Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 7
„Meðan aðrar Norðurlandaþjóðir stíga skref fram á við í neytendavernd vill mjög hátt-virt íslenzkt embætti að stigið sé skref aftur á bak í neytendavernd.“ Eftirfarandi pistill er úr 3. tbl. Neytendablaðsins árið 1971. Hið „virta íslenzka embætti“ sem vísað er til í greininni er embætti vararíkissaksóknara. Neytendasamtökin höfðu kært markaðssetningu á svokölluðum flautubuxum en ókeypis flauta var sögð fylgja með hverjum keyptum buxum. Slíkur kaupauki var þó bannaður skv. lögum. Vararíkissaksóknari vísaði málinu frá á þeirri forsendu að samkeppnisaðili væri ekki að kæra annan seljanda. Það var með öðrum orðum ekki marktækt að Neytendasamtökin sendu inn kæru. ­ kæru NS vísað frá Flautu- buxnamálið „vernda núverandi lög neytendur? Við höfum lengi vitað hve langt Ísland stendur að baki öðrum vestrænum ríkjum í neytendalöggjöf og neytendavernd. Við höfum þó talið, að neytandinn hlyti allmikla vernd í núgildandi lögum um ólögmæta verslunarhætti nr. 84 frá 1933. En e.t.v. neyðumst við til að skipta um skoðun. Þessi lög eru um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum. Nýlega lýsti háttsettur opinber aðili yfir skoðun, sem ekki er hægt að túlka á annan hátt en þann „að þessi lög eigi fyrst og fremst að vernda seljendur fyrir óheilbrigðri samkeppni annarra seljenda og komi neytendum ekki beint við“. – Skoðun hins háa embættis er sett fram á sama tíma og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að setja á stofn sérstök embætti sem aðeins eiga að vernda neytend ur fyrir óprúttnum verzlunarháttum, einkum óheil brigð um auglýsingum. Meðan aðrar Norðurlanda þjóðir stíga skref fram á við í neytendavernd vill mjög hátt-virt íslenzkt embætti að stigið sé skref aftur á bak í neytendavernd. Þessu vilja Neytenda samtökin ekki una og munu gera viðeigandi ráð stafanir.“ Eflaust hafa fáar neysluvörur fengið jafn mikla umfjöllun í Neytenda- blaðinu og kartöflur. Árið 1961 var fjallað um kartöfluverkfall kaupmanna en þeir höfðu þá fengið sig fullsadda af því að þurfa sjálfir að pakka kart- öflum í neytendaumbúðir. Þeir kröfð- ust þess að Grænmetisverslun land- búnaðarins (GL) væri gert að pakka kartöflum í neytendaumbúðir í stað þess að láta verslunum það eftir með tilheyrandi óþægindum og sóðaskap. Lengi vel lofaði GL (sem hafði einokun á sölu kartaflna) bót og betrun en þegar stóð á efndum tóku kaupmenn sig saman og hættu sölu á kartöflum til neytenda. Neytendasamtökin tóku undir kröfu kaupmanna en voru þó ósátt við að neytendum stæði ekki nauðsynjavara til boða. Aðgerðir kaupmanna báru þó tilætlaðan árangur og viðurkenndi Neytendablaðið að þær hefðu verið nauðsynlegar enda til hagsbóta fyrir neytendur. Í greininni er því einnig bent á að Neytendasamtökin þyrftu að vera öflugri til að þau gætu farið út í nauðsynlegar aðgerðir þegar þess þyrfti við. Samtökin áttu þó eftir að taka margar rimmur við GL næstu áratugina. Árið 1984 stóðu Neytendasamtökin fyrir undirskriftasöfnun þar sem farið var fram á að einokun á sölu kartaflna yrði afnumin. Þátttakan var gríðarleg en alls skrifuðu 20.000 neytendur nafn sitt á lista í þá tvo daga sem söfnunin stóð yfir. Fór svo að lokum að einokunarverslunin alræmda leið undir lok. Kaupmenn fara í kartöfluverkfall 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.