Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 16
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // myglusvEppir Fréttir af myglusvepp í húsum hafa verið áberandi að undanförnu. Neytendasamtökin fá alltaf einhverjar fyrirspurnir frá leigjendum sem telja að húsnæðið sem þeir leigja sé óíbúðarhæft vegna myglu. Oft er um smávægileg vandamál að ræða sem hægt er að lagfæra með litlum tilkostnaði, jafnvel bara með því að lofta betur út. En af og til koma upp alvarlegri mál. Óíbúðarhæft vegna myglu Ung einstæð móðir hafði samband við Neytendasamtökin og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún hafði leigt í gömlu húsi í eitt ár ásamt móður sinni og tveimur börnum. Mikill raki var í hús- inu, sem komið er töluvert til ára sinna, og viðhaldi hafði lítið verið sinnt. Móðir konunnar var orðin veik og hafði fengið þá greiningu hjá lækni að hún væri komin með ofnæmi fyrir myglusvepp og þyrfti að flytja út. Börnin tvö voru auk þess ásamt móður sinni farin að finna fyrir einkennum í öndunarfærum og þegar fjölskyldan flutti úr húsnæðinu voru allir farnir að nota astmapúst. Húsgögn og stór hluti af innbúi, svo sem föt, voru skilin eftir í húsinu þar sem móðirin var komin með ofnæmi fyrir myglusveppum og gat því ekki verið innan um hluti sem í geta leynst sveppgró eða önnur sveppaefni. Konan var í sambandi við leigusala í tölvupóstum og í síma og gerði hann lítið úr áhyggjum konunnar og krafðist þess að fá greiðslu þótt konan væri flutt út. Strangt til tekið var samning- urinn ekki runnin út en konan vildi ekki greiða meiri leigu í ljósi þess að hún taldi húsið ekki lengur íbúðarhæft. Hún þurfti þó að fá sannanir fyrir því og fór því með sýni í greiningu og í ljós kom að fjölbreyttur sveppagróður var í húsinu. Í kjölfarið gerðu heilbrigðisfulltrúi og byggingarfulltrúi úttekt á húsinu og komust að þeirri niðurstöðu að húsið myglusvEppir í HíBýlum Neyddist til að skilja innbú eftir í húsnæðinu - rétt að hafa varann á Um myglusveppi Myglusveppir vaxa hratt upp við rétt skilyrði. Þeir geta nærst á flestu efni sem notað er innanhúss ef það er hæfilega rakt. Myglusveppir gefa frá sér ýmis efni sem berast út í andrúmsloftið eða síast út í efnið sem þeir vaxa í. Þessi efni geta verið skaðleg heilsu fólks þegar sveppirnir vaxa innanhúss. Áhrifin geta verið misalvarleg, bæði eftir sveppategundum og því hversu viðkvæmt fólk er. Algeng einkenni eru í öndunarfærum (astmi), almennur slappleiki, erting í augum og höfuðverkur. Þegar uppgötvast að veikindi tengjast húsnæði og fólk flytur annað þá þarf að hreinsa innbúið mjög vandlega til að losna við alla mengun af völdum sveppa. Suma hluti er ekki hægt að hreinsa nógu vel til að viðkvæmir geti verið nálægt þeim en þeir gætu nýst fólki sem ekki er næmt fyrir myglusveppum. Öðru er best að henda. 16

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.