Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 20
- ekki farið eftir reglum Varúðarmerking vegna umdeildra litarefna Á innihaldslýsingu má sjá að þessi lakkrís- rúlla inniheldur bæði E104 og E122 og ætti því að upplýsa neyt- endur um það hvaða áhrif þessi efni geta haft. Þetta snakk inniheldur þrjú af efnunum umdeildu; E102, E110 og E124 en enga varúðar- merkingu Neytendablaðið hefur í gegnum árin fjallað um hin umdeildu asó-litarefni. Þekkt er að efnin geta valdið ofnæmisviðbrögðum en alvarlegra er þó að lengi hefur leikið grunur á að efnin hafi óæskileg áhrif á börn og að tengsl séu á milli neyslu þeirra og ofvirkni. Niðurstöður breskrar rannsóknar frá árinu 2007 þóttu staðfesta þetta og í kjölfarið ákvað Evrópusambandið að matvæli sem innihéldu eitthvert hinna sex litarefna sem rannsökuð voru skyldu merkt með varúðarmerkingu. Reglugerðin var innleidd hér á landi fyrir ári síðan. Vörur sem innihalda efnin: E 102 (Tartrasín), E 104 (Kínólíngult), E 110 (Sunset Yellow FCF), E 122 (Asórúbín), E 124 (Ponceau 4R) eða E 129 (Allúrarautt) eiga að vera með viðvörunina: „heiti eða E-númer litarefnis eða litarefna: getur/geta haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna“. Þótt flestir framleiðendur hafi skipt efnunum út fyrir önnur eru þau greinilega enn í notkun og það jafnvel án varúðarmerkingar. Það er að mati Neytendasamtakanna óásættanlegt og hvetja þau eftirlitsaðila til að gera úttekt á þessu máli. Sælgætisbarirnir eru t.d. flestir án nokkurra merkinga en litarefnin er einmitt helst að finna í sælgæti. Bubble gum sleikipinnar innihalda E102, E110 og E129 og hér má sjá varúðar- merkingu. Hún er að vísu á ensku og aftan á um- búðunum. Tvöföld tútta er einhvers konar sleikipinni sem inniheldur bæði efnin E102 og E129 en enga varúðarmerkingu. En jafnvel þótt hún væri til staðar þá myndi það gagnast lítið því letrið er svo smátt að það sést vart með berum augum. Í þessu hlaupi má finna E104 og E129. Hér eru efnin þó ekki talin upp sem E-númer. Framleiðendur ráða því nefnilega hvort þeir nota E-númer eða heiti viðkomandi aukefnis. Ef um innfluttar vörur er að ræða mega nöfnin vera á ensku eða Norðurlanda máli öðru en finnsku. Aukefnin geta því gengið undir ýmsum nöfnum. NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // ASó-litArefni Í þessum party sleikjó eru 4 litarefni af þeim 6 sem sér- stök ástæða þykir til að vara við; E104 E110, E122 og E129 Athygli vekur að varúðarmerking á matvælum má vera á erlendum tungumálum, þ.e. ensku eða Norðurlanda- málum öðrum en finnsku. Þyki ástæða til að vara við ákveðinni vöru á merkingin að vera þannig að allir neyt endur skilji hana. Hugsanlega breytast þessar reglur þegar ný matvælaupplýsingareglugerð Evrópu- sambandsins tekur gildi hér. 20

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.