Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 6
Það getur oft reynst erfitt að meta þörfina fyrir tryggingar. Þarf að kaupa viðbótartryggingu fyrir raftækin? Eða forfallatryggingu fyrir ferðina? Vertu vakandi fyrir tvítryggingum og veldu trygg­ ingarfjárhæð í samræmi við eignir og bótareglur. Sumar tryggingar eru lögboðnar og gildir það um brunatryggingu húseigna og ökutækjatryggingar, þ.e. ábyrgðartryggingu og slysa- tryggingu fyrir öll skrásetningarskyld ökutæki. Kaskótrygging er ekki skylda en bætir meðal annars tjón af völdum áreksturs, elds- voða, bílveltu, snjóflóða, óveðurs, þjófnaðar, skemmdarverka o.fl. Varðandi aðrar tryggingar er það hins vegar hvers og eins að meta tryggingaþörfina og velja rétta tryggingaupphæð til að vera vel tryggður án þess að greiða óþarfa iðgjöld. Hér fylgja nokkrar ráðleggingar en ítarlegar upplýsingar eru að finna á vefsíðu Neyt- endasamtakanna undir „Fjármál“, (www.ns.is). Hvaða tryggingar þarftu? Ef þú ert einstaklingur án fjölskyldu dugar góð heimilistrygging langt. Algengt er að heimilistrygging innihaldi: - innbústryggingu sem bætir tjón vegna bruna, skammhlaups, umferðaróhapps, innbrotsþjófnaðar, þjófnaðar, ráns, skemmdarverka, útstreymis vökva, óveðurs, ofhitunar á þvotti, brots eða hruns, skýfalls eða asahláku, og skemmda á kæli- og frystivörum. ­ innbúskaskó sem bætir tjón á lausafjármunum úr innbúi vegna skyndilegra ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi orsaka. ­ ábyrgðartryggingu sem bætir tjón sem vátryggður veldur öðrum og ber ábyrgð á samkvæmt íslenskum lögum. - slysatryggingu í frítíma sem greiðir bætur vegna dauðsfalls, varanlegrar og læknis- fræðilegrar örorku, tímabundins missis starfsorku, sjúkra- kostnaðar og tannbrots. Vátryggingin gildir oftast hvar sem er í heiminum í frítíma, við heimilisstörf og við nám. - greiðslukortatryggingu sem bætir tjón ef greiðslukort hins vátryggða tapast og óvið- komandi aðili misnotar það. - réttaraðstoðartryggingu sem greiðir málskostnað vegna ágreinings í einkamálum. - ferðatryggingu sem inniheldur farangurstryggingu, ferðasjúkratryggingu, ferða- rofstryggingu, samfylgd í neyð, endurgreiðslu ferðar, farangurs- tafartryggingu og stundum, en ekki alltaf, forfallatryggingu. Fyrir þá sem vilja einfaldari og takmarkaðri vernd er hægt að kaupa heimilistryggingu samsetta úr færri vátryggingarþáttum, t.d. innbús- tryggingu og ábyrgðartryggingu. Ef þú átt íbúð þarftu líka að íhuga að kaupa fasteigna­/húseigenda­ tryggingu. Slík trygging getur bætt vatnstjón, óveðurstjón og innbrotstjón á t.d. hurðum, gólfefnum, innréttingum og fleiru sem tilheyrir fasteigninni. Innbúið er hins vegar tryggt í innbústryggingu sem er sértrygging eða hluti af heimilistryggingu. Sumarhúsatryggingar eru oft samsettar af bruna-, fasteigna- og innbústryggingu og fela í sér vernd gegn helstu gerðum tjóns sem geta orðið á húsinu og innbúi þess. Ertu vel tryggður? Eða of vel tryggður?  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.