Neytendablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 6
Sinnepskrúsirnar
Hér á árum áður gagnrýndu Neytendasamtökin oft að
íslenskur markaður væri notaður sem ruslakista og verst
þótti ástandið úti á landi. Neytendavernd var lítil og lengi
vel var t.d. ekki skylt að merkja matvæli með síðasta
söludegi. Þá var hámarksálagning ákveðin af
verðlagsyfirvöldum og var hún 9% í heildsölu og 38% í
smásölu á dósa- og pakkamat, svo dæmi séu tekin. Þótt
eftirlit væri með markaðinum var auðvelt að komast hjá því
og dæmi voru um að innflytjendur hækkuðu
innflutningsverðið og settu síðan mismuninn inn á
reikninga erlendis.
Um 1985 var horfið frá þessu kerfi og verðlag gert frjálst.
Það þýðir að seljendur ákveða sjálfir álagningu sína og það
er síðan neytenda að samþykkja eða hafna uppsettu verði.
Neytendasamtökin studdu eindregið þessar breytingar.
Umfjöllunin um sinnepskrukkurnar sem birtist í
Neytendablaðinu árið 1971 lýsir ágætlega tíðarandanum.
Neytendasamtökin höfðu undir höndum tvær sinnepskrúsir
innfluttar frá Danmörku sem keyptar voru hvor í sínu
kaupfélaginu á Austurlandi . Á krukkunum voru upplýsingar
um síðasta söludag en það kom til af því að þær voru
innfluttar. Við athugun Neytendasamtakanna kom í ljós að
síðasti söludagur var löngu liðinn eða heilum tveimur árum
fyrr. Þá mátti sjá danska verðið á krukkunum sem gaf til
kynna að varan væri seld með ríflegri álagningu eins og
það var orðað. Var margt við krukkurnar dönsku sem vakti
upp grunsemdir:
„Síðasta gengislækkun ísl. kr. var framkvæmd í nóvember
1968, eða eftir síðasta leyfilega söludag sinnepskrúsanna.
Ef þær hafa verið fluttar inn fyrir nóvember 1968 er því
verðið allt of hátt. Ef þær hafa hins vegar verið fluttar inn
eftir nóvember 1968 hefur innflytjandinn látið gabba sig.
Ef innflytjandinn hefur ekki látið gabba sig hlýtur hann að
hafa haft tvenns konar verð á vörunni, - annars vegar
verðið sem raunverulega var borgað fyrir hana í Danmörku,
- hins vegar verðið sem gefið var upp í tollskýrslum.“
Þá er líkum að því leitt að vöruna hafi ekki lengur mátt selja
í Danmörku og því hafi hún verið seld til Íslands þar sem
Neytandasamtökin í ár
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2013 // í 60 ár
neytendavernd var mjög takmörkuð. Greinin endar á
þessum orðum:
„Við vitum ekki hvort eitthvað er gruggugt við innihald
sinnepskrúsanna. En alla vega hlýtur eitthvað að vera
gruggugt við innflutning þeirra og verðlagningu.“
Áhugaverðir molar
úr sögu Neytenda
samtakanna
Þessi óhefðbundna tilkynning birtist í Neytenda-
blaðinu árið 1969. Lesendur eru minntir á að
tilkynna samtökunum aðsetursskipti. Rétt er að
taka fram að í blaðinu var löng umfjöllun um
auglýsing ar og mátt þeirra.
Þessi áminning á ekki síður við í dag og við
notum því tækifærið og biðjum félagsmenn að
láta vita á ns@ns.is ef þeir flytja sig um set.
Óhefðbundin auglýsing
6