Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 4
Í lok janúar hlustaði ég á athyglisvert viðtal við bankastjóra Landsbankans þegar bankinn kynnti hagnaðartölur síðasta árs en hagnaður bankans árið 2007 nam 40 milljörðum króna eftir skatta. Í lok viðtalsins fengu viðskiptavinir Landsbankans athyglisverð skilaboð frá bankastjóranum: Sigurjón bankastjóri: Að hagnast um 40 milljarða er mjög góður rekstrarárangur. Við erum mjög stoltir og horfum framan í hvern sem er varðandi rekstrarafkomu bankans. Fréttamaður: Þetta eru góðar fréttir fyrir Landsbankann en nú eru 1000 viðskiptavinir að horfa á þessa frétt og vilja fá að vita: hvað þýðir þetta fyrir mig? Sigurjón bankastjóri: Ja - hik - þetta þýðir í rauninni ekkert sérstakt fyrir þig sem við skipta vin. - hik - Ekki almennt séð nema bankinn gengur betur og betur og þar af leiðandi getur hann stutt betur og betur við sína viðskiptavini. Er þetta ekki dæmigert? Árgjald Neytenda­ samtakanna 2008 Stjórn Neytendasamtak anna hefur tek ið ákvörð un um að árgjald Neytenda samtak- anna verði 4.300 krónur þetta árið. Við ákvörðun á árgjaldi hefur mörg undan- farin ár verið miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs. Undanfarna tólf mán - uði hefur þessi vísitala hækkað um 7%. Neytenda samtökin vona að félags menn mæti þessari breytingu með skilningi, enda ljóst að ef rauntekjur samtak anna drag ast saman bitnar það aðeins á starfsemi Neyt - endasamtakanna. Minnt er á að félags gjöld eru mikilvægasti tekjustofn samtak anna. Ertu að flytja? Félagsmenn munið að tilkynna breytt heim- ilis fang! Hægt er að senda póst á www. ns.is Þá minnum við á að hægt er að greiða ár gjaldið með kredikorti og spara þannig inn heimtukostnað fyrir samtökin. Nöldrarinn Ráðgjafanefnd Evrópusambandsins um neytendamál telur nauðsynlegt að upplýsa neytendur betur um CE-merkingu á vörum. Nefndin vill meina að CE-merkingin sé vill andi þegar hún er sett á vöruna sjálfa eða umbúðir. Ástæðan er sú að: • neytendur halda að merkið sé sett á vörur sem hafa verið prófaðar með tilliti til öryggis af óháðum þriðja aðila eða jafnvel yfirvöldum, • neytendur halda að merkið sé einhvers konar gæðastimpill, • neytendur halda að merkið gefi til kynna að varan sé framleidd í Evrópu. Ráðgjafanefndin fer fram á það við Evrópuráðið og aðrar evrópskar stofnanir að merkið verði fjarlægt af neytendavörum og umbúðum. Hvað þýðir CE-merkið? CE-merking er yfirlýsing frá framleiðanda (eða ábyrgðarmanni vörunnar) um að varan uppfylli ákveðin skilyrði og staðla. Um margar vörur gilda lög og reglur sem framleiðendur verða að fylgja. Oftast er um að ræða reglur sem snúa að öryggi og heilsuvernd. Þannig er t.d. bannað að nota hættulega þungmálma í leikföng og hjólahjálmurinn verður að vera nægilega sterkur til að þola högg. Setji framleiðandi CE-merkingu á vöru er það yfirlýsing af hans hálfu um að varan uppfylli öll skilyrði og þar með getur hún ferðast innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það er þó ekki þar með sagt að varan sé örugg og þess eru dæmi að CE-merktar vörur hafi verið teknar af markaði af öryggisástæðum. Næsta þing Neytendasamtakanna verður haldið dagana 19.–20. september nk. Sam kvæmt lögum samtakanna geta allir skuldlausir félagar þeirra verið fulltrúar á þinginu enda tilkynni þeir um þátttöku með a.m.k. viku fyrirvara. Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna er þingið æðsta vald í málefnum þeirra. Stjórn Neytendasamtakanna hvetur félags- menn til að hafa áhrif á starf og stefnu samtakanna með því að sitja þingið. Þeir sem hafa áhuga á því eru beðnir um að tilkynna um þátttöku með tölvupósti (ns@ ns.is) eða með því að hringja í skrifstofur Neytendasamtakanna í síma 545 1200 og 462 4118. Þing Neytenda­ samtakanna félagsmenn, takið þátt CE ­ merking villandi 4 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.