Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 24
Neytendasamtökin hafa aldrei haft mikið umburðarlyndi gagnvart vill andi markaðssetningu og hér áður fyrr voru það gjarnan sápur og hrein lætisvörur sem urðu fyrir barðinu á skeleggum blaðamönnum Neytenda blaðsins. Eftirfarandi birtist í 1. tölublaði 1961 Tannkrem, sápur og þvottaefni eru einhverjar mest skrumauglýstu vörur, sem á markaði eru. Varla er hægt að opna blað án þess að rekast á heimsins bezta þvottaefni, tannkrem sem leysir öll vandamál hvers manns túla, og sápu, sem gerir yður – ef þér eruð kvenmaður – líkasta kvikmyndastjörnu. En ef nota á sápuna til þvotta, tökum til dæmis nýbirta auglýsingu um Sólskinssápu, þá gerir hún þetta: „Hin freyðandi Sólskinssápa fjarlægir þrálátustu óhreinindi á svipstundu, án sérstaks nudds.“ Já það er létt verk og löðurmannslegt að annast þvotta á vorum dögum. „Gerið þvottadaginn að hvíldardegi“ sagði Hvile Vask, en hefur nú sjálft fengið mestu hvíldina. Það er vel ef þessar áberandi auglýsingar verða til þess að auka áhuga manna á hreinlæti. Auglýsingakostnaðinn verður að leggja á vöruna, en verst er, ef hún er gerð rán-dýr í krafti fjarstæðukenndra staðhæfinga, undra-eiginleika. Menn skyldu aldrei flýta sér að kaupa undra-vörur. Það er hægt að fullyrða að nær undantekningalaust er ekkert nýtt við þær, sem nokkurra peninga virði er, ekkert nýtt nema skrumið og sölubragðið.“ Andlitskrem með estrógeni Í leiðbeiningabæklingi Neytendasamtakanna frá sama tíma er ítarleg umfjöllun um snyrtivörur. Er þar meðal annars fjallað um vinsæla vöru sem kölluð er hormónakrem. Sýnt hafði verið fram á að krem með estrógeni gætu haft yngjandi áhrif á húðina og seldu allir helstu snyrtivöruframleiðendur slík krem með fögrum fyrirheitum. Neytenda- samtökin gagnrýndu markaðs setninguna og drógu fullyrðingarnar í efa: „Margur syrgir sína æsku og sinn æskuþrótt, og það er auðvelt að gera sér það að féþúfu. Og hugsið ykkur, að eftirfarandi upplýsingar geta á vorum dögum fylgt dýrri krukku af hormónakremi. „Með reglulegri og stöðugri notkun, sé leiðbeiningum fylgt nákvæmlega, mun hörundið á andliti og hálsi skjótlega sýna greinilega framför vefjanna. Hinn dásamlegi æskublómi birtist enn á ný með mýkt og þrótti hins eðlilega, bjarta litarháttar, sem sérhver kona þráir svo heitt.“ Þetta hljómar vel! Um að gera að kaupa kremið stöðugt og reglulega, og svo er það ónákvæmni notandans að kenna, að æsku blóminn birtist ekki á ný.“ Í þá gömlu góðu daga - Neytendasamtökin síðan 1953

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.