Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 10
Markaðskönnun Í markaðskönnun Neytendablaðsins, sem gerð var 13.–18. febrúar, reyndust um 140 gerðir þvottavéla vera til sölu hér á landi og voru þær á verðbilinu um 30–220 þús. kr. Ódýrust var Matsui MWM 1000 N á 29.995 kr. hjá Elkó en sú dýrasta var Miele W 3923 WPS á 221.850 kr. hjá Eirvík. Könnunin er á vef Neytendasamtakanna www.ns.is Val á þvottavél Val á þvottavél ætti að miðast við notkun og fjölskyldustærð. Séu notendurnir barnlaust par er lítil ástæða til að kaupa háþróaða og dýra vél; séu aðeins einn eða tveir í heimili má t.d. mæla með Bosch WAE 2416 Classic, sem fæst á 57.900 hjá Elkó. Og ef fólk sér fram á að flytja innan tveggja ára og vill taka þvottavélina með sér er ekki endilega ráðlegt að kaupa stóra og þunga vél. En fyrir barnafjölskyldu, sem þvær kannski oft á dag, og fólk sem óhreinkar föt mikið í vinnu eða tómstundum er hins vegar lítið vit í að kaupa ódýrustu gerðirnar. Gæðakannanir International Consumer Research and Testing (ICRT) hafa oft sýnt að Miele kemur einna best út í gæðum á þvottavélamarkaðnum. Nefna má gerðir eins og Miele 3741 NDSLW, sem fæst á 134.995 kr. hjá Elkó, og Miele W 1514, sem fæst á 94.995 kr. hjá Elkó og á 105.500 kr. hjá Eirvík. Einnig má þó mæla með Whirlpool AWO/D 6730, sem fæst á 69.989 kr. hjá Max, og til eru ágætar þvottavélar frá AEG, Bosch, Zanussi og fleiri framleiðendum. Ódýrar vélar og ódýrt vinnuafl ICRT kannaði nokkrar af ódýrustu þvottavélunum á markaðnum og margar þeirra stóðu sig furðanlega vel. Slóvensku Gorenje-vélarnar, sem fást hér í Rönning og Raftækjaverslun Íslands á um 55–112 þús. kr. hreinsa burt fitu-, rauðvíns-, kakó-, olíu-, sót-, blóð- og blekbletti næstum eins og vel Miele- og AEG-vélar. Margar ódýru vélanna frá smærri og minna þekktum framleiðendum skjótast í gæðakönnuninni fram fyrir ódýrar gerðir frá frægu framleiðendunum með fínu vörumerkin. Samt sem áður vilja margir kaupendur frekar frægt merki. Sumir fullyrða reyndar að með því að kaupa Gorenje fáist mest fyrir peningana. Merkjavörur eru og verða merkjavörur, en hér býr ýmislegt að baki sem fólk áttar sig oft ekki á. Sannleikurinn er sá að fyrirtæki hafa sameinast og fræg þýsk, ítölsk og sænsk merki eru nú framleidd á Spáni og í Tyrklandi og Austur-Evrópu, þar sem launakostnaður er lægri. Ítölsku Zanussi- þvottavélarnar eru nú framleiddar í sömu verksmiðjum og þýsku AEG-vélarnar og sænsku Electrolux-vélarnar. Oft eru aðeins dýrustu og fínustu gerðir þvottavélanna framleiddar í Norður-Evrópu. Ókostirnir við sumar ódýru þvottavélarnar eru að þær nota tvöfalt meira vatn og miklu meira rafmagn en hinar dýrari. Dæmi um slíka vél er Indesit SIXL 149 S, sem fannst reyndar ekki á markaði hér. Aðferðirnar Rannsóknin á því hve vel vélarnar þvo er byggð á athugunum á bómullarþvotti við 40 stiga hita. Þvegið var með venjulegu 40 gráðu þvottakerfi, hraðkerfi og „easy-care“ -kerfi (eða 40 gráðu kerfi fyrir gerviefni). Ástæða þess að aðeins eru prófuð 40 gráðu þvottakerfi er sú að þetta hitastig hentar best til að bera saman þvottagæði. Notaðar voru sömu tegundir af þvottaefnum við öll gæðaprófin. Margar þvottavélar geta einfaldlega ekki þvegið þvottinn alveg hreinan og margar vélanna þvo best með hraðþvottakerfi. Ráðlagt þvottamagn í kg. við notkun hraðkerfanna er nefnilega minna en við hin kerfin, þannig að þvottaáhrifin verða meiri þótt þvottatíminn sé styttri. Sum hraðþvottakerfi eru samt ekki sérlega fljót. Hægvirkasta vélin var 90 mínútur með „hraðþvottinn“ en sú hraðvirkasta lauk honum á 39 mínútum. Hægvirkustu vélarnar skila hins vegar að jafnaði hreinasta þvottinum. Þar eða þvottavirknin er mikilvægasti eiginleiki vélanna fengu þær vélar sem ekki gátu skilað hreinum þvotti sérstakan mínus. Með því móti er girt fyrir að slíkar vélar geti fengið háa og villandi meðaleinkunn vegna góðrar útkomu í öðrum þáttum. LG og Asko-vélar lentu í neðstu sætum gæðakönnunarinnar vegna þess að þær skiluðu þvottinum ekki hreinum. Þvottur og þvottur.... Margar nýjar þvottavélar þvo ekki vel, sérstaklega ef þær eru fylltar eins mikið og ráðlagt er. Ástæðan er umhverfisvernd; kröfur eru gerðar um minni notkun á rafmagni og vatni en áður. Engar vélanna í gæðakönnuninni hreinsuðu sápuna alveg úr þvottinum. Ástæðan er sú að framleiðendur takmarka vatnsrennsli til að fá háa einkunn fyrir orkunýtingu. Til þess að ná síðustu sápuleifunum þarf að keyra skolkerfið aftur. Sumar vélar eru með sérstakan takka til að vélin skoli sjálfvirkt tvisvar og er sjálfsagt að nota hann. Vatnsnotkun mun aukast um á bilinu 8– 32 lítra en rafmagnseyðsla sáralítið; innan við hálfa kílóvattstund. Sápan minnkar og hverfur að öllum líkindum. Skástum árangri í skolun náði Ariston-þvottavél (AVL 145 SK). En vélarnar þvo sennilega betur í heimahúsum en á rannsóknarstofum. Fólk fyllir vélarnar sjaldan af því þvottamagni sem gefið er upp að þær geti tekið. Til að koma ráðlagðri hámarksþyngd fyrir Ódýrar þvottavélar hafa hátt Fáar þvottavélar skola sápuna alveg úr þvottinum. Ekki sjálfgefið að þekkt vörumerki séu best. 10 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.