Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 3
Innanríkisráðuneytið hefur nú birt skýrslu um framtíðarskipulag neyt- endamála hér á landi. Meðal þess sem lagt er til er að embætti talsmanns neyt enda verði lagt niður og að þeim fjárveitingum sem runnið hafa til þess embættis verði skipt að jöfnu milli Neytendastofu og Neytendasamtak- anna. Þá er mælt með því að kæru- nefnd lausafjár- og þjónustu kaupa taki upp sama verklag og tíðkast í Dan- mörku, en því miður er fylgni við álit kærunefndarinnar hér á landi lítil. Danska leiðin er þannig að falli úrskurður nefndarinnar söluaðila í framtíðarskipulag NEytENdamála Árgjald Neytendasamtakanna Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að árgjald NS verði 5.200 krónur á þessu ári, en í fyrra var það 4.950 krónur. Frá hruni hefur stjórnin reynt að gæta mikils hófs í verðbreytingum á félagsgjaldi. Þannig var tekin ákvörðun um að hafa óbreytt árgjald milli áranna 2008 og 2009, þrátt fyrir mikla verðbólgu. Félagsgjöld eru langstærsti hluti tekna Neytendasamtakanna en aðrir tekjuliðir hafa einnig dregist saman á þessu tímabili. Þar munar mestu um tæplega 30% lækkun á framlagi ríkisins vegna þjónustusamnings við Neytendasamtökin um rekstur leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Sá niðurskurður kom til strax eftir hrun. Samtökin vona að félagsmenn taki þessum hækkunum með skilningi. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra hefði þurft að draga enn úr starfsemi og þjónustu samtakanna. Að venju er mikils aðhalds gætt í rekstrinum og eru samtökin skuldlaus. - mælt með breytingum í nýrri skýrslu Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort stjórnvöld fari eftir tillögum starfshópsins. óhag hefur hann 30 daga til að tilkynna nefndinni ef hann vill ekki vera bundinn af úrskurðinum. Sendi hann ekki slíka tilkynningu verður úrskurðurinn bindandi og aðfarar- hæfur líkt og um dóm væri að ræða. Fylgi seljendur ekki álitum nefnd- arinnar birtast nöfn þeirra á svoköll- uðum svörtum lista sem er birtur opinberlega. Loks er lagt til að stjórnvöld móti stefnu í neytenda- málum og að ráðherra málaflokksins flytji Alþingi árlega skýrslu um stöðu hans. Neytendasamtökin fagna þessum tillögum enda eru þær í samræmi við það sem samtökin hafa lagt til í þess- um efnum. Samtökin hvetja innan - ríkis ráðherra til að gera tillögur starfs- hópsins að sínum og koma þeim í framkvæmd hið fyrsta. mynd: Böðvar Leósson. Heimasíða Neytendasamtakanna hefur margar gagnlegar upplýsingar að geyma. Hluti síðunnar er læstur og félagsmenn þurfa lykilorð til að skrá sig þar inn. Innskráning lykilorðs er ofarlega, hægra megin á síðunni. Nýtt lykilorð tekur gildi í hvert sinn sem Neytendablaðið kemur út (4 sinnum á ári). Félagsmenn geta alltaf fundið gildandi lykilorð neðst á blað- síðu 2. Lykilorð síðustu tveggja tölu- blaða gilda þó áfram, þannig að 3 síðustu lykilorð eru alltaf í gildi. Félags menn geta fengið upplýsingar um lykilorðið á skrifstofunni eða með pósti á ns@ns.is Á læstum síðum geta félagsmenn skoðað allar markaðs- og gæðakann- anir sem Neytendablaðið fjallar um, auk þess sem þeir geta sótt þangað heimilisbókhaldsforrit og vistað á sinni tölvu. Á ólæstum síðum er mikið af upp lýs - i ng um og er þeim skipt í málaflokka eins og matvæli, umhverfi, fjármál, ferðamál og leigjendamál. Þar er einnig að finna mikið af neytenda- fréttum, umsögnum um lagafrumvörp og erindum vegna neytendamála, auk úrskurða ýmissa kærunefnda og ársskýrslna um starf NS. ns.is Hvernig kemst ég inn á læstar síður? 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.