Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Síða 11

Neytendablaðið - 01.04.2008, Síða 11
urðu verkfræðingarnir stundum að brjóta þvottinn saman. Fólk sem setur lítinn þvott í hverja vél fær hreinni þvott en notar meira vatn og rafmagn á kíló en nauðsyn krefur. Hávaði Engar þvottavélanna í gæðakönnuninni fengu mjög góðar einkunnir varðandi hávaðmengun. Munurinn á ódýru og dýru vélunum í könnuninni felst aðallega í meiri hávaða í þeim ódýrari, bæði meðan vélarnar þvo og vinda. Dýru vélarnar gefa almennt ekki frá sér jafn skerandi hljóð. Munurinn er þó ekki einhlítur; Whirlpool, sem er í kringum miðjuna í verðkönnuninni, gefur frá sér pirrandi són. Háværustu vélarnar eru af tegundunum Ariston og Whirlpool. Þetta þarf fólk að hafa bak við eyrað ef meiningin er að hafa þvottavélina í eða nálægt vistarverum þar sem fólk heldur sig mikið, t.d. eldhúsi. Sé vélin þar sem lítið heyrist í henni geta Ariston og Whirlpool verið góðir kostir. GOTT AÐ VITA UM ÞVOTT OG ÞVOTTAVÉLAR Orkunýtingarmerkingar geta verið villandi Skylda er að hafa á öllum þvottavélum merki sem sýnir orkunýtingu þeirra. Grunnstuðlar framleiðenda fyrir útreikningana að baki þessu eru iðulega kíló og 60 gráðu heit bómullarkerfi. Á því kerfi getur vélin auðveldlega þvegið sex kíló í einu, eins og uppgefið er í leiðbeiningum, en oft ráðleggur framleiðandinn að aðeins séu sett fimm kíló eða minna í vélina ef notuð eru önnur þvottakerfi en 60 gráðu kerfið Hár snúningshraði er slítandi Ef fólk getur þurrkað þvott utanhúss eða í þurrkklefa er engin ástæða til að kaupa þvottavél með snúningshraða upp á 1600 snúninga eða meira. Mikill snúningshraði slítur þvottinum mikið. Bara handklæði og sængurver hafa gott af því að vera undin við 1800 snúninga eða meira. Troðið ekki þvottinum inn Of mikill þvottur í vélinni slítur kúlulegum hennar. Þumalfingursreglan segir að maður eigi að geta sett tvo kreppta hnefa ofan á þvottinn í tromlunni. Ef ekki er pláss til þess er of mikið í henni. Kúlulegurnar og hita-elementið eru meðal þess sem oft gefur sig í þvottavélum. Það er algengt að nýjar kúlulegur kosti 10-20 þús. kr. eða meira. Þvottavélin þvær líka að jafnaði betur þegar hún er ekki troðfull. Stórar tromlur brotna oftar Þvottavélar með stórar tromlur sem taka átta kíló af þvotti eiga það til að skjögra þegar snúningshraði er hvað mestur. Ef þvottavélin stendur skakkt er meiri hætta á því við þeytivinduna að tromlan hendist út í hlið þvottavélarinnar og brotni. Þvotturinn verður hreinni ef þið flokkið Hraðþvottakerfi eiga erfiðara með að skila þvottinum hreinum. Þess vegna skulið þið vanda ykkur vel við að flokka þvottinn fyrirfram. Notið hraðvirk kerfi helst á lítið óhreinan og meðalóhreinan þvott. Mjög óhreinan þvott skal þvo sér og rækilega með öflugu kerfi. Það er ólíklegt að vélin þvoi vel ef í henni er mikið tau og þvegið er með litlu vatni við lágt hitastig. Verið góð við vélina Tyrknesku Beko-þvottavélarnar, sem fást í Max og Heimilistækjum, komu vel út í gæðakönnuninni. Samt treysta margir þeim ekki vegna þess að bilanatíðni hefur verið talsverð hjá Beko-uppþvottavélum. Margt getur spilað inn í endingu véla, en mestu skiptir fyrir fólk sem kaupir þvottavél í ódýrari kantinum að það fari vel með vélina og fylgi vel leiðbeiningum um notkun. Þá geta t.d. Gorenje- og Beko-vélar dugað vel og lengi. Þvottavélar eru frægar fyrir að láta hluti hverfa, t.d. sokka. Í gæðakönnuninni kom í ljós að sumar þvottavélar geta í alvöru „gleypt“ ýmsa litla hluti, til dæmis smámynt, blaðaklemmur, hárnælur, spennur og annað sem dælist út með vatninu eða festist í einhverjum afkimum. Fá dæmi eru um að aðskotahlutir sem festast inni í þvottavélum skaði þær en það getur hins vegar reynst nær ómögulegt að endurheimta þá. Siemens WM 14S460 FG Candy AQ1000 Gorenje WA73141 ASKO W6132-b Candy GO4 1246D Blomberg-WAF 7340 A 11 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.