Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 17
Hvernig gerir maður skynsamleg innkaup? Fyrst og fremst er að setjast niður með fjöl- skyldumeðlimum og gera áætlun um hvaða matvöru heimilisfólkið vill borða. Útbúa í framhaldinu matseðil fyrir aðalmáltíð dagsins og gera innkaupalista í samræmi við hann og vera trúr innkaupalistanum þegar verslað er. Gott er að sem flestir fjölskyldu- meðlimir séu sammála og meðvitaðir um að svona ætlum við að hafa þetta og allir geta lagt sitt til málanna. Elda síðan hæfilegt magn og nota afgangana. Nokkur góð húsráð af heimasíðunni www.lovefoodhatewaste.com og frá Marínu: • Settu bananahýðið í rósabeðið. Grafðu það aðeins niður upp við rósina. • Steiktu grænmeti sem er að verða leiðin- legt og settu í frysti. Þá má taka það út hvenær sem er og henda út í súpur eða hina ýmsu rétti. • Merktu allt vel (dagsetningu og inni- hald) sem þú setur í frysti. • Ef þú átt mikinn afgang af brauði er upplagt að þurrka það og búa til brauð- rasp. • Gott ráð er að skrifa matseðil fyrir næstu daga og fara með innkaupaseðil í búðina. • Eldaðu af og til stóra uppskrift (t.d. lasagna og chili con carne) og settu mátulega skammta í frysti. Þá er hægt að reiða fram kvöldmat á svipstundu. • Gerðu matarmiklar súpur þar sem þú nýtir alls kyns afganga. • Notaðu afganga af hafragraut, kart- öflum, hrísgrjónum eða hverju sem er í brauð. Ýmist út í deigið eða sem fyll- ingu. BP Það er þjóðráð að nota matarafganga í brauðbakstur. Margir eru duglegir að flokka rusl og fara með í endurvinnslu. Eitt af því sem hægt er að flokka er plast en mikið af matvælum er einmitt geymt í plastumbúðum. Þeir sem eru með endurvinnslutunnu hafa fengið upplýsingar um það hvaða plast megi endurvinna en það er merkt sérstöku endur- vinnslumerki. Stærstur hluti plastumbúða er þó ekki með neinar merkingar og því er spurningin; má setja allt plast í endur- vinnslu? Arngrímur Sveinsson rekstrastjóri Gáma- þjónustunnar hf. segir fyrirtækið taka við öllu plasti og plastumbúðum sem til fellur á heimilum. „Við flokkum úr það plast sem ekki er hægt að nota svo fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Mikilvægast er að umbúðirnar séu tómar og hreinar og að allt plast sé sett saman í poka. Allt plast er sent til útlanda þar sem það er flokkað enn frekar áður en það er endurunnið.“ Plastumbúðir sem þessar er hægt að endurvinna. Allir geta flokkað plast því flokkunarstöðvar víða um land taka við plasti sem til fellur á heimilum en umbúðum á að skila tómum og hreinum. Hvaða plast má flokka? Félagsmaður hafði safnað saman plasti sem ekki var merkt endurvinnslumerki og vildi vita hvort óhætt væri að setja það í Endurvinnslutunnuna. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.