Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Side 15

Neytendablaðið - 01.04.2008, Side 15
MYNDAVÉLAR MEÐ SKIPTANLEG UM LINSUM BEST Nikon D80 Kit DX 18-70mm fékk hæstu gæðaeinkunnina, 3,8 (af 5,5 mögu- legum), af vélum með skiptanlegar lins ur sem ICRT prófaði og fundust hér í mark- aðskönnuninni. Hún kostaði um 80 þús. kr. í Fótóval, sem er afar gott verð. Hún skilar miklum myndgæðum bæði við sjálfvirka og handvirka notkun, er með gott leifturljós og er þægileg í notkun. Hún er hentug í hraðmyndatökur (þegar margar myndir eru teknar í röð). NÆSTBEST Panasonic Lumix DMC-L10 + Leica D14- 50mm hlaut næsthæstu heildareinkunnina af stóru vélunum, 3,7, og fékkst í Sjón- varpsmiðstöðinni á um 130 þús. kr. Hún skilar miklum myndgæðum, sérstaklega litum, og reyndist best stóru vélanna við tökur í lítilli birtu. Hún er mjög fjölhæf og þægileg í notkun. GÓÐAR Olympus E-410 Kit + 13-42mm ED hlaut 3,4 í heildareinkunn og fékkst á um 60 þús. kr. í Ormsson en var 10 þús. kr. dýrari í Sjónvarpsmiðstöðinni. Hún er traust og fjölhæf og á góðu verði. Olympus E-510 Kit + 14-42mm ED hlaut 3,4 í heildareinkunn og fékkst á um 75 þús. kr. í Ormsson en var dýrari í Fótóval og Sjón varpsmiðstöðinni. Hún er gæðatæki og fékk hæstu einkunnina fyrir fjölhæfni í flokki stóru vélanna. Canon EOS 400D 18-55mm EF-S hlaut 3,2 í heildareinkunn og fékkst á um 60 þús. kr. í Elkó, Fótóval og Max en var dýrari hjá öðrum. Hún skilaði æskilegum myndgæðum en var ekki neitt sérstök við mismunandi skilyrði. Munurinn er þó í sjálfu sér smávægilegur. Hún er mjög þægi leg í notkun. FÖST LINSA Á þessum vélum er ekki hægt að skrúfa lins una af og setja aðra á. Þetta eru allt frá litlum og léttum, alsjálfvirkum vasa- myndavélum upp í millistórar vélar með mögu leikum á handvirkri stýringu við still ingu á skerpu, ljósmagni, litblæ og fleiru. Svona vélar skila ágætis myndum við hentug skilyrði þar sem er nóg birta, ekki of miklar andstæður ljóss og skugga, ekki of mikill hraði á myndefninu o.s.frv. Sumar eru sérhæfðar, með mikið brunsvið (zoom), mjög ljósnæmar, góðar fyrir hraða, nærmyndatökur o.s.frv. Í markaðskönnun NS um miðbik febrúar kom í ljós að hér fengust um 140 gerðir af stafrænum ljósmyndavélum með fastri linsu. Þær einföldustu og ódýrustu voru á verðbilinu um 9-20 þús. kr. en vélar af þessu tagi geta kostað upp undir 55 þús. kr. Skrá yfir þær og meiri upplýsingar eru á vef NS, www.ns.is Í gæðakönnunum International Consumer Research and Testing (ICRT) eru 37 af þess um gerðum teknar fyrir og birtast upp - lýsingar úr könnunum hér. MYNDAVÉLAR MEÐ FASTRI LINSU BEST Canon Powershot SX 100 IS hlaut hæstu gæðaeinkunnina í flokki smærri véla, 3,8 af 5,5 mögulegum. Hún er á mjög góðu verði; fékkst á um 33 þús. kr. í Elkó, en var dýrari hjá Beco og Nýherja. (Hleðslutæki var ekki innifalið hjá Beco og Elkó). Hún er með 8 megapixla upplausn og hlaut góðar einkunnir í flestu, m.a. hæstu einkunn fyrir samanlögð myndgæði. FJÖLHÆFUST Canon PowerShot S5 IS fékk 3,7 í heildar- gæðaeinkunn og fékkst á um 50 þús. kr. í Beco, Elkó og Nýherja. Það eru góð kaup fyrir svo fjölhæfa vél. Athygli vekur hve oft hún hlaut hæstu einkunn fyrir mikilvæga vinnsluþætti. Hún er líka með góða brunlinsu og mikinn aðdrátt (yfir 10- falt brunsvið, 36-432 mm) en er einnig fín í nærmyndatökur og bjagar lítið. Kíkir og skjár eru góðir og leifturljós gott. Þetta er alhliða vél með gott notendaviðmót. Hún er samt ekki mjög ljósnæm, myndir verða kornóttar við lítið ljós og hún var ekki í essinu sínu við alsjálfvirka notkun. 15 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.