Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 8
- Hugsa betur um tekjur
sínar en útgjöld
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // í 60 ár
Neytendum
lesinn pistillinn
Í 3. tbl. Neytendablaðsins árið 1967 var kallað eftir því að
lesendur skrifuðu eina opnu í blaðinu. Það var þó ekki
vegna þess að efni skorti í blaðið heldur hafði ritstjórinn
þá trú „að fyrir margan lesandann yrði það gagnlegasta og
fróðlegasta efni blaðsins.“ Og hvað var það sem lesendur
áttu að skrifa í blaðið? Jú, þeir áttu að færa inn dagleg
útgjöld einnar viku. Í blaðinu má lesa rökstuðning fyrir
þessu óvenjulega framtaki og segja má að neytendum sé
aðeins sagt til syndanna.
„Flest okkar eru þannig gerð að við njótum þess að kaupa
– bara kaupa.
...En þessi ánægja að kaupa getur oft hlaupið með okkur í
gönur. Við njótum kaupgleðinnar á bráðfleygri stund, en
höfum svo lítið eða ekkert gagn af því, sem fækkaði þeim
seðlum, sem við ella hefðum til frjálsrar ráðstöfunar. Við
erum fátækari en ella. Minnumst þess, að við kaupum ekki
nema einu sinni fyrir hvern seðil, sem við látum af hendi.
Og þótt oftast sé auðvelt að finna afsökun, þá hefur hún
ekkert fjárhagslegt gildi.
Vissulega er mönnum veruleg vorkunn að eiga bágt með
að fylgjast með hinum sífelldu verðbreytingum hér á landi.
En þó verður það að segjast, að önnur eins vanþekking á
verði hinna daglegu lífsnauðsynja og hér er, á sér vart
hliðstæðu með neinum menningarþjóðum. Og hvort sem
skýringin er þjóðarstolt eða þá, að víkingablóðið sé farið
að þynnast með þjóðinni, þá hlýtur sá alltaf að tapa, sem
kann ekki við að spyrja um verð, er á móti öllu þrasi og
þorir ekki að biðja um kvittun, hvað þá að fara fram á að
fá hana sundurliðaða. Það er ekki einvörðungu fram-
kvæmd réttarfarsins að kenna, hve réttlausir við neyt-
endur erum í reynd, heldur engu að síður okkur sjálfum,
hegðun okkar og aðferð sem neytendur. Tilgangur samtaka
okkar er að efla hag neytenda og treysta aðstöðu okkar
sem slíkra, en honum verður ekki náð með því eingöngu
að gagnrýna seljendur, heldur engu að síður eða öllu
fremur að gagnrýna neytendur, ekki bara hina heldur
okkur sjálf persónulega. Það þurfum við ekki að gera hátt,
heldur í hljóði. Og með því að skrifa áðurnefnda sögu, ekki
einu sinni heldur oftar, en einu sinni er allt fyrst.
Tekjur og útgjöld skapa hag okkar. Íslendingar hugsa
almennt mun betur um tekjur sínar en útgjöld. Og slíkur er
munurinn að það er eins og það sé allt annað fólk sem í
hlut á, hvort það eru tekjurnar eða útgjöldin, sem um er að
ræða. Allt önnur framkoma, gjörólík skapgerð. Nákvæmni,
stolt og metnaður breytist í kæruleysi, auðmýkt og bleyðu-
hátt. Hér er sterklega til orða tekið, og menn nota yfirleitt
önnur hugtök yfir eigin viðbrögð. En því er það gert hér,
að margt af því, sem Neytendasamtökin vinna að, er unið
fyrir gýg, ef íslenzkir neytendur safna ekki hugrekki og
þekkingu til að losa sig við vanmáttarkennd.“
Á árum áður birtust gjarnan auglýsingar í Neytendablaðinu.
Hér má sjá auglýsingu frá Samvinnutryggingum frá árinu
1960 sem fangar vel tíðarandann.
Þessi skrýtla birtist í Neytendablaðinu árið 1964 og
stenst vel tímans tönn.
8