Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 4
Þing Neytendasamtakanna var haldið föstudaginn 19. og laugardaginn 20. sept­ ember síðastliðinn. Á föstudeginum var þátttaka öllum opin og var fundarsalurinn þétt setinn. Björgvin G. Sigurðsson, við­ skiptaráðherra, ávarpaði þingið og sagði m.a. frá því að með uppstokkun ráðu­ neyta hefði gefist tækifæri til að gera neytendamálum hærra undir höfði. Mark­ miðið væri að byggja upp neytendamála­ ráðuneyti líkt og gert hefur verið víða á Norðurlöndunum. Ráðherra sagði einnig frá úttekt á stöðu neytendamála sem ráðuneytið fól Félagsvísindastofnun, Hag­ fræðistofnun og Lagastofnun Háskóla Íslands að vinna. Þá sagði ráðherra frá fundaherferð sinni um landið þar sem neytendamálin eru rædd fram og til baka. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, sagði í ræðu sinni að stjórn- völd hefðu á undanförnum árum lagt sig í líma við að greiða götu fyrirtækja og fjármagnseigenda, ekki síst með skatta- lækkunum og öðrum tilslökunum. Nú bæri þeim að leggja áherslu á að tryggja hag heimilanna. Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi ráðherra, og Ragnar Árnason, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Ís- lands, tókust á um það hvort hagsmunum heimilanna væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, kynnti niðurstöður úr skýrslu um tryggingamarkaðinn sem Liselotte Widing hefur unnið. Skýrslan í heild sinni verður kynnt síðar. Eiríkur Jónsson og Ása Ólafsdóttir frá Laga- deild háskóla Íslands sögðu frá skýrslu sem þau unnu um stöðu neytendamála. Þing Neytendasamtakanna 2008 Eiríkur Jónsson kynnir skýrslu Lagadeildar.  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.