Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarfljónustunni 9.000 erindi bárust til Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar á síðasta ári. Það er því ljóst að nóg er að gera en þetta eru um það bil 40 erindi að meðaltali á dag. Í mörgum tilvikum var beinlínis um að ræða kvartanir en í öðrum almennar fyrirspurnir eða ábendingar. Yfir hverju er kvartað? Flestar fyrirspurnir á síðasta ári voru vegna raftækja og ferðalaga. Þá bárust einnig margar fyrirspurnir eða ábendingar vegna verðlags og má vafalaust þakka það auknu eftirliti neytenda með verðlagi á matvörum í kjölfar lækkunar á virðisaukaskatti. Fyrirspurnir vegna trygginga- og fasteignamála voru einnig fyrirferðarmiklar. Gallaðir farsímar og fartölvur Ef fyrirspurnir er varða raftæki, tölvur og farsíma eru lagðar saman sést að tæplega þúsund erindi bárust vegna slíkra tækja. Í langflestum tilvikum var um það að ræða að neytandinn taldi sig hafa gallaðan hlut í höndunum en var annaðhvort óviss um réttarstöðu sína eða þá að illa gekk að fá seljanda til að bæta úr gallanum. Mikið spurt um skilarétt Þá var mikið spurt um skilarétt, innleggsnótur og gjafabréf en Neytendasamtökin hafa gagnrýnt stuttan gildistíma á gjafabréfum og innleggsnótum. Samtökin hafa eindregið hvatt verslanir til að fara eftir verklagsreglum um skilarétt er gefnar voru út af iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu fyrir nokkrum árum. Því miður fylgja allt of fáar verslanir þessum reglum. Ársskýrslan er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu Neytenda samtakanna og er þar að finna ýmsar nánari upplýsingar um starfsemi Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar. 9.000 fyrirspurnir á ári Fjarðarkaup fær hrósið Margir foreldrar kannast eflaust við hversu varasamt það getur verið að taka börnin með í mat vöruverslanir þegar þau eru þreytt og pirr uð eftir langan vinnudag í leikskólanum eða skól- anum. Ófriður er í aðsigi ef verslanir hafa stillt sælgætinu og dótinu í hillur sem eru í augnhæð barnanna. Foreldrar geta reyndar snið gengið sæl - gætis-, gos- og snakkrekkana en það er verra þegar sæl gætinu er stillt upp við kass ana því enginn kemst hjá því að bíða í biðröð á annatíma. Má þá stundum heyra stríðsöskrin ef börnunum er neitað um gott í gogginn rétt á meðan beðið er eftir afgreiðslu. Neytendasamtökin hafa fengið ábend ing ar frá neytendum sem vilja hrósa Fjarðar kaupum fyrir að staðsetja hvorki gos né sæl gæti við kassana. Neyt enda samtökin taka undir hrósið og hvetja matvöruverslanir til að gefa holl ari mat vælum meira vægi og fara að dæmi Fjarðar kaupa og fjarlægja sæl gætið frá köss unum. Peysurnar endurgreiddar Frá evrópsku neytendaaðstoðinni Í síðasta tölublaði sögðum við frá ungri konu sem lenti í hremmingum eftir að hafa verið látin borga tífalt fyrir nokkrar peysur. Málið fór fyrir kærunefnd lausafjárkaupa í Danmörku en þá sagðist verlsunin hafa uppgötvað mistök sín og fallist var á að endurgreiða konunni. Neytendasamtökin og evrópska neytendaaðstoðin (ENA) vilja að gefnu tilefni minna fólk á nauðsyn þess að geyma kvittanir í einhvern tíma þegar verslað er erlendis. Nýverið heyrði ENA frá konu sem keypti kjól í verslun í Kaupmannahöfn. Þegar heim var komið kom í ljós að stærðar saumspretta var á kjólnum. Konan leitaði þá til útibús verslunarkeðjunnar hér á landi en þar var henni neitað um aðstoð þar sem hún gat ekki framvísað kvittun. Hugsanlega hefði verið hægt að framvísa þessu máli til evrópsku neytendaaðstoðarinnar í Danmörku en neytandanum fannst það ekki fyrirhafnarinnar virði og ákvað að gera við kjólinn sjálf. Ef kvittun hefði verið fyrir hendi hefði þó aldrei þurft að koma til þess. Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar hafa í nógu að snúast. 3 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.