Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 18
Á Íslandi má segja að enginn fari á leigumarkaðinn nema tilneyddur enda er hlutfall þeirra sem eiga eigin húsnæði mjög hátt eða um 80%. Víða erlendis, t.d. á Norðurlöndunum, er málum öðruvísi háttað og margir kjósa að leigja allt sitt líf í stað þess að fjárfesta í fasteign. Leigumarkaðurinn á Íslandi er að mörgu leyti vanþróaður og ekki er hugað nógu vel að málefnum leigjenda. Neytendasamtökin fá margar fyrirspurnir um leigjendamál, þó það sé ekki eitt af málasviðum samtakanna, og augljóst er að mikill skortur er á öflugri hagsmunagæslu fyrir leigjendur. Engin leigjendasamtök Leigjendasamtökin sem störfuðu hér í eina tíð lognuðust því miður út af. Á Íslandi eru hlutfallslega fáir leigjendur og þ.a.l. er erfiðara að fjármagna slík samtök sérstaklega ef ekki kemur til stuðningur frá ríki og sveitarfélögum. Hér eru því engin sterk hagsmunasamtök leigjenda eins og víða erlendis og það veikir klárlega stöðu þeirra. Leigumiðlanir Til eru nokkrar leigumiðlanir (m.a. Leigu- listinn og Rentus) sem leigusalar og leigu - takar geta leitað til. Samkvæmt húsa leigu- lögum þarf sérstakt leyfi til leigumiðlunar. Algengt er að miðlanir taki fast verð fyrir þessa þjónustu, t.d. kostar aðgangurinn að gagnagrunni Leigulistans 4000 kr. Á síðustu árum hafa svokölluð leigufélög komið á markað en þau leigja út íbúðir til almennings. Þá býður Búseti upp á leigu með eignarrétti, þ.e. leigjandi greiðir út 12,5% af íbúðarverðinu og borgar síð an leigu í hverjum mánuði. Þegar flutt er út greiðast fyrrnefnd 12,5 % til baka verð- tryggð. Verð á leiguhúsnæði Á höfuðborgarsvæðinu er húsaleiga mjög há. Máli okkar til stuðnings birtum við hér dæmi um leiguverð á íbúðum sem voru í boði hjá Leigulistanum þann 12. febrúar sl. Verð er miðað við mánaðarleigu. Sjá töflu á næstu síðu. Hjón með 3 börn Ímyndum okkur hjón með 3 börn. Þau taka á leigu 4 herbergja íbúð í Hafnarfirði en leiguverðið er 200.000 kr. á mánuði, án hita og rafmagns. Hjónin eru ekki hátekjufólk; hvort um sig eru þau með 200.000 kr. á mánuði, eða 4.800.000 kr. í heildarárstekjur. Þrátt fyrir fremur lágar tekjur, eignaleysi, háa húsaleigu og mörg börn fá hjónin ekki háar húsaleigubætur, en samkvæmt reiknivél á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins eru þær 3.000 kr. á mánuði. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 329.518 kr. á mánuði, með launum, húsaleigubótum og barnabótum. Eftir að leigan (200.000 kr.), rafmagn og hiti (8.000 kr.), heimasími (7.000 kr.) og afnotagjald RÚV (2.852 kr.) hafa verið greidd standa því eftir 111.666 kr. sem eiga að duga fyrir mat, tryggingum, rekstri bifreiðar, fötum, læknisaðstoð og ýmsu tilfallandi. Sé tekið mið af neysluviðmiðum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem eru mjög hófleg og taka einungis til bráðnauðsynlegra útgjalda (t.d. hvorki reksturs bifreiðar né strætófargjalda, ef út í það er farið, og raunar engra fastra útgjaldaliða) er neyslukostnaður hjóna með 3 börn hins vegar 141.900 kr. á mánuði. Er því erfitt að sjá hvernig þessir leigjendur ná endum saman. Einstæð móðir Hugsum okkur þá einstæða móður með tvö börn og sæmilegar tekjur. Hún tekur á leigu þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem leiguverðið er 150.000 kr. á mánuði og hússjóður 9.000 kr. á mánuði, án rafmagns. Heildartekjur hennar eru 300.000 kr. á mánuði, hún fær 9.500 kr. á mánuði í húsaleigubætur og að meðaltali 28.560 kr. á mánuði í barnabætur. Þá fær hún meðlagsgreiðslur með börnunum að upphæð 38.000 kr. á mánuði. Í ráðstöfunartekjur hefur fjölskyldan því 285.407 kr. á mánuði. Eftir að húsaleiga, hússjóður, rafmagn, heimasími og afnotagjald RÚV hafa verið greidd standa eftir 112.500 kr. á mánuði til að framfleyta fjölskyldunni, en sú tala er lítillega undir neysluviðmiðum Ráðgjafarstofunnar (sem miðast við kostnað vegna matvöru, hreinlætisvara, fatnaðar og heilsugæslu). Því má ekki mikið út af bera hjá þessari konu þó að ljóst sé að margir eru mun verr settir. Einstaklingur Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna eru ekki einungis fjölskyldur og einstæðir foreldrar sem leita til stofunnar. Einstaklingar leita í auknum mæli eftir fjárhagsráðgjöf. Í þessum hópi eru mun fleiri karlmenn en konur, en 24% allra þeirra sem leituðu til ráðgjafastofu árið 2006 voru einhleypir karlar. Einhleypar konur voru mun færri eða 14%. Helstu ástæður þess að einhleypir karlar lenda í fjárhagsvandræðum eru meðlagsskuldir og vangreidd opinber gjöld. Leigjendamál ­ fráleitt ástand! 18 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.