Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 14
Síðastliðið ár hef ég verið búsett í fámennu bæjar félagi þar sem ég hef aðgang að tveimur mat vöru verslunum í nærum hverfinu. Þær eru ekki mjög frábrugðnar öðrum mat vöru verslunum, nema kannski helst að því leyti að úrval af ferskvöru er heldur lítið. Eins get ég ómögulega lagt á minnið ferðaáætlun vörubíla sem flytja ferskvörur í búðirnar. Mér skilst þó að þeir sem hafa verið búsettir hér lengi séu með það alveg á hreinu á hvaða dögum eigi að versla og hvenær megi búast við því að vöruúrvalið sé takmarkað. Ég hef oft velt fyrir mér vöruúrvali í íslenskum matvöru versl unum. Heilt á litið er mjög mikið ójafnvægi milli þeirra vara sem við þurfum á að halda og þeirra vara sem gott er að geta gengið að í búðinni þegar við viljum gera okkur glaðan dag. Til að útskýra betur hvað ég á við með vörum sem við þurfum á að halda er þar um að ræða fjölbreytt úrval fæðutegunda úr öllum fæðu flokkum sem nauðsynlegt er að neyta reglulega til að fullnægja þörfum líkamans fyrir ýmis næringarefni. Mig langar að lýsa upplifun minni af verslunarferð í aðra af þeim búðum sem ég hef aðgang að í nærumhverfi mínu. Ég tek það fram að lýsingin getur átt við flestar matvöruverslanir á Íslandi og staðan í þeirri búð sem lýsingin á við er hvorki betri né verri en í öðrum sam- bærilegum verslunum. Eftir að hafa gripið innkaupa- vagninn geng ég inn í búðina. Yfirleitt ríkir þar mjög afslappað, vinalegt og rólegt andrúmsloft. Mig vantar bara það helsta. Engar veislur framundan, bara venjuleg hversdagsleg vinnuvika. Þess ber að geta áður en haldið er áfram að mælieiningar sem gefnar eru upp hér á eftir eru ekki byggðar á vísindalegum mælingum heldur er í öllum tilvikum stuðst við sjónminni höfundar. Ég stilli mér upp fyrir framan brauðhillurnar. Markmiðið er að finna trefjaríkt heilkornabrauð fyrir fjölskylduna. Eftir að hafa skimað yfir hillurnar kem ég auga á örfá brauð sem fullnægja þeim kröfum sem lagt var upp með, innan um kökur og fín brauð sem taka um það bil 80% af hilluplássinu. Markmiðinu er náð með að grípa skráar- gats merkt brauð og rúgbrauð, og svo fylgir eitt venjulegt heilhveitibrauð með í körfuna til að styðja við atvinnulíf í heimahéraði. Áfram heldur ferðalagið, inn gang þar sem hillupláss á hægri hönd er undir lagt af kexi. Ef vel er að gáð má sjá einstaka hrökkbrauðspakka leynast inn á milli kexpakkanna. Ég á hins vegar hrökkbrauð heima þannig að ég held áfram. Innan um fjölbreytt úrval af sykruðu morgunkorni finn ég þokka- lega hollt morgunkorn og hafragrjón sem enda í innkaupakerrunni. Á um það bil 10 metrum á vinstri hönd má finna allar mögulegar gerðir af gosi og svaladrykkjum, sykruðum og með sætuefnum. Mig langar í sódavatn, en það er volgt og ég ákveð að láta íslenska kranavatnið duga. Nú vantar eitthvað í matinn. Ég kann ekki við að kvarta yfir úrvali af ferskum fiski og kjöti í búðinni, enda skilst mér að þeir sem búsettir hafa verið hér lengi séu margir duglegir við að nota frystikistu. Ég á mjög erfitt með að tileinka mér þann góða sið að safna í kistuna og ennþá erfiðara á ég með að muna að taka upp úr henni. Ég finn bæði fisk og kjöt fyrir máltíðir næstu daga og álegg ofan á brauðið. Eftir snarpa hægribeygju innst í búðinni er komið að ávaxta- og grænmetisskotinu. Já, það er óhætt að kalla plássið „Bara það sem ég þarf“ Úrvalið er ekkert sérstakt og gæðin mjög misjöfn NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // Bara það sEm ég þarf ingibjörg gunnarsdóttir Eiginkona, þriggja barna móðir og næringarfræðingur 14

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.