Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 19
Það er því ekki úr vegi að skoða að lokum einstakling sem tekur tveggja herbergja íbúð á leigu. Hvað þarf hann að hafa í tekjur til þess að komast af? Meðalleiguverð á tveggja herbergja íbúð er 120.000 kr. á mánuði, rafmagn er yfirleitt ekki innifalið og stundum leggst hússjóður við. Má því gera ráð fyrir um 130.000 kr. á mánuði í húsnæðiskostnað. Neysluviðmið ráðgjafarþjónustunnar fyrir einstakling er aðeins 44.500 kr. á mánuði og er þá ekki tekið mið af föstum útgjaldaliðum, heldur einungis mat, hreinlætisvörum, fatnaði, lækniskostnaði og tómstundum (að upphæð 1.600 kr. á mánuði). Ef miðað er við 44.500 kr. í neyslu, 130.000 kr. í húsnæðiskostnað og 9.000 kr. í afnotagjald RÚV og símakostnað þarf viðkomandi því að hafa að lágmarki 183.500 kr. í útborguð laun, eða um 265.000 í heildartekjur til þess eins að skrimta. Manneskja með þessar tekjur fær hins vegar aðeins 1.300 kr. á mánuði í húsaleigubætur. Upphæð húsaleigubóta er miðuð við reiknivél á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins um miðjan feb. 08 Bætur ekki í takt við verðþróun Niðurstaða Neytendablaðsins er því sú að upphæð húsaleigubóta hafi ekki tekið mið af verðhækkunum á leigumarkaði en miðað við dæmin hér að ofan breyta þessar bætur mjög litlu. Hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna fengust þær upplýsingar að undanfarin 3 ár hafi meira en helmingur þess fólks sem leitar til stofunnar vegna fjárhagserfiðleika verið í leiguhúsnæði. Árið 2006 voru t.d. 52% þessa hóps í leiguhúsnæði á móti 39% í eigin húsnæði. Eins og bent var á í upphafi býr stærsti hluti þjóðarinnar í eigin húsnæði eða 80% og það undirstrikar enn frekar hve hátt hlutfall „leiguliða“ er meðal þeirra sem leita sér fjárhagsaðstoðar. Eins og sést í töflunni er enginn sérlega öfunds verður af því að halda út á leigu- markaðinn. Sum ir eiga þó ekki annarra kosta völ. En breyta húsa leigubætur ein - hverju? Ólíkt mörgum lögum eru húsaleigulögin tiltölulega einföld og skýr. Hér að neðan eru tekin saman nokkur mikilvæg atriði úr leigulögunum: Hversu há má húsaleiga vera? Samkvæmt húsaleigulögum er aðilum frjálst að semja um upphæð leigunnar og því er í raun ekkert gólf eða þak á upphæðinni. Algengt er að samið sé um að leiga breytist á leigutímanum og er þá yfirleitt miðað við vísitöluhækkanir. Hvernig á ástand húsnæðis að vera við upphaf leigusamnings? Leigjandi á að fá húsnæði afhent í full- nægjandi ástandi. Þetta þýðir m.a. að hús - næðið á að vera hreint og að rúður, læs - ingar, ljósrofar, eldhústæki og lagnir eiga að vera í lagi. Ef leigjandi er ósáttur við ástand íbúðarinnar þarf hann að kvarta skriflega við leigusala sem allra fyrst. Ef hann dregur of lengi að kvarta getur hann glatað réttinum til þess! Ef leigusali gerir ekkert í málunum getur leigjandi svo átt rétt á því að bæta sjálfur úr göllunum og draga kostnaðinn frá leigunni. Fyrst þarf hann þó að leita samþykkis byggingarfulltrúa. Hvernig á ástand húsnæðis að vera við lok leigusamnings? Leigjandi á að skila húsnæðinu í sama ástandi og hann tók við því. Þetta gildir þó ekki ef um er að ræða slit vegna venju- legrar notkunar. Oft komast leigjendur og leigusalar að samkomulagi um bætur ef leigjandi hefur valdið tjóni og eru bæturnar þá gjarnan dregnar af fyrirframgreiddri tryggingu. Ef aðilar komast ekki að sam - komulagi – og ef leigjandinn kannast kannski ekkert við að hafa valdið tjóni – á byggingarfulltrúi hvers sveitarfélags að meta tjónið. Hver ber ábyrgð á viðhaldi leiguhús- næðis? Leigjanda ber að ganga vel um húsnæðið og hann þarf að lagfæra það sem hann, fjölskylda hans eða gestir skemma. Leigj- andi á einnig að annast viðhald á ýmsu smávægilegu, eins og t.d. læsingum og vatnskrönum. Annað viðhald er á ábyrgð leigu sala þó að hægt sé að semja um að leigjandi sjái um viðhaldið gegn því að borga lægri leigu. Leigusali á svo að halda húsnæði í leiguhæfu ástandi, t.d. með því að mála og skipta um gólfefni þegar þess þarf. Það er væntanlega helst í langtímaleigusamningum sem þess gerist þörf. Ef leigjanda finnst leigusali ekki sinna þessu nógu vel á hann að krefjast úr bóta og vissara er að gera það skriflega. Ef leigusali sinnir ekki þeim kröfum innan tveggja mánaða getur leigjandi svo gert við húsnæðið sjálfur á kostnað leigusala en fyrst þarf hann að leita álits byggingarfulltrúa. Hvernig má segja leigusamningi upp? Ef um tímabundinn leigusamning er að ræða – t.a.m. samning sem gildir í ár – er almennt ekki hægt að segja honum upp. Ef um ótímabundinn leigusamning er að ræða, en slíkir samningar eru algengir þegar um langtímaleigu er að ræða, geta aðilar sagt Mikilvægt að þekkja lögin Meðalstærð Meðalverð Miðgildisverð Hæsta verð Lægsta verð Fjöldi íbúða til leigu Herbergi 13,6 fm. 45.475 45.000 80.000 20.000 42 Stúdíó 36,8 fm. 91.313 85.000 140.000 66.000 16 2 herbergja 65,5 fm. 119.574 115.000 260.000 69.000 57 3 herbergja 88,9 fm. 140.674 140.000 240.000 99.000 48 4 herbergja 112,4 fm. 169.500 160.000 260.000 130.000 22 5 herbergja 172,4 fm. 229.000 245.000 320.000 150.000 19 Einungis voru kannaðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en gera má ráð fyrir að verð annars staðar sé nokkru lægra. 19 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.