Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 6
Ég vissi í raun ekki margt um Spán áður en ég fluttist til Madrídar ásamt fjölskyldunni fyrir um hálfu ári síðan. Fimmtán ár voru liðin frá skólaferðalagi til Costa del Sol og sá Spánn sem þar var á boðstólum var álíka raunverulegur og víkingabardagi fyrir utan Fjörukrána. Við fyrstu sýn virtist mér Madríd, í það minnsta úthverfin, líkjast hverju öðru þróuðu vest- rænu samfélagi. Hér eru sömu búðir, svip- að ur klæðnaður fólks og sömu myndir í bíó. Kringlan og Smáralind eru hér en heita bara eitthvað annað og Burger King og McDonald‘s eru á hverju strái. Bannað börnum Við búum í 15 kílómetra fjarlægð frá Madríd, í bæ sem heitir Boadilla del Monte. Bærinn er glænýr. Fyrir 30 árum var hér dálítil húsaþyrping, en síðan setti Santander- bankinn upp höfuðstöðvar sínar í útjaðri þorpsins og nú búa um 40.000 manns á svæðinu. Hér er nokkurn veginn allt til alls. Í nýja hluta bæjarins eru breiðgötur með veitingastöðum, börum og smáverslunum og allt skipulag miðast við að bílaumferð eigi greiða leið þar um. Það verður þó að teljast hálf vandræðalegt að við getum ekki farið fótgangandi í Carrefour-stórmarkaðinn sem er rétt handan við hæðina; við verðum að fara á bílnum. Hér er þægilegt að kíkja á barinn og fá sér glas af léttvíni og tapas. Gott líf fyrir fullorðið fólk, en hvað með börnin? Í skipulagi bæjarins er börnum ekki gert hátt undir höfði. Græn svæði eru til að mynda fá og ómerkileg. Helst er að minnstu börnunum sé séð fyrir klifurgrind, rólu og rennibraut. Oft er þessu komið fyrir á 20 fermetrum af gúmmíhellum. Síðan kalla Spánverjar þessi leiksvæði Parque sem er ósvífið í meira lagi. ,,Viltu koma út að leika?” Yfir hásumarið, frá miðjum júní og fram í september, er fínt að vera krakki. Það er nóg af sundlaugum og ekki óalgengt að í miðju blokkarporti eins og okkar sé dálítil laug. Þetta teljast mannréttindi í hitunum hér. En laugarnar eru bara opnar í þrjá mánuði þótt veðrið það sem eftir lifir árs þætti vel boðlegt á íslensku sumri. Hér rignir afar sjaldan og sólin skín í yfir 300 daga á ári. Nú í upphafi árs hefur hitinn síðan ítrekað farið upp í 15-17 gráður þannig að maður skyldi halda að krakkar skottuðust úti árið um kring. Nei, hér halda börn sig innandyra á veturna. Í portinu okkar var töluvert fjör fram eftir hausti. Krakkar á línuskautum, í fótbolta og snú-snú. En einn góðan (já, góðan) veðurdag í byrjun nóvember fóru börnin inn og hafa varla sést síðan. Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri sér íslenskt að líta á útivist sem dyggð. Hvort að ljóðlínurnar um að ,,frostið oss herði” séu einhvers konar leiðarminni í uppeldismálum. Ég held ekki. Spænsk börn hafa ekki alltaf verið innipúkar. Kunningjar mínir spænskir og ítalskir áttu svipaða barnæsku og ég. Gatan var leiksvæðið. Boltar og hjól. Rispur á hnjám og önnur minniháttar óhöpp voru tíð en ég er ekki í vafa um að þeir tímar voru skemmtilegri og eðlilegri en inniverueymdin sem nú er í boði. Aðstæður barnafólks Hér eins og víða í borgum er húsnæðisverð komið út í hreina vitleysu. Mér sýnist fermetraverð víða nema 3-400 þúsund krónum. Þið getið ímyndað ykkur hvernig er fyrir ungt fólk að byrja að búa; enda er komið nýtt hugtak fyrir vissa tegund húsnæðis: mini-piso (smá-íbúð). Þetta eru kytrur innan við 20 fermetrar á stærð og hluti íbúðarinnar er kannski með takmarkaðri lofthæð. Þetta er það eina sem margir hafa efni á. Hér eru margir með 500- 1000 evrur í mánaðarlaun. Spænskur vinnumarkaður virðist enn gera ráð fyrir að húsmóðir gæti bús og barna. Flestir hefja vinnu klukkan níu, enn taka margir tveggja tíma hádegismat. Vinnudegi margra lýkur því ekki fyrr en klukkan átta. Börn í úthverfi Madridar Arnar Már Arngrímsson flutti til Spánar á síðasta ári ásamt fjölskyldu sinni. Hann komst að því að aðstæður íslenskra og spænskra barna eru mjög ólíkar og þrátt fyrir gott veður eru spænsku börnin helst til miklir innipúkar. 6 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.