

Neytendablaðið - 01.03.2013, Síða 4
Ársskýrslur NS fyrir Leigjenda- þjónustuna, Evrópsku neytenda- aðstoðina og Leiðbeininga- og kvört- unarþjónustuna eru komnar út og eru aðgengilegar á heimasíðu NS. Nóg að gera hjá leigjenda­ aðstoðinni Leigjendaaðstoðin fékk 1.431 fyrir- spurn á árinu, eða 119 að meðaltali á mánuði. Umtalsverð fjölgun varð á milli ára og ljóst er að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu. Flest mál snúast um viðhald og ástand leiguhúsnæðis og uppsögn leigusamnings. Mjög góðar upplýsingar um réttindi og skyldur leigjenda má finna á heimasíðunni leigjendur.is sem leigjendur eru hvattir til að kynna sér. kvörtunarþjónustan Á árinu bárust NS 6.867 fyrirspurnir frá neytendum og er það nokkur fækkun á milli ára. Þeir málaflokkar sem helst er kvartað yfir eru bifreiðar, tölvur, farsímar, fatnaður, þjónusta fjármálafyrirtækja , matvæli og flug. Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa samband eða í 54% tilfella. Þá eru 42% af þeim sem leita til samtakanna utanfélagsmenn. met hjá Evrópsku neytenda­ aðstoðinni Nýtt met var sett í fjölda kvörtunar- mála hjá Evrópsku neytendaaðstoðinni (ECC). Er það í sjálfu sér ánægjulegt þar sem ætla má að aðstoðin sé orðin þekktari meðal almennings. Flest málin vörðuðu leigu á bílaleigubílum og farþegaflug. Ný og ítarleg heima- síða, www.ena.is, var tekin í gagnið á árinu og eru ferðalangar eindregið hvattir til að kynna sér efni hennar. Árskýrslur NS Í ljósi þess að Neytenda- samtökin fagna 60 ára afmæli hefur ríkisstjórnin styrkt samtökin um eina milljón krónur. Sótt var um styrk til að mæta kostnaði við að láta mynda öll eintök Neytenda- blaðsins frá upphafi og gera þau þannig aðgengileg á timarit.is. Þá munu samtökin vinna sýningu um sögu NS en af nógu er að taka þegar baráttan fyrir bættum hag neytenda er rifjuð upp. ­ Upplýsingar um starfið Styrkur í tilefni af afmælisári NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // molar Þær fréttir bárust nýlega frá Danmörku að dómstólar þar í landi hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt að rukka konur um hærra verð fyrir klippingu en karla. Jafnréttisstofa hefur sent erindi til Samtaka iðnaðarins og lýst yfir þeirri afstöðu að það sama eigi við hér á landi. Verð á klippingu eftir kyni teljist í raun mismunum á grund- velli kyns og slíkt sé óheimilt samkvæmt jafnréttislögum. Eðlilegra sé að miða við hversu umfangsmikið verkið er, þ.e. hversu langan tíma það taki að klippa viðkomandi en ekki hvort verið sé að klippa karl eða konu. Það er því hugsanlegt að við munum sjá breyttar verðskrár á hárgreiðslustofum í framtíðinni. Ekki dýrara að klippa dömu en herra - Breyttar verðs krár í framtíðinn i? 4

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.