Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 18
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // BláBEr og molar Bláber eða litaður sykurköggull? Fersk bláber eru sannarlega gæðamatur sem flestir Íslendingar geta fundið nóg af í náttúrunni án mikils tilkostnaðar. Bláber eru gjarnan skilgreind sem ofurfæði en það eru matvæli sem eru sérstaklega rík af næringu og andoxunarefnum. Ofurfæði er hugtak sem markaðurinn hefur sannarlega gripið á lofti og bláber eru nú vinsæl í samsettum matvælum (pakkamat) eins og morgunkorni, kökudufti, orkubitum og heilsusnakki. Myndir af ferskum bláberjum eru þá áberandi á umbúðum en látum ekki blekkjast; innihaldið reynist stundum annað en myndirnar segja til um. Bandaríska neytendablaðið Consumer Reports skoðaði innihald og merkingar á nokkrum matvörum sem litu út fyrir að vera fullar af ofurfæðinu bláberjum. Á Welch bláberja- og jógúrtsnakki stendur á umbúðunum fullyrðingin „made with real fruit“, þ.e. búið til úr alvöru ávöxtum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að innihaldið er aðallega vínberja- og eplamauk en bláber eru eingöngu í þriðja sæti miðað við vigt. Talsmaður Welch segir að vöruheitið og myndirnar séu notaðar því snakkið einkennist af bláberjabragðinu. Næringin úr bláberjunum er hins vegar sjálfsagt löngu fyrir bí. Bláberjabeygla (kringla) seld í Target reyndist ekki innihalda bláber heldur litla bita samansetta af sykri, olíu og bláum matarlit. Bláberjamuffins frá Betty Crocker innihalda heldur engin bláber þótt heitið segi annað. Á illlesanlegu prenti utan á umbúðunum stendur: „Imitation blueberries, artificially flavored“, sem sagt óekta bláber með gervibragði! Neytendur ættu því ekki að gera ráð fyrir bláberjum í mat þó þeir sjái myndir eða fullyrðingar á pakkningum sem gefa slíkt í skyn. Hið sanna kemur ekki í ljós nema innihalds- lýsingin sé lesin. Ef neytendur vilja alvöru bláber ættu þeir að kaupa þau fersk eða frosin. Það er líka tilvalið að tína þau á haustin og birgja sig upp fyrir veturinn, því íslensk bláber eru ódýrt eðalfæði. Í síðasta tölublaði var ítarleg grein um arsen í matvælum. Þar kom meðal annars fram að engar opinberar ráðlegg- ingar hafa verið gefnar út hér á landi en í sumum löndum er varað við því að ung börn drekki hrísgrjóna drykki. Matvælastofnun setti nýlega frétt á heimasíðu sína, mast.is, þar sem sagt er frá nýrri sænskri rannsókn á þungmálmum (arsen, blý og kadmíum) og steinefnum í matvörum. Á heimasíðu MAST segir að þrátt fyrir að magn ið af þessum þungmálmum fari ekki yfir hámarksgildi í reglugerð um aðskotaefni álíti sænska matvælastofnunin að magn þungmálma og steinefna sé svo mikið að það geti leitt til neikvæðra áhrifa á heilsu barna. Þá sýna niðurstöður að arsen er meðal þeirra efna sem veldur hvað mestum áhyggj- um en það sé helst að finna í hrísgrjónum og vörum fram- leiddum úr þeim. Sænska matvælastofnunin ráðleggur því foreldrum að gefa ekki börnum yngri en 6 ára hrísgrjóna- drykki. Líklegt er að Matvælastofnun gefi út sambærilegar ráðleggingar hér en það hefur einnig verið gert í Bretlandi og Danmörku. Varúðarmerking á koffíndrykkjum er yfirleitt lítið áberandi, enda aftan á vörunni, með litlu letri og á erlendum tungumálum. Neytendasamtökin hafa sent yfirvöldum erindi og hvatt til þess að varúðar- merkingar á sterkum koffíndrykkjum séu ávallt framan á vörunni og á íslensku. Ef matvara er ekki ætluð börnum á það ekki að fara fram hjá neinum auk þess sem vörunni ætti ekki að vera stillt upp þar sem börn ná til. Svar barst frá atvinnuvega- og nýsköp- unar ráðuneyti skömmu fyrir áramót. Verið er að endurskoða reglugerð um merkingu matvæla sem innihalda koffín og segir í svari ráðuneytisins að tekið verði tillit til athugasemda NS. Arsen í hrísgrjónum - ráðleggingar til foreldra MERkINGAR Á koFFÍNDRYkkjUM - tekið tillit til athugasemda NS 18

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.