Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 8
Veldu rétta tryggingarfjárhæð Mikilvægt er að velja rétta tryggingarfjárhæð. Ef fjárhæðin er of há er tryggingin dýrari en hún þyrfti að vera, en bætur miðast samt einungis við raunverulegt tjón sem þú verður fyrir. Ef of lág fjárhæð er valin ert þú hins vegar ekki að fullu tryggður og færð ekki fullar bætur vegna tjóns, þó svo að einungis hluti af t.d. innbúi skemmist. Ef þú tryggir t.d. alla lausafjármuni á heimili þínu fyrir 8.000.000 kr., þó að raunverulegt verðmæti þeirra sé 16.000.000 kr., er hver hlutur einungis tryggður til hálfs. Ef t.d. sjónvarpinu er stolið samsvara bætur hálfvirði sjónvarpsins. Ekki er tekið tillit til persónulegs minjagildis. Oft er tryggingafélaginu skv. skilmálum heimilt að lækka bætur á grunni verðrýrnunar vegna aldurs, notkunar og annarra atriða sem geta haft áhrif á verðmæti hlutarins. Algengt er að afskriftir á fatnaði, myndavélum, DVD, heimabíói og tölvum geti verið allt að 20% á ári eftir fyrsta árið, sem er án afskriftar. Fyrir hljómflutningstæki, sjónvörp, myndbandstæki og útvörp getur afskriftin oft verið 10% á ári eftir fyrstu tvö árin. Fyrir önnur rafmagnstæki, reiðhjól, skíða- og viðlegubúnað er afskriftin oft takmörkuð við 10% á ári þegar eftir fyrsta árið. Tölvugögn og hugbúnaður bætist ekki alltaf. Afskriftir vegna verðrýrnunar eru oft takmarkaðar við 70% hámark. Rétt er að miða við bótaskilmála tryggingafélagsins þegar bótafjárhæð er ákveðin. Skráðu allt niður og myndaðu Til að ákveða tryggingarfjárhæð, og til að geta sýnt fram á tjón síðar meir, getur verið gott að ganga herbergi úr herbergi og meta verðmæti hluta í hverju herbergi fyrir sig auk þess að taka myndir af sem flestu. Það skiptir ekki málið hversu stór íbúðin eða fjölskyldan er, heldur á fjárhæðin að samsvara andvirði allra lausafjármuna sem eru á heimilinu, þ.e.a.s. innbús, fatnaðar, tækja, listaverka o.s.frv. Skráðu hjá þér merki, innkaupsár, framleiðslunúmer, verð o.þ.h. Lýstu verðmætum hlutum mjög nákvæmlega og greindu frá t.d. stimplum, áritunum, stærð o.s.frv. Geymdu svo hlutaskrána, myndir, kvittanir og ábyrgðarskírteini á öruggum stað utan heimilisins. Liselotte Widing Ekta grænmetiskraftur inniheldur grænmeti, krydd og matjurtir. Grænmetiskraftur sem seldur er í verslunum inniheldur oftast salt, grænmetisolíu og ýmis bragðaukandi efni (MSG). Stundum er salt meira en helmingur af innihaldsefnunum. Það má spyrja hvort sumar tegundir grænmetiskrafts hafi fjarlægst svo mjög uppruna- legu uppskriftina að nær væri að tala um salttening með bragðbæti. Á þetta benda dönsku samtökin Danmarks aktive forbrugere á heimasíðu sinni, www.aktiveforbrugere.dk. Mannskepnan er söm við sig. Eftirfarandi tilvitnun í Robert M. Hutchins birtist í Neytendablaðinu snemma árs 1979, eða fyrir tæpum 30 árum.: „Okkur hættir til að sjást yfir ýmis knýjandi vandamál, er blasa við úr öllum áttum og krefjast úrlausnar. Þetta stafar sumpart af þeirri snjöllu hugkvæmni okkar að komast í álnir á þann hátt að kaupa hluti hver af öðrum sem við höfum ekki not fyrir, á verði sem við ráðum ekki við, með skilmálum sem eru okkur ofvaxnir, fyrir áhrifamátt auglýsinga sem við trúum ekki á.“ Grænmetisteningar geta innihaldið salt og og bragðefni en ekki endilega mikið af grænmeti. Kraftur eða saltteningur Kona nokkur keypti tvo sófa í versluninni Línunni. Einn sófinn kom úr búðinni en hinn af lager. Þegar sófarnir voru komnir heim í stofu tók konan eftir því að sófinn sem verið hafði á lager var aðeins dekkri en hinn og annar litur á púðum. Konan hringdi í Línuna og þar fóru starfsmenn strax í málið. Verslunin átti á lager annan sófa sem var eins og fyrri lagersófinn og var hann sendur heim til konunnar þar sem starfsmenn sáu um að setja fæturna á sófann og ganga frá öllum umbúðum. Stuttu síðar hringdi stúlka úr versluninni og bað um korta- númer konunnar því ákveðið hafði verið að gefa konunni tæplega 12.000 krónu afslátt vegna óþægindanna. Konan var að vonum mjög ánægð með góða þjónustu. Frábær þjónusta í Línunni Skjallarinn  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.