Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 19
Maxfactor Lipfinity lofar allt að 12 klukkustunda endingu.
Aðrir varalitir heita nöfnum eins og Longwear, Long Last
eða Superstay.
Þýsku Neytendasamtökin Stiftung Warentest fengu 25
konur til að prófa mismunandi tegundir af varalitum í heila
viku. Þær skráðu hversu oft þurfti að endurnýja smurning-
una yfir daginn. Ýmis próf voru lögð fyrir varirnar svo sem
að borða fituríkar kartöfluflögur, drekka heitt kaffi og
kyssa.
Í ljós kom að hefðbundnir varalitir entust skemur og oftast
þurfti að fríska upp á varirnar innan fjögurra tíma. Af
hefðbundnum varalitum stóð Long Last frá Clinique sig
best á meðan endingin hjá Clarins Rouge Prodige og La
Roche Posay Novalip Duo var talsvert lélegri, jafnvel þó sá
síðastnefndi eigi að endast allan daginn. Hann virkar hins
vegar vel sem varasalvi að sögn tilraunadýranna.
Tvísamsettir varalitir, Max Factor Lipfinity og Mac Pro
Longwear Lipcolour, voru einnig prófaðir en þá er um að
ræða fljótandi varalit sem er borinn á varirnar og látinn
þorna, ásamt gljáa (gloss) til að bera ofan á. Báðir þessir
varalitir komu mjög vel út í prófinu. Þeir eru endingargóðir
og þekja vel.
Tveggja þrepa varalitir entust allir í að minnsta kosti átta
tíma og heitt kaffi, feitar flögur eða kossaflens bitu ekkert á
þá.
Bláber eða
litaður
sykurköggull?
VARALITIR SEM
VARA LENgI
1. Maxfactor Lipfinity er mjög endingargóður tveggja þrepa
varalitur.
2. Lancome Rouge in Love þekur litinn vel, en er tæplega
endingargóður.
3. Clarins Rouge Prodige er tæplega endingargóður og
breytist við hita.
4. Clinique Long Last Lipstick er bestur af hefðbundnu
varalitunum og er endingargóður.
5. La Roche Posay endist ekki eins lengi og er lofað, en fer
vel með varirnar.
6. Mac Pro Longwear Lipcolour er mjög endingargóður
tveggja þrepa varalitur.
varist óæskileg efni í varalitum
Konur sem nota varalit að jafnaði geta borðað allt að
tveimur kílóum af varalit um ævina samkvæmt þýska
neytendablaðinu Stiftung Warentest. En skyldu varalitir
innihalda skaðleg efni? Hægt er að leita eftir efnum sem
eru ofnæmisvaldandi eða hormónaraskandi á innihalds-
lýsingunni. Því miður er ekki svo auðvelt að lesa örsmátt
letrið á bakvið strikamerki vörunnar, nú eða fá þessar
upplýsingar í versluninni.
Í mörgum varalitum finnst gula asó-litarefnið tartrazin (CI
19140), en það er einnig notað í matvæli (E 102). Tartrazin
er eitt þeirra efna sem grunuð eru um að valda ofvirkni hjá
börnum og er einnig þekktur ofnæmisvaldur.
Í varalitum er líka hætta á að rekast á efni sem raska
hormónajafnvægi – Paraben og Methylhexyl methoxycinna-
mate, sem er auglýst sem UV-vörn. Þá geta sum lyktarefni
verið ofnæmisvaldandi.
Þungmálmar eins og blý geta einnig mengað varaliti og
finnast stundum í möskurum. Það fundust þó engir þung-
málmar í könnun Stiftung Warentest né í könnun sem Tænk
gerði árið 2009.
Þýtt úr TÆNK febrúar 2013
Varalitir standast ekki alltaf fyrirheitin sem felast í nöfnum þeirra.
Sumir endast samt nokkuð vel, sérstaklega þeir sem innihalda gljáa.
Í varalitum er líka hætta á að
rekast á efni sem raska
hormónajafnvægi
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // varalitir 19