Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 15
Það er ekki nóg með að mikið af mat fari til spillis eftir að hann er kominn í hendur neytenda. Umtalsverður hluti skemmist áður en hann nær í verslanir. Í 34. tölublaði verkfræðingafélagsins í Danmörku, Ingeniøren, kemur fram að 280 milljón tonn af korni skemmast á hverju einasta ári en það eru um 15-20% af heimsframleiðslunni. Sömuleiðis fara árlega til spillis 400 milljón tonn af ávöxtum og grænmeti eða hvorki meira né minna en 30-35% af heimsframleiðslunni. Sóunin er mest í þróunarlöndunum og eru ástæðurnar m.a. offramleiðsla, lélegar samgöngur, lítil þekking á því hvernig markaðir virka, skipulagsleysi og lélegar geymslur. Magnið af ávöxtum og grænmeti sem fer til spillis gæti mettað 1,2 miljarð manneskja ef tekið er mið af grunnorkuþörf einstaklinga. Mikil sóun hækkar verð Ástandið er mjög alvarlegt, segir Rosa Rolle, sem stafar hjá matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sóunin á mat frá uppskeru til smásalans er ein helsta ástæða þess háa matvælaverðs sem við búum við um þessar mundir. Sóunin er mest í þróunarríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku þar sem samgöngur eru lélegar og öll samskipti eru slæm. Afurðirnar skemmast á langri leið á holóttum vegum og samgöngutækin eru ekki útbúin neinum kælibúnaði sem getur varðveitt ferskleikann. Léleg geymsluskilyrði víða vandamál Birgðahald er einnig stórt vandamál. Bændurnir eiga ekki almennilegar geymslur fyrir uppskeruna. Víða er ekki rafmagn og því engin kæling í boði. Veðurskilyrði geta einnig verið erfið; þurrkar eða miklar rign- ingar, auk þess sem meindýr (t.d. rottur og engisprettur) og jafnvel sveppasýkingar setja víða strik í reikninginn. Hjálparsamtök hafa í auknum mæli einbeitt sér að því að hjálpa bændum að byggja almennilegar geymslur og útfæra betri lausnir á birgða- haldi. Þekkja ekki markaðinn Rosa Rolle segir að önnur ástæða mikillar rýrnunar á uppskerunni sé skortur á upplýsingum og vanþekking bænda á mark- aðsaðstæðum. Í mörgum þróunarlöndum er framleiðslan í engu samræmi við eftir- spurnina. Þar af leiðandi er sums staðar framleitt alltof mikið. Lausnin á vandamálinu er einföld; farsími. Rannsóknir sýna að útbreiðsla farsíma í fátækum löndum getur skipt sköpum fyrir framleiðslustýringu. Bóndinn fær upplýsingar um eftirspurn og heimsmarkaðsverð og getur lagað sig að aðstæðum. Skortur á heildsölum En jafnvel þótt bændur nái betur að stýra framleiðslunni í takt við eftirspurn á markaði og fái betri geymslur þá er einn mikilvægur þáttur eftir: að koma uppskerunni til neyt- enda. Bændur þurfa tengilið sem safnar uppskerunni saman og kemur henni til smásala, t.d. evrópskra verslunarkeðja. Það er skortur á þeim í Afríku, segir Kim Martin Hjorth Lind hjá Kaupmannahafnarháskóla. „Í mörgum löndum Afríku eru stjórnvöld í hlutverki smásala og spillingin sem víða ríkir hefur leitt til þess að hærra verð fyrir afurðirnar skilar sér ekki til bændanna. Þrátt fyrir það hafa þessi ítök ríkisins ekki verið verri kostur en hvað annað“. Fyrir nokkrum árum setti alþjóðabankinn (The World Bank) þau skilyrði fyrir lánveitingu að ríkið mætti ekki vera í hlutverki heildsala. Þetta olli vandræðum víða því það voru engin sjálfstæðir heildsalar til að taka við af ríkinu og þeir sem þó voru til sinntu hlutverki sínu illa. Þetta hafði t.d. þau áhrif að Zambía, sem er kornútflytjandi, neyddist til að flytja inn korn frá Zimbabwe. Urðun og eyðing sorps er víða vandamál og því til mikils að vinna að minnka sorpmagnið. Gríðarleg sóun í matvælaframleiðslu 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.