Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 15
sem þessir mikilvægu fæðuflokkar fá í búðinni „skot“. Á um það bil fimm fermetrum, þar sem varla er hægt að snúa sér við, hvað þá koma innkaupavagninum almennilega fyrir, má finna nokkrar tegundir af ávöxtum og nokkrar tegundir af græn meti. Úrvalið er ekkert sérstakt, gæðin mjög misjöfn og þarna hef ég oftar en ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum í fyrri innkaupaferðum. Kosturinn er hins vegar sá að ég get alltaf gengið að dýrindis tómötum og gúrkum, enda eru þær vörur framleiddar í nærumhverf inu. Tómatarnir hafa bjargað mörgum annars mjög til breytingarsnauðum máltíðum og eru auk þess vinsælt snakk á heimilinu. Ég reyni mitt besta að velja það sem mér líst á, enda þarf fjölskyldan mín rúmlega kíló af þessum mikilvægu vörum á degi hverjum. Eftir að hafa athafnað mig í ávaxta- og grænmetisskotinu gríp ég mjólkurvörur á mjög þröngum gangi og þakka fyrir að ekki sé meiri umferð í búðinni, enda ekki hægt að koma annarri innkaupakerru framhjá meðan ég sæki mjólkur vörur í kælinn. Ég á ennþá eftir nokkurn spöl að af greiðslu - kassanum. Við endann á þrönga mjólkurvöru ganginum geng ég inn í stórt rými. Varlega áætlað er þetta rými að minnsta kosti þrisvar sinnum stærra en ávaxta- og grænmetisskotið. Nammibarinn þekur einn vegg og á um það bil fimm metra löngum vegg má finna allar þær tegundir af súkkulaði og sælgæti sem hugurinn gæti girnst. Búið er að þrengja aðeins að nammirýminu með því að koma fyrir tveggja metra háum stafla af kartöfluflögum í kössum á miðju gólfinu. Á þessum stað í búðinni leyfi ég mér reglulega að hneykslast á því hversu miklu plássi í þessari annars ágætu búð er sóað í vörur sem við þurfum ekki á að halda meðan varla er hægt að snúa sér við á öðrum stöðum. Hvað ætli hillupláss undir allar þessar vörur kosti? Ég endurraða vörunum í búðinni eldsnöggt í huganum og ímynda mér að ég sé stödd í rúmgóðu og fallegu ávaxta- og græn- metis rými með hnetu- og baunabar í stað sælgætis- barsins. Ég vakna þó upp af draumum mínum við afgreiðslu kassann og verð fyrir vonbrigðum þegar afgreiðslustúlkan tilkynnir mér hvað ég eigi að borga mikið. Reyni samt að brosa og vona að einhvern tímann eigi ég kost á því að versla í búð þar sem fæst „bara það sem ég þarf“. -IG- Sælgætisbarir fá gott pláss í flestum verslunum. Hvar er ódýrast að kaupa rafmagn? Það er ekki auðvelt fyrir neytendur að átta sig á hvað raforkan kostar enda eru raforkureikningar flóknir og þar að auki tvískiptir. Raforkukaup í dag fylgja nefnilega sömu reglum og sófakaup þar sem annars vegar er greitt sérstaklega fyrir sófann sjálfan og hins vegar fyrir flutninginn á honum heim. Dreifing raforku er sérleyfisþáttur en sala á raforku er hins vegar á sam- keppnismarkaði og öllum er frjálst að skipta um orkusöluaðila. Sex aðilar selja rafmagn á markaði í dag. Þó að verðmunur á milli fyrirtækja sé ekki yfirþyrmandi þarf það ekki endilega að þýða skort á samkeppni. Öll fyrirtækin selja nákvæmlega sömu vöru og ættu því að elta, eftir bestu getu, lægsta boð hverju sinni. Hjá öllum orkusöluaðilunum hefur verð á söluhluta raforku t.d. haldist undir vísitölu neysluverðs ólíkt sumum dreifiveitunum sem hækkað hafa verð umfram vísitöluna undanfarin ár. Til að auðvelda raforkukaupendum að átta sig á raforkukostnaði heimila og bera saman verð á milli söluaðila hefur Orkusetur sett upp einfalda reiknivél á heimasíðu sinni, www.orkusetur.is Þar má einnig finna mikið af góðum upplýsingum um orkusparnað almennt. - Moli frá Orkusetri 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.