Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Síða 22

Neytendablaðið - 01.04.2008, Síða 22
Íslenskir neytendur vita lítið um siðræna neyslu en vilja gjarnan vita meira. Þetta er m.a. þess sem kemur fram í meista ra- ritgerð Þórunnar Edwald um gildi sið - rænnar neyslu fyrir íslenska neytendur. Neytendablaðið tók Þórunni tali. Hvað er átt við með hugtakinu siðræn neysla? Í þessari rannsókn var stuðst við skilgreiningu Deborah Doane 2001 á sið - rænni neyslu (ethical consumption). Doane skil greinir siðræna neyslu sem það að kaupa vöru sem varðar ákveðið siðrænt málefni. Þetta málefni getur t.d. tengst mannréttindamálum, umhverfismálum og dýra vernd. Samkvæmt þessu getur siðræn neysla verið það að kaupa snyrtivörur sem eru ekki prófaðar á dýrum, Fair Trade vörur, lífræna framleiðslu o.s.frv. Hugtakið siðrænn neytandi er notað til að lýsa neytendum sem huga að siðrænum málefnum og reyna að hafa áhrif á fram- gang mála í gegnum neyslu sína. Þú rannsakaðir viðhorf íslenskra neytenda til siðrænnar neyslu. Hver var niðurstaðan? Niðurstöður bentu helst til þess að íslenskir neytendur teldu sig ekki hafa mörg tækifæri til þess að neyta siðrænt. Helst vegna þess að þeir hefðu litlar upplýsingar um vörur og fyrirtæki og að framboð á siðrænum vörum væri ekki mikið. Einnig töldu þeir að fákeppni á íslenskum markaði hefði þau áhrif að erfitt væri að sniðganga vörur sem væru „slæmar“ í þeirri merkingu að þær væru ekki framleiddar á siðrænan máta. Þá kom það fram að neytendum fannst ekki næg umræða um þessi mál í þjóðfélaginu. Flestir þátttakendur í þessari rannsókn töldu að auknar upplýsingar og aukin umræða myndu hvetja þá til þess að neyta meira siðrænt. Vissu allir þátttakendur hvað siðræn neysla gengur út á eða var hugtakið nýtt fyrir þeim? Óhætt er að segja að hugtakið siðræn neysla hafi verið flestum þátttakendum framandi en margir höfðu orð á því að í kjölfar þátt- töku sinnar í þessari rannsókn hefðu þeir leitað sér upplýsinga um þessi mál. Hvers vegna eru íslenskir neytendur minna meðvitaðir um siðræna neyslu en t.d. neytendur á hinum Norðurlönd- unum og í Bretlandi? Rannsóknin benti til þess að minni umræða væri á Íslandi um siðræna neyslu en geng ur og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Á öllum hinum Norðurlöndunum eru starfrækt samtök sem hafa þann tilgang einan að fræða neytendur um siðræna neyslu. Þessi samtök heita DanWatch, NorWatch, SwedWatch og FinnWatch. Þessi samtök eru óháð stjórnvöldum og hlutverk þeirra er að rannsaka starfsemi fyrirtækja með það að leiðarljósi að upplýsa um hversu siðræn starfsemin er. Samtökin gera það að verkum að auðveldara er fyrir hinn almenna neytanda að vera upplýstur um þessi málefni og þau hafa án efa einnig þau áhrif að umræða eykst. Því fróðari sem neytandi er um tiltekið málefni þeim líklegra er að hann átti sig á þeim áhrifum sem hann getur haft í gegnum neyslu sína. Fjölmiðlar gegna einnig veigamiklu hlut- verki. Neytendur treysta á fjölmiðla til að koma á framfæri staðreyndum og upp - lýsingum um neytendamál. Um leið og fjölmiðlar eru áhrifamikill þáttur í því að halda uppi þeirri hugmyndafræði neyslu- þjóðfélagsins að hamingjan felist í því að eignast sífellt fleira þá er hlutverk þeirra einnig að rannsaka framgöngu fyrir- tækja og upplýsa neytendur um vörur og framleiðsluferli þeirra. Íslenskir fjölmiðlar eru ef til vill verr í stakk búnir til að takast á við þetta rannsóknarhlutverk en fjölmiðlar fjölmennari þjóða. Smæð íslenska markaðar- ins setur fjölmiðlum skorður. Í rannsókninni kom fram að margir treystu ekki fjölmiðlum á Íslandi til að fjalla um siðræna neyslu á hlutlausan hátt vegna þess hve háðir þeir væru fyrirtækjum um auglýsingatekjur. Hafa neytendur einhverja möguleika á því að vita hvort vörur sem þeir kaupa eru siðrænar eða ekki? Þátttakendur töldu sig almennt ekki hafa nægar upplýsingar um vörur til þess að neyta siðrænt. Ekki væri nægar upplýsingar að finna á vörunni og lítið um að vörur væru kynntar sem siðrænar. Einnig kom fram að þau merki sem voru þekkt „siðræn“ vörumerki væru oft á tíðum of dýr. Gæði og verð er það sem skipti þátttakendur í flestum tilfellum mestu máli en ekki uppruni eða framleiðsluhættir. Þátttakendum bar flestum saman um það að þeir vildu geta fengið meiri upplýsingar um málefnið hjá stjórnvöldum og jafnvel að það væri hlutverk stjórnvalda að setja einhverskonar gæðastimpil á vörur sem teljast siðrænar. Það var athyglisvert að þeir þátttak- endur sem neyta siðrænt (t.d. snið- ganga fyrirtæki með slæmt orðspor eða kaupa einungis lífrænt ræktaðan mat) höfðu búið lengi erlendis. Hvaða skýring getur verið á því? Eins og þátttakendur skýrðu sjálfir þá er það helst vegna þess að mun meiri almenn umræða á sér stað þar, ekki einungis í Vita lítið en vilja vita meira Þórunn Edwald. 22 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.