Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna kjötsviNdlið Matvælahneyksli skjóta af og til upp kollinum um alla Evrópu. Fyrir nokkrum árum komst t.d. upp um ítalskan ostaframleiðanda sem drýgði framleiðsluna með útrunnum ostum og í Þýskalandi hefur nýlega komið í ljós að egg sem seld voru sem egg frá „frjálsum hænum”, þ.e. hænum sem hafa sína varpkassa og geta valsað um, voru í raun frá búr- hænsnum og þetta mun hafa viðgengist í einhver ár. Þá er ótalið hrossakjötshneykslið sem nú teygir anga sína um alla Evrópu. Bent hefur verið á að hrossakjötsvindlið í Evrópu sé í raun skipulögð glæpastarfsemi og verður vonandi tekið á því sem slíku. Eftir að upp um það komst var ákveðið að mat- vælastofnanir um alla Evrópu gerðu rannsóknir á nauta- hakki. Um er að ræða samtals 2.250 sýni og verða niður- stöður gerðar opinberar 15. apríl. Í rannsókn Matvæla- stofnunar (MAST) hér á landi kom fram að í engum til vik - um hafði öðrum kjöttegundum verið blandað saman við nautakjötið. Það er í samræmi við rannsókn sem Neytenda- samtökin og Landssamtök kúabænda létu gera fyrir tæpum þremur árum. Hins vegar kom í ljós að í nauta bökum frá Gæðakokkum var alls ekkert kjöt. Þar er bein línis verið að svindla á neytendum enda hefur málið verið kært. Það er jú bannað að selja jurtaprótein (t.d. soja) sem kjötprótein (kjöt). Þessi vinnubrögð skaða ekki bara neytendur heldur einnig mat vælaframleiðendur. Breskir neytendur hafa til að mynda dregið úr kaupum sínum á hamborgurum um rúm- lega 40% frá því að hrossakjötsmálið kom upp. Ekki græða breskir nautabændur á því. Það er líka eðlilegt að það dragi úr tiltrú neytenda á matvælaiðnaðinum þegar eitthvað fer úrskeiðis. Iðnaðarsaltsmálið var t.d. ekki bein línis lyftistöng fyrir matvælaframleiðslu okkar fremur en nautabakan nú. Og við sem stærum okkur gjarnan af því að framleiða bestu og hreinustu matvæli í heimi, hvorki meira né minna. Rannsókn MAST leiðir í ljós að engin af vörunum 16 sem prófaðar voru hér á landi uppfyllir allar kröfur um merk- ingar. Í frétt MAST er bent á hve alvarlegt það er ef neyt- endur geta ekki treyst því að heiti vöru gefi rétta mynd af samsetningu hennar og það sama á við þegar innihalds- lýsingar eru rangar eða veita ekki fullnægjandi upplýsingar um samsetningu matvöru. Þetta á ekki síst við um þá sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir ákveðnum efnum. Þó var tekið fram að í sumum tilvikum væri aðeins um minniháttar athuga semdir að ræða. Þessar niðurstöður valda von- brigðum. Neytendur verða að geta treyst því að merkingar séu réttar og í samræmi við lög og reglur. Það er til dæmis ámælisvert að framleiðendur og seljendur skuli ekki tryggja að varúðarmerking sé á vörum sem innihalda umdeild litarefni rétt eins og reglur kveða á um. Því miður er það svo að það eru alltaf einhverjir sem ekki virða reglur. Því er opinbert matvælaeftirlit nauðsynlegt að mati Neytendasamtakanna og í starfi okkar verðum við mjög vör við að það þyrfti að efla. Nú er þessu eftirliti í raun sinnt af nokkrum aðilum; heilbrigðiseftirlitum sveitar- félaga, sem eru 10 talsins, og Matvælastofnun. Er það endilega skynsamlegasta fyrirkomulagið í rúmlega 320 þúsund manna samfélagi? Væri kannski eðlilegra að hafa þetta á einum stað (með útibúum) og þá hjá Matvæla- stofnun? Kannski væri á þann hátt mögulegt að hafa skil- virkara eftirlit og um leið hagkvæmara. Ég velti þessum spurningum upp hér þar sem ég veit ekki svörin við þeim en ég tel að stjórnvöld eigi að skoða þennan möguleika í fullri alvöru. 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.