Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 13
Jóhannes Gunnarsson forma›ur Neytendasamtakanna Það hefur ekki farið fram hjá neinum að miklar verð hækkanir hafa orðið á mat vörum og virðist þeirri hrinu síður en svo vera lokið. Margir máls metandi menn hafa bent á að þessar hækk anir séu óhjákvæmilegar, enda afleiðingar af hækkandi heims markaðsverði. Jafnframt hafi veiking krónunnar að undan förnu ekki gert stöðuna betri. Því verði ekki hjá því komist að matvörureikningur heimil- anna hækki verulega. Þessar verðhækkanir eru ekki bundnar við okkur ein. Þannig hefur matvöruverð í nágranna löndum okkar einnig hækkað þó svo að hækkanir séu í mörgum tilvikum meiri hér. Neytendasamtök í Evrópu hafa haft miklar áhyggjur af þessari þróun og því fylgst grannt með henni. Ekki vilja allir kaupa skýringar seljenda athugasemdalaust. Þannig hafa neytendasamtök í Dan - mörk u og á Spáni óskað eftir því að sam - keppnisyfirvöld í þessum löndum rannsaki hækkanir á matvörum og hvort þær sam rýmist hækkunum á heimsmarkaði. Ástæð an er ofur einföld; hjá þeim gengur reiknings dæmið ekki upp og fullyrt er að hækk anir séu mun meiri en þróunin á heims markaði gefur tilefni til. Því séu fram - leiðendur, birgjar og/eða smásalar að nota tæki færið til að hækka álagningu sína í skjóli hækk ana á heimsmarkaðsverði. Stjórn Neytendasamtakanna fjallaði um þess ar hækkanir á fundi sínum nýverið. Þar komu fram miklar áhyggjur gagnvart því sem er að gerast á matvöru markaði. Einnig að vegna verðtryggingar lána myndu þess - ar hækkanir ekki aðeins skila sér á mat - vörun um sjálfum heldur einnig í vaxandi skuldum heimilanna. Stjórnin ákvað því að senda bréf bæði til Samkeppniseftirlitsins og forsætisráðherra (afrit af því bréfi var jafnframt sent viðskiptaráðherra sem fer með neytendamál). Í bréfi Neytendasamtakanna til Samkeppnis - eftirlitsins koma fram efasemdir um að þau rök sem birgjar og smásalar gefa upp fyrir þessum verðhækkunum (hækkun heimsmarkaðsverðs og veiking krónunnar) haldi í öllum tilvikum. Minnt er á í bréfinu að fákeppni ríki í smásöluverslun á mat - vöru markaði hér á landi auk þess sem birgj um sem selja matvörur hafi fækkað á síðustu árum um leið og fyrirtækin hafi sameinast og stækkað. Því telur stjórn Neyt- endasamtakanna fullt tilefni til að þessar verð hækkanir verði skoðaðar frekar. Í bréfinu til forsætisráðherra eru sömu áhyggjur tíundaðar og minnt á nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Takmarkið með þeim samningum sé að bæta stöðu fólks með lægri tekjur og tryggja stöðugleika. Hætt sé við, nái þessar miklu verðhækkanir sem boðaðar hafi verið á matvörum fram að ganga, að yfirlýst mark- mið kjarasamninganna náist ekki. Minnt er á að þessar verðhækkanir leiði ekki aðeins til hækkaðs verðs og aukinnar verðbólgu, heldur einnig til mikillar hækkunar á verð- tryggðum skuldum heimilanna. Með þeim háu vaxtagjöldum sem nú ríkja sé ljóst að mikill vítahringur víxlverkana verðlags og launa geti farið af stað og valdið neytendum og atvinnulífinu ómældu tjóni ef ekkert er að gert. Í lok bréfsins kemur fram að Neytenda- samtökin telja afar mikilvægt að reynt verði að tryggja eins mikinn stöðugleika og mögulegt er. Því hvetja samtökin for - sætis ráðherra til að beita sér fyrir því að stofn að verði til samráðsvettvangs í anda gömlu þjóðarsáttarinnar til að hamla gegn verðhækkunum á matvörum. Að mati Neyt enda samtakanna er eðlilegt að auk fulltrúa stjórnvalda tækju þátt í slíkum samráðsvettvangi fulltrúar verkalýðs hreyf- ingarinnar, neytenda, atvinnulífsins og bænda. Neytendasamtökin vonast til að tekið verði undir sjónarmið samtakanna enda mikið í húfi fyrir heimilin í landinu. Auk þess vilja Neytendasamtökin hvetja alla aðila í framleiðslu og sölu að gera allt sem í þeirra valdi stendur – t.d. að auka hagræðingu – til að verðhækkanir verði sem minnstar. Verðhækkanir á matvörum; er rétt gefið? 13 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.