Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 9
Það kemur kannski mörgum á óvart en hjarta- og æðasjúkdómar eru lang- algengasta dánarorsök Íslendinga. Um 55% kvenna og 43% karla deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum. Úr aldurshópnum 25 ára og eldri létust árlega að meðaltali 226 karlar og 145 konur úr kransæðasjúkdómi á tímabilinu 2001 til 2005. Hjartavernd er sjálfseignarstofnun og hóf starf semi sína árið 1967. Hjartavernd sinn ir m.a. rannsóknum á hjarta- og æða sjúkdómum og beitir sér í forvörnum. Hægt að greina áhættuþætti Frá upphafi hefur Hjartavernd boðið upp á svokallað áhættumat, en það er ítarleg rannsókn sem miðar að því að greina áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, meta líkur einstaklings á að fá kransæðasjúkdóm og jafnvel greina áður óþekkta sjúkdóma. Áhættumatið fer þannig fram að fólk kemur í mælingar að morgni og hittir síðan lækni í seinni skoðun og fær þá ráðgjöf um lífsstílsbreytingar sé þeirra þörf. Einnig er fólki beint í réttan farveg ef grípa þarf til aðgerða. Áhættumat í gjafabréfi Frá árinu 2005 hefur Hjartarannsókn, sem er systurfyrirtæki Hjartaverndar, séð um áhættumatið. Rannsóknin kostar 14.900 krónur og miðast gjaldið við kostnaðarverð. Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Hjartavernd, segir vinsælt að gefa slíkar rannsóknir í afmælis- og jólagjafir en nýlega byrjaði Hjartavernd að bjóða upp á gjafabréf. En skyldu verkalýðsfélög borga hluta af slíkri rannsókn? Já, langflest ef ekki öll stéttarfélög greiða skoðunina niður að miklu eða öllu leyti. Hvað með vinnustaði, eru dæmi þess að heilu vinnustaðirnir komi í skoðun? Já, við höfum tekið á móti stærri og minni fyrirtækjum og við bjóðum upp á fyrirtækjaþjónustu. Stundum höfum við far ið á viðkomandi vinnustað og mælt blóð þrýsting starfsfólks, tekið blóðprufur og gert helstu mælingar sem hægt er að gera. Síðan kemur fólkið inn til okkar þeg ar búið er að vinna úr gögnum og fær að vita niðurstöðurnar og fer í viðtal hjá sérfræðingi. Algengara er þó að starfsfólk hafi komið hingað til okkar og er það að mörgu leyti þægilegra fyrir alla. Við höfum einnið boðið upp á að halda fyrirlestra í fyrirtækjum um áhættuþætti hjarta- og æða - sjúkdóma. Getur fólk mætt í rannsókn þótt það finni engin einkenni? Já segi ég og legg áherslu á já-ið. Áhættumat er fyrst og fremst forvörn sem gengur út á að meta áhættuþætti og hjálpa fólki að ná tökum á þeim til að það þrói síður með sér hjartasjúkdóm á lífsleiðinni; sjúkdóm sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Hverjir eiga að fara í hjartarann- sókn? Allir fullorðnir sem vilja láta kanna líkurnar á að þeir fái hjartasjúkdóm. Þeir sem hafa ættarsögu eru sérstaklega hvattir til að koma og almennt er miðað við að allir fertugir og eldri láti mæla hjá sér áhættuþættina. Allir eru velkomnir til okkar og gildir það jafnt um konur og karla. Hægt að fyrirbyggja Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- inn ar er hægt að fyrirbyggja 80% til fella af hjarta- og æðasjúk dómum. Helstu áhættu - þættir eru: reykingar, hár blóð þrýst ingur, hátt kólesteról, sykursýki, offita, ættar saga, hreyfingarleysi og streita. Eins og upp - talningin sýnir getur fólk haft mikil áhrif með því að lifa heilbrigðu lífi. Ýmsar áhuga - verðar upplýsingar má finna á www.hjarta. is og www.hjarta.net. Algengasta dánarorsökin Saltneysla Íslendinga er mun meiri en ráðlagt er en mikil saltneysla getur valdið háum blóðþrýstingi. Í stað salts er gott að nota hvítlauk og ýmsar kryddjurtir til að bragðbæta matinn. Rannsóknir sýna að Íslendingar borða of lítið af grænmeti og ávöxtum. Í Danmörku og Noregi hefur verið rætt um niðurfellingu virðisaukaskatts á grænmeti og ávöxtum til að auka neyslu á þessu hollmeti. – en því er hægt að breyta! 9 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.