Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 5
Minning Snæfríður Baldvinsdóttir, hagfræðingur og stjórnarmaður í Neytendasamtökunum, lést 19. janúar sl. aðeins 44 ára gömul. Snæfríður var kosin í stjórn Neytendasamtakanna haustið 2010 og fljótt varð ljóst að þar var öflugur liðsmaður á ferð. Snæfríður tók virkan þátt í starfi samtakanna og var meðal annars formaður starfshóps NS um samkeppnismál og landbúnað. Þá undirbjó hún og stýrði ráðstefnu um landbún aðarmál sem Háskólinn á Bifröst og NS stóðu að vorið 2012. Síðasta haust var hún kosin í framkvæmda- stjórn NS. Málflutningur Snæfríður var hóf stilltur og málefnalegur og hún bjó yfir víðtækri þekkingu og reynslu. Neytendasamtökin sjá nú á eftir góðum félaga og eru þakklát fyrir það óeigingjarna starf sem Snæfríður innti af hendi fyrir íslenska neytendur. Um leið og við kveðjum Snæfríði með virðingu og eftirsjá vottum við dóttur hennar, sambýlismanni og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Starfsfólk og stjórn Neytendasamtakanna Gömlu verðmerkingarnar, þar sem hver vara var verðmerkt með límmiða, lögðust af þegar strikamerkin komu til sögunnar. Þau spara verslun mikinn tíma og fjármuni því ekki þarf að verðmerkja hverja vöru og afgreiðsla á kassa gengur margfalt hraðar fyrir sig. En hvað er strikamerki nákvæmlega? Strikamerki er kóði sem lesinn er með leysigeisla. Undir strikamerkinu er 13 stafa talnaruna. Tölvan notar strika- merkið til að finna vöruna í gagnagrunni og sækja upplýs- ingar um vöruverð. EAN-13 er staðall fyrir strikamerki og stendur fyrir „European article number“. Upphaflega var staðallinn fyrir evrópskan markað en er nú notaður um allan heim. GS1 eru alþjóðleg samtök sem halda utan um skráningu á EAN-13 og fyrirtækin, sem eigendur strikamerkja, eru meðlimir í þessum samtökum. Fyrstu þrjár tölurnar í fyrrnefndri talnarunu gefa til kynna í hvaða landi fyrirtækið er skráð. Sem dæmi má nefna að ef vörur eru framleiddar fyrir fyrirtæki skráð á Íslandi eru fyrstu þrjár tölurnar 569. Landsnúmerið þýðir þó ekki endilega að um framleiðsluland vörunnar sé að ræða þar sem fyrirtæki skráð í einu landi getur framleitt vöru í öðru landi. Það er því ekki hægt að treysta á að strikamerkið segi til um uppruna vöru. Næstu tölur segja til um nafn fyrirtækisins og veita upp- lýsingar um heiti vörunnar og verð eins og það er skráð í vöruskrá seljanda. Síðustu tvær tölurnar eru svo númer sem sannreyna hvort talnakóðinn hafi í heild sinni verið skannaður eða sleginn rétt inn. Hægt er að finna lands- númer (prefix list) og upplýsingar um eigendur strika- merkja á heimasíðunni gs1.org. strikamerkin á vörunum ­ Snæfríður Baldvinsdóttir 1968­2013 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.