Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 7
Sértryggingar
Ef þú ert ekki með umfangsmikla heimilistryggingu getur verið
ástæða fyrir þig að íhuga sértryggingu. Það er líka tilfellið ef þú
átt t.d. tjaldvagn eða bát, sem heimilistryggingar bæta yfirleitt
ekki. Hesta- og hundaeigendur geta keypt sjúkrakostnaðartrygg-
ingu, líf- og heilsutryggingu og ábyrgðartryggingu. En passaðu
upp á að tvítryggja ekki; ábyrgðartryggingar sem eru innifaldar í
heimilistryggingum gilda stundum líka fyrir gæludýr.
Viðbótartrygging er oft í boði í tengslum við sölu á heimilistækjum
og raftækjum, m.a. farsímum og fartölvum. Ef þú ert ekki með
innbúskaskó í heimilistryggingunni getur verið ástæða fyrir þig að
íhuga tryggingu. Meta þarf þó hvort viðbótartrygging sé hagkvæm,
t.d. með tilliti til sjálfsábyrgðar. Þá veita neytendakaupalögin vernd
fyrir framleiðslugalla auk þess sem margir framleiðendur veita
ákveðna ábyrgð til viðbótar. Vara er í ábyrgð hafi framleiðandi
eða seljandi sérstaklega lýst yfir ábyrgð og gildir hún með þeim
skilyrðum sem fram koma í yfirlýsingunni og í auglýsingum
tengdum henni.
Forfallatryggingar
og forfallagjöld
Erfitt getur reynst að meta þörfina á ferðatryggingum og greiðslu
forfallagjalds við ferðapöntun. Þögn er þó ekki sama og samþykki
og samningi um greiðslu forfallagjalda verður ekki komið á með
því að neytandi afþakki ekki sölutilboð, t.d. með því að taka hak
úr reit við pöntun farseðla á Netinu. Ekki má líta á það sem þögult
samþykki neytanda.
Með forfallagjöldum er það skilyrði
fyrir endurgreiðslu hjá sumum flug-
félögum að ferðakostnaðurinn fáist
ekki endurgreiddur annars staðar.
Við þessar aðstæður er augljóslega
óþarft að greiða forfallagjald ef
neytandi er þegar tryggður, t.d. í
gegnum kreditkort. Ferðatryggingar
fylgja þó yfirleitt ekki almennum
kreditkortum og heldur ekki silfur-
kortum án fríðinda, en fylgja hins
vegar silfurkortum með fríðindi,
gullkortum og platínukortum. Þegar
ferðatrygging fylgir kreditkorti er
það oft skilyrði að a.m.k. 50% ferða-
kostnaðar séu greidd með kortinu.
Kynntu þér skilmálana!
Forfallatrygging er líka innifalin í sumum fjölskyldutryggingum,
en það er ekki algengt. Athugið að forfallatrygging er ekki þáttur
í svonefndum ferðatryggingum sem tryggingafélögin bjóða upp
á! Þó er unnt að kaupa sérstakar forfalla-/farseðlatryggingar hjá
tryggingafélögunum.
Sjúkra-, slysa-
og líftryggingar
Sjúkra-, slysa- og líftryggingar eru viðauki við almannatryggingar.
Athugaðu hvort þú njótir tryggingar á grundvelli starfs þíns,
stéttarfélags, lífeyrissparnaðar og slysabótar almannatrygginga
áður en þú tekur sjúkra-, slysa- eða líftryggingu. Margir eru líka
slysatryggðir við heimilisstörf með því að merkja fyrir þá tryggingu
í reit í skattframtalinu.
Mikilvægt er að vanda valið þegar trygging er keypt, ekki síst
persónutrygging þar sem heilsufar og sjúkrasaga skiptir máli og
erfitt getur reynst að fá tryggingu hjá öðru félagi seinna í lífinu.
Líftrygging greiðir bætur til aðstandenda ef þú fellur frá. Foreldrar
sem hafa börn á framfæri sínu og fólk sem ber skuldir vegna
húsnæðiskaupa fjölskyldunnar þurfa að íhuga líftryggingarmál
sín. Mundu að tilnefna nýjan rétthafa (þann sem á rétt á því að fá
vátryggingarfjárhæðina greidda) ef aðstæður breytast! Ef vátrygg-
ingartaki tilnefnir engan rétthafa rennur vátryggingarfjárhæðin til
maka hans. Ef maki er ekki til staðar fellur vátryggingarfjárhæðin
til erfingja samkvæmt lögum eða erfðaskrá.
Slysatrygging greiðir bætur vegna varanlegrar örorku vegna
slyss. Einnig er hægt að kaupa vernd fyrir tímabundinni örorku
(dagpeninga) af völdum slyss og dánarbætur vegna slyss.
Sjúkdómatrygging greiðir bætur vegna örorku ef þú færð tiltekna
alvarlega sjúkdóma.
Trygging fyrir starfsorkumissi greiðir bætur ef starfsorkumissir er
40% eða meira vegna sjúkdóms eða slyss og leiðir til tekjumissis.
Afkomutrygging er fjárhagsleg vernd gegn varanlegum starfsorku-
missi þar sem bætur eru greiddar út mánaðarlega og getur sú
vernd varað allt fram að ellilífeyrisaldri. Fólki sem er að koma út
á vinnumarkaðinn ber sérstaklega að íhuga að það tekur þrjú ár
að ávinna sér réttindi í lífeyrissjóð og getur afkomutrygging brúað
þetta tímabil. Örorkulífeyrir úr lífeyrissjóð er almennt heldur ekki
hærri en sem nemur 56% af launum, miðað við að greitt sé í sjóðinn
í 40 ár þ.e. frá 25 ára aldri. Þú getur notið skattalegs hagræðis af
greiðslu iðgjalda með því að tengja afkomutryggingu við frjálsan
lífeyrissparnað. Bætur afkomutryggingar eru tekjuskattsskyldar við
útgreiðslu.
Sjúkrakostnaðartrygging er fyrir þá sem eru ekki í almanna-
tryggingakerfinu og er ætlað að brúa bilið frá komu til landsins og
þar til einstaklingurinn kemst inn í almannatryggingakerfið.
Barnatryggingar innihalda almennt
sjúkdóma-, örorku- og slysatryggingu
fyrir börn auk þess sem þær bæta
fjölskyldunni upp tekjumissi og
ófyrirséðan kostnað vegna t.d.
veikinda barna og kostnaðar við
breytingar á húsnæði sem veikindin
kunna að kalla á. Einnig bæta slíkar
tryggingar útfararkostnað.
NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008