Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 17
Eins og sjá má á þessum myndum er húsið illa farið af leka. Verst var ástandið í kjallaranum þar sem viðvarandi raki myndaði kjöraðstæður fyrir myglusveppi. Heilbrigðisfulltrúar leiðbeina Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga fara ekki varhluta af áhyggjum húseigenda og leigjenda og hefur fyrir- spurnum vegna myglu í húsnæði fjölgað mikið. Heilbrigðisfulltrúar leiðbeina fólki um úrbætur en þeir mæta almennt ekki í hús nema í undantekningar- tilfellum. Það getur þó gerst að heilbrigðisfulltrúi taki út húsnæðið, rétt eins og í málinu sem hér var rakið, en þá liggur fyrir staðfestur grunur um að ekki sé allt með felldu. Þá eru til fyrirtæki, svo sem Hús og heilsa, sem sérhæfa sig í svona málum. getur mygla verið skaðleg heilsunni? Geymist á þurrum stað! Þessi varnaðarorð á lyfjaumbúðum má yfirfæra á fólk og híbýli þess segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún hefur ekki farið varhluta af auknum áhyggjum fólks af myglu í húsnæði og greinir oft sýni úr sýktum húsum. Sýni úr leiguhúsnæðinu sem fjallað er um hér að framan rötuðu inn á rannsóknastofu Guðríðar Gyðu. Rannsókn hennar leiddi í ljós að í húsinu var fjölbreyttur sveppagróður, þar á meðal sveppur sem nærist á þráðormum, en einnig dauðir mítlar og smádýraskítur. Það var því greinilega líf í húsinu í orðsins fyllstu merkingu enda var mat sérfræðinga að það væri ekki íbúðarhæft. En telur Guðríður Gyða að fólk þurfi að vera betur á varðbergi eða er umræðan um myglu og húsasótt orðum aukin? „Fólk þarf tvímælalaust að fylgjast með því að húsnæðið haldist þurrt og gera við um leið og vart verður við leka. Þá þarf að þrífa myglu strax og hún sést og fylgjast með því hvort hún vaxi upp aftur. Ef fólk telur að veikindi megi rekja til myglusveppa í húsnæði er besta ráðið að prufa að vera án mengaðra hluta í myglulausu húsnæði í nokkra daga og fylgjast með líðan sinni. Ef líkur eru á að veikindi tengist húsi verður að leita uppi raka og þá myglu sem honum fylgir.“ Guðríður Gyða segir að það geti þurft að kalla til sérfræðing, til dæmis húsasmið, og gott sé að fara yfir sögu hússins og skoða hvort forn mygla gæti leynst á bak við eitthvað. „Við myglu innanhúss þarf að bregðast af öryggi og festu,“ segir Guðríður Gyða að lokum. -BP- væri ekki íbúðarhæft. Konan leitaði í kjölfarið til lögfræðings þar sem hún vill fá afslátt eða endur- greiðslu af leigunni en hún borgaði 120 þúsund á mánuði í leigu, utan hita og rafmagns. Þá er hugsanlegt að hún gæti átt skaðabótakröfu á eiganda hússins vegna fjártjóns og heilsutjóns sem fjölskyldan hefur orðið fyrir. guðríður gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.