Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 24
Neytendasamtökin ætla að kanna stöðu neytenda á tryggingamarkaðnum. Meðal þess sem samtökin vilja skoða er tjóna-/bótauppgjör og tryggingarskilmálar. Við óskum eftir ábendingum félagsmanna um tryggingar og tjóna-/bótauppgjör sem ekki hafa staðist raunhæfar og ígrundaðar væntingar eða ekki verið í samræmi við veittar upplýsingar um trygginguna. Var tjónamatið úr „lausu lofti gripið“ að þínu mati eða hefur t.d. „stað- greiðsluafsláttur“ verið dreginn frá bótum? Hefur verið krafist aukaiðgjalds, til viðbótar við sjálfsábyrgð, eftir slys? Fékkst þú nægilegar upplýsingar um ferlið í tjónauppgjörinu? Sendið ábendingar á netfangið ns@ns.is með upplýsingum um málið, ásamt nafni og síma númeri. Ætlunin er ekki að taka afstöðu til einstakra mála heldur verða málin skoðuð í samhengi. Fyllsta trúnaðar verður gætt af okkar hálfu. Ertu í tómu tjóni? Ánægjulegt tjónsuppgjör? Tryggður til óbóta? Iðgjald – fyrir hvað?

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.