Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 18
Fjölmargar gerðir eru til af kattamat en skrautlegar og lokkandi umbúðir eru ekki alltaf traust vísbending um gæði inni­ haldsins. International Research and Testing (ICRT) tók margar gerðir til athugunar. Annars vegar var kannað og borið saman þurrfóður og hins vegar blautfóður. Gæðakönnunin Í flokki þurrfóðurs fékk Hill’s Science Plan hæstu meðaleinkunnina. Þetta fóður er með alveg rétt magn og hlutföll næringarefna og innihaldslýsingin á bakhlið pakkans reyndist líka hárrétt. Þessi gerð er líka ein sú dýrasta á markaðnum. En verðið segir ekki allt. Næstbestu fóður- gerðirnar, sem fengu sömu heildareinkunn og lúxusfóðrið og náðu toppárangri hvað varðar næringarefnainnihald og innihalds- lýsingu, reyndust vera Schnucki frá Aldi og Coshida frá Lidl. Dagskammtur af þessu fóðri kostar aðeins um sjöunda hluta þess sem greiða þarf fyrir Hill’s Science Plan. Því miður fundust þessar hagstæðu tegundir þó ekki á markaði hérlendis. Lakasta útkomu í flokki þurrfóðurs fékk IAMS Adult 1+ rich in chicken, með nær helmingi lægri einkunn en besta fóðrið í flokknum, aðallega vegna ófullkominnar innihaldslýsingar. Yfirleitt voru þurrfóðurs- gerðirnar þó góðar og þessi gerð fékk í sjálfu sér miðlungseinkunn en var í flokki dýrustu gerðanna. Í flokki blautfóðurs fékk IAMS Adult 1+ rich in chicken hins vegar hæstu heildareinkunn, og reyndar hæstu einkunn í öllum þáttum gæðakönnunarinnar og var, eins og kannski mátti búast við, langdýrasta fóðrið í flokknum. Í markaðskönnun NS reyndust 10 gerðir af IAMS-þurrfóðri fást hérlendis og fimm af blautfóðri. Kettir yfir kjörþyngd Margir kettir éta of mikið og hreyfa sig of lítið. Sérfræðingar benda ekki á „besta fóðrið“ heldur meiri hreyfingu og minna af sælkerabitum. Flestir kettir éta sama fóðrið dag eftir dag, nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Sumir eigendur vorkenna þeim vegna þessa einhæfa fæðis en staðreyndin er sú að köttum þykir það gott sem þeir eru vanir. En til þess að svo megi verða þarf að gera miklar kröfur til innihaldsins í matnum sem kettinum er gefinn. Sérfræðingarnir segja að offita sé mikið vandamál meðal katta nú á dögum. Á sumum dýraspítölum í Danmörku er þriðji hver köttur sem þangað kemur of feitur. Offita veldur köttum svipuðum vanda og of feitu fólki. Þeir eiga erfitt um hreyfingar og verða latir og framtakslausir. Aukabyrðin sem leggst á dýrin er of mikil fyrir liðamót þeirra. Kettir geta meira að segja fengið áunna sykursýki, sem stafar af röngu fæði. Loks geta feitir kettir átt í erfiðleikum með að þvo sér sjálfir vegna þess að þeir verða of stirðir og miklir um sig til að ná með tungunni til alls líkamans. Margir kattaeigendur vilja kannski hafa dýrið eins og leikfangabangsa og enginn í fjölskyldunni stenst það þegar þegar kött- urinn mjálmar og sníkir mat. Það verður þó að hafa í huga hvað er best fyrir dýrið. Það er ekki hægt að fullyrða hvaða fóður- gerð hentar heimiliskettinum best. Engir sér- fræðingar vita hvaða fóður hentar dýrum. Það er vitað hvaða fóður hentar best kúm Gæðakönnun á kattamat 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.