Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12
Sérþarfir Kannað var hversu gott notendaviðmót þvottavélarnar höfðu, t.d. dæmis gagnvart öldruðu fólki og fólki með sjónskerðingu eða aðra fötlun. Allar vélarnar koma vel út í þessum efnum. Ef fatlaðir, sjónskertir eða hreyfihamlaðir eiga að nota þvottavélina eru eftirfarandi atriði mikilvæg til athugunar við kaup: • Einföld og hagkvæm hönnun. • Upplýstir eða stórir og greinilegir stjórn- takkar. • Gott bil milli stjórntakka. • Þægilegt fyrir sitjandi manneskju að setja í vélina og stjórna henni. • Auðvelt fyrir manneskju með lélegt grip að ná taki á stjórntökkum og höldum. • Auðvelt að nota hurðina. • Stjórntakkar séu snertitakkar. Nýjungar á leiðinni Þvottasiðir og þvottavélar eru að breytast. Hingað til hefur verið algengt að það taki þvottavél um tvær klst. að klára þvott við 40 gráðu hita. Ýmsir stórir framleiðendur, t.d. Bosch, Indesit og Zanussi-Electrolux, eru þessi misserin að setja á markað nýjar gerðir þvottavéla sem þvo hratt við lægri hita, t.d. 30 gráður. Föt notenda nú til dags eru yfirleitt ekki skítug, bara með ögn af svita, og kannski notuð einu sinni milli þvotta og í þannig tilfellum geta þessar nýju vélar hentað. Nýjar vélar af þessu tagi frá Bosch eru allt að 45 mín. fljótari með lághitaþvott en aðrar vélar. Nauðsynlegt að sjóða Ef alltaf er þvegið við lágan hita er hætta á því að bakteríum fjölgi, óhreinindi sitji föst í vélinni og vond lykt komi úr henni. Þetta getur líka stafað af því að nýjar gerðir þvottavéla nota minna vatn á kg. en áður tíðkaðist, auk þess sem mild þvottaefni ráða kannski ekki við óhreinindin. Lausnin er sú að nota suðukerfið með reglulegu millibili. Sumir ráðleggja fólki að nota þá í leiðinni dálítið af bleikiefni eins og klóri. Gott er að ljúka þessari aðgerð með því að láta vélina skola eina umferð aukalega og þegar vélin er ekki í notkun ætti hún að standa opin og sápuskúffan einnig. Ef óviðkunnanlegt lykt er komin af þvottinum er ráðlegt að leggja hann í bleyti í hálftíma í fötu með vatni og tveimur desilítrum af ediki. Athugið að þessi meðferð getur haft áhrif á lit þvottarins. ÞVOTTUR AÐRIR ÞÆTTIR NOTKUN VÖRUMERKI GERÐ VERSLUN VERÐ HEILDAR- EINKUNN Hrein- þvottur, 40° bómull Hrein þvottur, 40° EasyCare Hrein- þvottur í heild Skol Tími Þvottur í heild Þeyti vinda Orku- nýting Vatns- notkun Hljóð Hleðsla og tæming Sápu- skúffa Við hald Leiðbein- ingar Þægindi í notkun AEG L 54609 Elkó 64,995 3.8 4.1 5.1 4.5 1.8 3.6 3.9 3.2 4.1 3.8 3.3 4.0 4.0 3.5 4.0 4.0 Siemens WM 14S 460 FG Smith & Norland 97,464 3.8 2.3 3.0 2.3 3.3 5.5 2.3 3.3 4.2 4.1 3.5 3.8 4.2 3.9 4.6 4.1 Candy AQ 1000 Elkó 49,995 3.5 2.9 2.9 2.9 1.0 0.5 2.3 2.7 4.0 3.9 2.5 3.4 3.3 3.4 4.1 3.7 Gorenje WA 73141 Rönning 89,900 3.3 5.3 4.4 5.0 1.4 4.0 4.2 3.1 3.3 3.7 2.5 3.8 3.8 3.7 4.3 4.0 ASKO W 6132 Fönix 99,800 3.2 2.6 4.5 3.4 0.7 5.2 3.0 2.4 4.2 3.6 2.4 3.3 3.3 3.5 3.9 3.6 Candy GO4 1264D Elkó 54,995 3.2 2.6 3.1 2.8 2.6 5.5 3.0 3.4 3.5 3.6 2.4 3.8 3.2 3.0 3.6 3.7 Gorenje WA 50120 Rönning 54,900 3.2 3.4 4.9 4.0 2.7 2.1 3.5 3.4 3.8 3.6 2.9 3.4 3.9 3.6 4.0 4.0 Blomberg WAF 7340 A Elkó 59,995 3.1 4.4 4.7 4.5 1.6 3.7 3.9 3.2 3.5 4.1 2.3 3.7 4.1 3.7 3.8 3.9 Á rannsóknastofunni voru brúnir tilraunastrimlar úr bómull og pólýester óhreinkaðir með barnaolíu, blóði, bleki og fleiru. Margir strimlar voru settir í hverja þvottavél og hún síðan fyllt með taui svo að þvotturinn næði ráðlagðri þyngd. ©ICRT og Neytendasamtökin 2008. Gefin er einkunn á kvar›anum 0,5-5,5 flar sem 0,5 er lakast og 5,5 best og einkunnin 3,0 er um mi›jan kvar›ann. Miele 85 ASKO Vølund 61 AEG 57 Siemens 51 Bosch 38 Bauknecht 34 Electrolux 32 Gorenje 28 Whirlpool 27 Zanussi 23 Blomberg 22 Zanussi 93 Miele 92 Electrolux 91 Siemens 89 Bosch 88 AEG 87 Whirlpool 86 ASKO Vølund 83 Gorenje 78 Blomberg 76 Bauknecht 76 Vörumerkin sem mælt er með Hlutfall notenda sem mæla með vörumerki þvottavélar sinnar við aðra (í %). Endingarbestu merkin Hlutfall þvottavéla sem voru keyptar síðan 2004 og hafa ekki farið í viðgerð (í %). Heimild: Forbrugerraadet / Tænk, Danmörku. 12 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.