Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 5
Guðrún Arndís Tryggvadóttir er menntaður myndlista maður og hefur lengst af starfað sem slíkur. Áhugi Guðrúnar á umhverfis málum varð til þess að hún opnaði heima síðuna natturan.is sem er bæði vef verslun og alhliða upplýsingasíða um hvað eina sem teng ist náttúrunni og umhverfinu. Í kringum áramótin skrifaði Guðrún Tryggvadóttir grein um skaðsemi flugelda og mengandi áhrif þeirra á síðuna natt- uran.is. Eins og við var að búast fékk Guð rún mikil viðbrögð við greininni og sitt sýndist hverjum. Neytendablaðið spurði Guðrúnu hvernig henni hefði dottið í hug að skrifa um þetta eldfima málefni. Það var búið að pirra mig í nokkur ár, eða frá því að ég fór að gefa umhverfismálum gaum, að aldrei skyldi hafa farið af stað svo mikið sem umræða um neikvæðar hliðar sprengigleði landsmanna um áramótin. Ég fékk síðan þá hugmynd að senda hreinlega áskorun til björgunarsveitanna þess efnis að þær tækju frumkvæði að því að vekja máls á umhverfisáhrifum og frágangi á ruslinu og sköpuðu sér þannig forskot sem umhverfismeðvitaðir og ábyrgir söluaðilar, í takt við allt annað sem sveitirnar gera fyrir þjóðfélagið. Ég sendi fjölmiðlum áskorunina og um leið varð uppi fótur og fit hjá nokkrum heittrúuðum björgunarsveitarmönnum, bæði á blogginu og á umræðuvettvangi www.natturan.is. Áskorunin var það mikið stytt og breytt á þeim miðlum sem birtu hana að fjöldi manns fór í vörn og tók þetta sem árás á björgunarsveitirnar. En margir voru líka mjög jákvæðir og fegnir því að umræðan væri farin af stað og ég er sannfærð um að það þurfti bara að brjóta ísinn og að á næsta ári verði talað um þetta mál af meiri fagmennsku en hingað til. Auðvitað verða allir að skilja að það að skjóta upp þúsund tonnum af sprengiefni getur ekki verið einkamál þeirra sem hagnast á því. Kostn - aður við förgun er gríðarlegur fyrir þjóð- félagið og bæði heilsufarsleg og um hverfis- leg áhrif hljótast af. Hver er meginhugmyndin með vef- síðunni? Meginhugmyndin er að koma umhverfis- vitund inn á heimilin og inn í fyrirtækin þannig að ekki sé lengur hægt að loka augun um fyrir því hvernig varan varð til eða hvar hún endar. Við erum sann færð um að með vitundarvakningu og þátttöku neytenda sé hægt að nota markaðs öflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfis- verkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn. Með því að vera fréttamiðill, tengi liður, uppflettirit og söluvettvangur sem kemur upplýsingum á framfæri á fag - legan og hlutlausan hátt vonumst við til að umhverfisvitund aukist það mikið í hugum fólks að hún verði almenn og sjálfsögð. Á síðunni natturan.is eru mjög mikið af upplýsingum um vistvænar vörur. Er úrvalið af slíkum vörum að aukast á Íslandi? Já, gríðarlega, en samt veit fólk ekki alltaf hvað merkin þýða og hvaða vottanir eiga við hvaða vörur. Þetta getur verið mjög ruglandi og það eru ýmis merki í gangi sem hafa ekkert á bak við sig en líta út fyrir að vera einhver vottun. Því viljum við upplýsa um þessi mál og reynum sérstaklega að setja upplýsingarnar í samhengi og gera þær skiljanlegar og nýtilegar þegar taka þarf ákvarðanir. Þær ákvarðanir sem neytendur taka geta haft úrslitaáhrif varðandi það hvort umhverfisvænir viðskiptahættir verði ofan á eða ekki. Það þýðir að þau fyrirtæki sem taka ábyrgð í umhverfislegu tilliti verði ofan á en hin undir. Þannig breytum við heiminum, hvert og eitt, bara með því að velja réttar vörur í körfuna. Í sjálfu sér er stórkostlegt lýðræði falið í því að geta valið um hvort heimurinn farist eða ekki, kannski aðeins ýkt en samt er það í raun málið. Ef eng inn veit hvað er virkilega ábyggileg vott un og hvað er umhverfisvænna en annað er ekki hægt að taka réttar ákvarð- anir. Grunnhugmynd vefsins er að vera þessi útskýringarmilliliður fyrir neyt endur; tækið til að skilja og velja rétt. Er næg eftirspurn af hálfu neytenda? Hún er að aukast en það þarf að upplýsa neytendur betur svo þeir verði reglulega meðvitaðir. Þetta er eins og með allt annað, um leið og við skiljum hlutina er hægt að velja rétt, þangað til er manni alveg sama því vitneskjan er ekki fyrir hendi. Þú hélst úti vefnum grasagudda.is sem margir kannast kannski við. Af hverju var grasagudda svona vinsæl? Grasagudda.is var upphaflega nafnið á vefnum sem ég byrjaði að vinna með fyrir einum fimm árum. Á þessum tíma var ég á kafi í grasapælingum og var búin að safna miklum upplýsingum og kynna mér söguna og sá að upplýsingar um jurtir þyrfti að setja á vef þannig að allir gætu kynnt sér hvaða jurt hefur hvaða áhrif, lækningamátt og aðra nýtingarmöguleika. Þannig vildi ég líka auka virðingu fyrir náttúrunni og galdrinum sem er allt í kringum okkur. Ég tók á móti upplýsingum frá fólki og setti þær í eins konar skjóðu fyrir visku þá sem býr með þjóðinni um jurtir. Ég hef tekið ljósmyndir af flórunni í mörg ár með sérstaka áherslu á lækningajurtir, fengið leyfi til að skrá gamlar bækur í grunna og síðan erum við í samvinnu við ótal stofn- anir, fagaðila og gagnagrunna. Fréttir og efni af grasagudda.is runnu síðan saman við natturan.is þegar hún fór loks í loftið í apríl í fyrra á natturan.is má finna ýmsar upplýsingar um umhverfismál „Breytum heiminum N át tú ra n. is Náttúran.is ...flokkað rusl og jarðgert lífrænan úrgang ...forðast að spilliefni komist í jarðveginn ...gefið smá- fuglunum ...notað strætó ...valið rúmföt úr lífrænni bómull, notað kommóðu frá ömmu, kveikt á kertum úr endurnýttu vaxi og lesið góða bók ...ræktað tré, blóm og eigið grænmeti, tínt ber og jurtir og notið útiverunnar ...slökkt á ljósum og tekið tæki og straumbreyta úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun ...valið sjónvarp og hljómflutningstæki með tilliti til orku- sparnaðar ..valið umhverfisvænan bíl og notað hjól eða gengið styttri vegalengdir, fylgst með rafmagnseyðslunni og haldið stofuhita í 20ºC ...valið leikföng og húsgögn úr náttúrulegu og eiturefnafríu hráefni ...valið lífrænar, uppruna-, umhverfis- og siðgæðis- vottaðar vörur. Nýtt vel það sem við kaupum! ...valið tölvubúnað og prentara með hliðsjón af umhverfisáhrifum, endurunnið pappír og verslað á netinu ...valið umhverfisvottað þvotta- efni og hreinlætisvörur, orkunýtna þvottavél, þurrkað þvottinn á snúru og ekki látið vatn renna óþarflega lengi © 20 07 N át tú ra n. is ...notað vistvæna orkugjafa og valið vistvæn byggingarefni og málningu ...flokkað rusl og jarðgert lífræ n úrgang ...forðast að spilliefni komist í jarðveginn ...gefið smá- fuglunu ...notað strætó Hvað get ég gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið? ...valið rúmföt úr lífrænni bómull, notað kommóðu frá ömmu, kveikt á kertum úr endurnýttu vaxi og lesið góða bók ...ræktað tré, blóm og eigið gr eti, tínt ber o j rtir og notið útiverunnar ...slökkt á ljósum og tekið tæki og straumbreyta úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun ...valið sjónvarp og hljómflutningstæki með tilliti til orku- sparnaðar ..valið umhverfisvænan bíl og notað hjól eða gengið styttri vegalengdir, fylgst með rafmagnseyðslunni og haldið stofuhita í 20ºC ...valið leikföng og húsgögn úr náttúrulegu og eiturefnafríu hráefni ...valið lífrænar, upprun -, umhverfis- og siðgæðis- vottaðar vörur. Nýtt vel það sem é kaupi! ...valið tölvubúnað og prentara með hliðsjón af umhverfisáhrifum, endurunnið pappír og verslað á netinu ...valið umhverfisvottað þvotta- efni og hreinlætisvörur, orkunýtna vottavél, þurrkað þvottinn á snúru og ekki látið vatn renna óþarflega lengi ...notað vistvæna orkugjafa og valið vistvæn byggingarefni og málningu na tt ur an .is C M Y CM MY CY CMY K 155X100mmHusid.pdf 8/29/07 9:51:57 AM – með því að velja réttar vörur“

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.