Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Síða 23

Neytendablaðið - 01.04.2008, Síða 23
fjölmiðlum heldur líka meðal almennings. Fólk erlendis virðist vera meðvitaðra um neyslu sína og áhrifin sem hún getur haft og það smitar út frá sér. Framboð á siðrænum vörum er einnig meira og markaðurinn stærri og því auðveldara að sniðganga „slæmar“ vörur og versla siðrænt. Þú rannsakaðir líka viðhorf neyt- enda til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja (CSR)? hverjar voru niður- stöðurnar? Þátttakendur töldu það mikilvægt að fyrir - tæki sýndu samfélagslega ábyrgð en þó virtist það ekki hafa bein áhrif á neyslu þeirra. Flestir sögðu að þeir myndu halda áfram að kaupa vöru þó svo að fram leið- andinn hefði orðið uppvís að því að sýna ekki samfélagslega ábyrgð. Sem dæmi má nefna að flestir héldu áfram að versla við olíufélögin sem áttu hlut í ólöglegu samráði. Flestum þátttakendum fannst sem þeir hefðu engin ráð til að hafa áhrif á framgöngu fyrirtækja með neyslu sinni. Öðrum fannst þeir geta haft áhrif en það væri þó erfiðleikum bundið vegna smæðar markaðarins. Þrátt fyrir að flestum hafi fundist mikilvægt að fyrirtæki sýndu samfélagslega ábyrgð höfðu margir efasemdir gagnvart tilraunum fyrirtækja til að sýna fram á að þau væru ábyrg. Þeim tilraunum, svo sem kolefnis- jöfnun, var mætt með miklum efasemdum og fannst flestum að um sýndarmennsku væri að ræða; að fyrirtæki væru að þykj- ast bera hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti einungis í hagnaðarskyni en ekki af heil- indum. Finnst þér íslensk fyrirtæki nota hugtakið samfélagsleg ábyrgð rétt? Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er skilgreind sem það að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á samfélagið og lágmarki þau neikvæðu; að þau fari að lögum, siðferðilegum gildum, verndi umhverfið, styrki góðgerðarmál og hafi réttindi starfsmanna í hávegi. Sam - kvæmt þessum niðurstöðum þurfa íslensk fyrirtæki því að leggja meiri áherslu á að sannfæra neytendur um að þau axli samfélagslega ábyrgð og að meira búi að baki en gróðavon. Það væri hægt að gera með því að auka upplýsingar sem standa neytendum til boða í stað þess að bjóða neytendum að kaupa sér góða samvisku með því að planta trjám. Það er ekki einfalt að fylgjast með tækni- væðingu á markaði ljósvakamiðla í dag. Gamla góða lampatækið og loftnetið eru að verða æ sjaldgæfari. Nú eru ótal sjón- varps rásir í boði með gagnaflutningi og erfitt fyrir venjulegan neytenda að hafa yfirsýn yfir tæknina og kostnaðinn. Fyrir áhorfendur sem láta sér nægja eina ríkisrás og því til viðbótar nokkrar frístöðvar sem nást misvel með loftnetinu einu saman er heimurinn ekki svo flókinn. En ef það næg ir ekki og fólk vill fá meira úrval af stöðv um þarf það að fá myndlykil og jafn vel internet og þá er fjandinn laus. Neytenda blaðið leitast hér við að kortleggja fyrir neytendur framboð ljósvakamiðla á fjar skipta markaðnum. 1. Sjónvarp símans Með Sjónvarpi Símans nást allar fríar sjón- varpsstöðvar og hægt er að kaupa fjöldann allan af áskriftarstöðvum (einnig stöðvar hjá 365 miðlum). Hægt er að tengjast Sjónvarpi Símans í gegnum annað hvort ADSL tengingu (Skjár- inn) eða Breiðband. 1.1. Skjárinn Þessi þjónusta er í boði fyrir þá sem hafa ADSL-tengingu hjá Símanum. Myndlykillinn og uppsetning á honum eru innifalin í ADSL-mánaðargjaldinu. Auk sjónvarpsstöðvanna er „Myndleiga“ þar sem hægt er að leigja kvikmyndir þegar manni hentar og horfa á frítt barnaefni, fréttaupptökur Rúv og allt innlent dagskrárefni Skjá Eins. Ekki þarf að hafa sjónvarpsloftnet til að nýta sér þessa þjónustu. Nú er einnig hægt að fá háskerpuáskrift (HDTV) á völdum leikjum og kynningarrás, hafi maður áskrift að Sýn og Sýn2 hjá 365 miðlum. Það kostar 1.190 kr. aukalega á mánuði. Lágmarkskröfur: Að hafa ADSL hjá Sím - an um. Aukamyndlykill: Stofngjald 4.900 kr. og 495 kr. á mánuði. Dreifikerfi: Megnið af landinu. 1.2. Breiðbandið Breiðbandið er í rauninni að víkja fyrir ADSL- og ljósleiðaratengingum. Þá þarf að borga 600 kr. mánaðargjald fyrir myndlykil. Lágmarkskröfur: Sjónvarpsloftnet. Aukamyndlykill: 845 kr. á mánuði Dreifikerfi: Takmarkað, hluti höfuðborgar- svæðisins. 2. Digital Ísland Digital Ísland sjónvarpsþjónusta um staf- rænan myndlykil. Allar stöðvar 365 miðla eru í boði í áskrift auk fjölda erlendra stöðva. Einnig er í boði, á höfuðborgarsvæðinu og fljótlega á Akureyri, háskerpuáskrift að Discovery HD og völdum leikjum í enska boltanum fyrir 1.135 kr. á mánuði. Lágmarkskröfur: Sjónvarpsloftnet (örbylgju- loft net fyrir fleiri stöðvar). Aukamyndlykill: Stofngjald 4.900 kr. og 495 kr. á mánuði. Dreifikerfi: Megnið af landinu. 3. Gagnaveita Reykjavíkur Gagnaveitan sér um rekstur ljósleiðaranets Orkuveitu Reykjavíkur. Mánaðargjald er 2.390 kr. og er þetta opið net, þ.e. allir þjón- ustuaðilar hafa að gang að kerfinu, þann ig að hægt er að kaupa internetaðgang, heima- síma og sjón varpsáskrift frá mismun andi aðilum. Útbreiðsla: Meirihluti Seltjarnarness, víða í Reykja vík og á Akranesi. Hvað er í kassanum? Gamla góða lampatækið er að verða æ sjaldgæfara. 23 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.